Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
kistufell.com
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ermeð opið hús
fyrir almenning á slökkvistöðinni í Hafnarfirði í dag,
laugardaginn 10. júní, milli kl. 15 og 17
ALLIR
VELKOMNIR
Mikilvægt að
börn séu í fylgd
fullorðinna
Opna húsið er á slökkvistöðinni við
Skútahraun 6 í Hafnarfirði
OPIÐ HÚS HJÁ
www.shs.is
SLÖKKVILIÐINU
sjúkrabílar, kranabíll
slökkvibílar, körfubíll
og hoppukastalar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ekki er hægt að draga víðtækar
ályktanir af dómi Hæstaréttar í
máli tveggja íbúðaeigenda gegn
húsfélagi frá í fyrradag, að mati Sig-
urðar Helga Guðjónssonar, hrl. og
formanns Húseigendafélagsins.
Húsfélagið krafðist þess að
viðurkennt yrði að íbúðaeigendurnir
mættu ekki leigja íbúðir sínar til
ferðamanna. Hæstiréttur taldi að
ekki hefði átt að krefjast þess að
íbúðaeigendurnir leituðu samþykkis
allra félagsmanna í húsfélaginu fyr-
ir útleigu íbúðanna heldur einungis í
húsfélagsdeildum (stigagöngum).
Íbúðaeigendurnir voru því sýknaðir
af aðalkröfum húsfélagsins.
Sigurður sagði að héraðsdómur
í málinu hefði verið oftúlkaður. Eftir
hann hefði því verið haldið fram að
samþykki allra í viðkomandi hús-
félagi þyrfti fyrir útleigu íbúða fyrir
ferðamenn. Ekki var hægt að draga
slíkar ályktanir af málinu, að mati
Sigurðar. Hann sagði að málið hefði
snúist um hvort leigja mætti íbúðir í
fjöleignarhúsum til ferðamanna og
hvort það ylli ónæði fyrir aðra íbúa.
Sigurður sagði að í raun og
veru hefði Hæstiréttur ekki tekið á
þessu álitaefni heldur sagt að ekki
hefði verið rétt að málum staðið við
ákvarðanatöku hjá húsfélaginu.
„Það er ekkert sem segir að
niðurstaðan verði þessi, fari málið
aftur fyrir dóm á réttum grundvelli.
Það var ekkert farið í kvikuna í mál-
inu,“ sagði Sigurður. „Formsatriði
urðu húsfélaginu að falli. Hæstirétt-
ur fjallaði ekki um efni málsins.
Þess vegna vek ég athygli á því að
þetta hefur takmarkað fordæm-
isgildi.“
Sigurður segir að beðið hafi
verið eftir þessum dómi vegna svip-
aðra mála, en dómurinn svari litlu
um þau. Hins vegar sé dómurinn vel
rökstuddur um það atriði sem hann
tekur á. Sigurður segir að svona mál
séu þó nokkuð algeng, en samt mik-
ið færri en hann hefði haldið miðað
við umsvifin á þessu sviði.
Grenndarreglur gilda
Valtýr Sigurðsson hrl. var lög-
maður íbúðaeigendanna. Hann var
einnig formaður áfrýjunarnefndar
fjöleignarhúsamála í um 20 ár.
Hann var spurður hvort dómur
Hæstaréttar hefði leyst úr óvissu
sem ríkir varðandi leigu íbúða í fjöl-
eignarhúsum til ferðamanna.
„Nei, hann leysir ekki úr því og
svarar því ekki hvort útleiga sem
þessi feli í sér breytta hagnýtingu
sem þurfi samþykki allra eða ein-
hverra meðeigenda fyrir,“ sagði
Valtýr. Hann segir að margþætt
óvissa ríki um þessi mál.
Í fyrsta lagi ríki óvissa um or-
lofsíbúðir í fjöleignarhúsum. Þær
séu fyrir utan allt regluverkið og
hvorki starfsleyfisskyldar né beri
hærri fasteignagjöld en íbúðar-
húsnæði. Ónæði geti stafað frá fólki
í orlofsíbúðum ekki síður en frá
gestum ferðamannaíbúða.
Íbúðir sem eru í skammtíma-
leigu í allt að 90 daga á ári eru ekki
leyfisskyldar en íbúðir sem leigðar
eru út í meira en 90 daga á ári eru
leyfisskyldar. Valtýr segir að leyfis-
skyldur rekstur sé atvinnurekstur.
Því sé þó ósvarað hvort slíkum
rekstri fylgi breytt hagnýting á hús-
næðinu, það er hvort íbúðarhúsnæði
breytist við það í atvinnuhúsnæði.
„Hæstaréttardómurinn segir
að venjulegar grenndarreglur gildi.
Hvert hús eða húsfélagsdeild verður
að takast á við hvort leigan hafi í för
með sér ónæði sem ekki sé brugðist
við, sé kvartað yfir því. Ítrekað
ónæði, meira en búast má við í
venjulegum fjöleignarhúsum, geti
leitt til þess að banna megi slíka
leigu,“ sagði Valtýr.
Óvissa um ferðamannaíbúðir
Nýlegur hæstaréttardómur leysir ekki úr óvissu um stöðu ferðamannaíbúða í
fjöleignarhúsum Ekki var snert á kviku málsins, að mati hæstaréttarlögmanns
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ónæði Kvartað hefur verið yfir ferðamönnum í fjöleignarhúsum.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Hálendisvakt Slysavarnafélagsins
Landsbjargar mun standa sína plikt
í sumar sem fyrr. Jónas Guðmunds-
son hjá Landsbjörgu segir að rúm-
lega 200 manns muni standa vaktina
á hálendinu þetta sumarið. Er það
svipaður fjöldi og starfað hefur síð-
ustu ár.
Hálendisvaktin mun hefjast fyrr í
ár, þ.e. á bilinu 20.-24. júní, og mun
standa til ágústloka. „Þörfin er ein-
faldlega þannig“, segir Jónas.
Tveir hópar verða á Fjallabaki,
þ.e. í grennd við Landmannalaugar,
en einnig verða hópar á Sprengi-
sandi og í Drekagili. „Hins vegar
gæti mannskapur farið fyrr af stað
þar sem Vegagerðin hyggst opna
Landmannalaugar í næstu viku,“
segir Jónas. Vegagerðin staðfesti að
ein leið væri nú þegar opin niður í
Landmannalaugar. Sú leið er Fjalla-
baksleið nyrðri frá Sprengisands-
leið, en er einungis fær fjórhjóla-
drifnum bílum um sinn. Nýtt
tilraunaverkefni í sumar á vegum
Slysavarnafélagsins er stofnun við-
bragðsvaktar í Skaftafelli. Mun hún
vara frá miðjum júli til miðbiks
ágústmánaðar. Jónas segir þetta
verkefni vera „anga af Hálendis-
vaktinni“ og sé gert til þess að styðja
við þær bjargir sem eru í Skaftafelli.
Varðandi fjölgun ferðamanna til
landsins og álag á hálendinu vegna
þess, segir Jónas að örlítil fjölgun
hafi verið á atvikum undanfarin ár
en að sú fjölgun haldist ekki í hendur
við fjölgun ferðamanna hérlendis.
„Atvik vegna erlendra ferðamanna
eru oftar en ekki fljótlega leyst,“
segir Jónas. Áfram verður lögð
áhersla á stuðning og eflingu for-
varnarstarfs til ferðafólks.
Á vaktinni í tólfta sinn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hálendið Vaskur hópur á vaktinni.
Fyrr af stað í ár Áhersla sett á forvarnir til ferðalanga
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt hádegistónleika í Hörpu
í gær og hljómsveitarstjóri var Rumon Gamba, aðal-
stjórnandi hljómsveitarinnar á árunum 2002 til 2010.
Hljómsveitin flutti verk eftir sænska tónskáldið Dag
Wirén, en í júní mun hún hljóðrita disk með verkum Wi-
réns fyrir Chandos-útgáfuna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verk Wiréns ómuðu í Hörpu
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt hádegistónleika
Tveir nemendur við Háskóla Ís-
lands hafa hlotið styrk til að vinna
að tíu vikna verkefni við California
Institute of Technology (Caltech) í
Kaliforníu í Bandaríkjunum í sum-
ar. Nemendurnir, Ásgeir Tryggva-
son og Bergþór Traustason, nema
báðir verkfræðilega eðlisfræði.
Styrkjunum er nú úthlutað í tí-
unda sinn frá árinu 2008, en verk-
efnin sem um ræðir fela í sér rann-
sóknarsamstarf milli leiðbeinanda
og nemenda. Frá árinu 2008 hafa
26 nemendur HÍ haldið til sum-
arnáms til Caltech.
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ
og Friðrika Harðardóttir, for-
stöðumaður alþjóðasamskipta við
HÍ veittu styrkina.
Ljósmynd/Björn Gíslason
Styrkþegar Ásgeir og Bergþór
ásamt forsvarsmönnum HÍ.
Hlutu styrk
til náms í
Kaliforníu