Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 28
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að vitnisburður James Comey, fyrrverandi forstjóra banda- rísku alríkislögreglunnar FBI, fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings á fimmtudaginn hefði hreinsað sig al- gjörlega af öllum ásökunum um mis- ferli. Benti hann á það að Comey hefði staðfest það við nefndina að Trump sjálfur hefði aldrei verið til rannsóknar vegna meintra tengsla framboðs sínss við rússnesk yfirvöld í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári. Í leiðinni gagnrýndi Trump Co- mey harðlega fyrir að hafa lekið gögnum þar sem einkasamtöl þeirra voru skráð, en Comey viðurkenndi í framburði sínum að hann hefði beðið vin sinn um að leka minnispunktum Comeys af samtölum þeirra Trumps til fjölmiðla. Sagðist Comey hafa gert það til þess að ýta undir það að sérstakur saksóknari yrði skipaður til þess að rannsaka Rússlandstengsl háttsettra bandamanna Trumps. Bárust þær fregnir úr herbúðum forsetans að hann hygðist senda kvörtun til dómsmálaráðuneytisins í næstu viku vegna lekans, sem aftur gæti leitt til þess að gjörðir Comeys verði rannsakaðar nánar. Ólögleg hindrun eða mistök? Skiptar skoðanir voru hins vegar vestanhafs, í kjölfar vitnisburðar Co- meys, um það hver staða Trumps sjálfs væri. Þóttu lýsingar Comeys benda til þess að Trump hefði annað hvort misreiknað sig ögn, þegar hann sagðist vona að rannsóknin á Michael Flynn myndi falla niður, eða í versta falli að forsetinn hefði reynt að koma í veg fyrir framgang réttvís- innar, en slíkt yrði talið nokkuð alvar- leg afglöp af hálfu Trump. Skiptist álit fólks nokkuð eftir flokkslínum hvort það það taldi að gjörðir Trumps réttlættu það að höfðað yrði mál á hendur honum til embættismissis. Sjálfur sagðist Comey ekki vera bær til þess að leggja mat á slíkt. Trump hrósar sigri  Segir vitnisburð Comeys hreinsa sig af öllum ásökunum  Skiptar skoðanir um stöðu forsetans eftir framburðinn AFP Comey Áhugi fjölmiðla vestanhafs á vitnisburði Comeys var talsverður. 28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Breta, fékk í gær umboð Elísabetar Englandsdrottningar til þess að mynda nýja ríkisstjórn, þrátt fyrir að Íhaldsflokkurinn tapaði tólf þing- sætum og meirihluta sínum í kosn- ingunum í fyrrinótt. Mun May því neyðast til þess að reiða sig á stuðn- ing Lýðræðislega sambandsflokks- ins, DUP, en hann býður eingöngu fram á Norður-Írlandi. Saman eru flokkarnir með 328 þingmenn af 650, eða tveimur fleiri en þarf til þess að mynda meirihluta. Niðurstöður kosninganna voru á skjön við allar helstu skoðanakann- anir sem birtust á kjördag, en þær höfðu spáð því að Íhaldsflokkurinn myndi bæta þingsætum við meiri- hluta sinn, sem var naumur fyrir. Þegar ljóst varð í hvað stefndi mátti May þola mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum, fyrir að hafa mis- reiknað sig svo illilega. Þá var kosn- ingabarátta hennar einnig gagnrýnd harkalega, þar sem Íhaldsflokkurinn náði á tveimur mánuðum að glutra niður forskoti á Verkamannaflokk- inn sem nam um tuttugu prósentu- stigum. Ætlar ekki að segja af sér Heyrðust þegar á kosninganótt háværar raddir um að May yrði að axla ábyrgð á niðurstöðunum og segja af sér. Var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, á meðal þeirra, þar sem May hefði „tapað atkvæðum, tapað stuðningi og glatað trausti“. May sagðist hins vegar ekki ætla að fara frá þrátt fyrir tapið. Íhalds- flokkurinn væri þrátt fyrir allt lang- stærsti flokkurinn á þingi með flest atkvæði á bak við sig, og að Bretland þyrfti á stöðugleika að halda á tím- um sem þessum. Var hún því fljót að tryggja sér stuðning DUP fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar og fór May á fund drottningarinnar um miðjan dag til þess að tilkynna henni að hún gæti myndað ríkisstjórn. Sagði May eftir fund sinn með drottningunni að ríkisstjórn sín myndi fá það hlutverk að leiða Bret- land út úr Evrópusambandinu. Ekki lá ljóst fyrir hvort DUP myndi fá ráðherra í ríkisstjórn May, en lík- legra var talið að Íhaldsflokkurinn sæti einn í minnihlutastjórn, sem myndi þá semja um mál sín við DUP og treysta á að norður-írski flokk- urinn myndi verja stjórnina falli. Vann á í Skotlandi Kosninganóttin var þó ekki ein- tóm vonbrigði fyrir Íhaldsmenn, en þeir náðu þeim óvænta árangri að verða næststærsti flokkurinn í Skot- landi með 12 þingmenn af 59, en Skoski þjóðarflokkurinn vann þar- stórsigur í kosningunum 2015. Nú var annað uppi á teningunum, þar sem flokkurinn glataði 21 þingsæti og talsverðu fylgi til bæði Íhalds- flokksins og Verkamannaflokksins. Viðurkenndi Nicola Sturgeon, leiðtogi skoskra þjóðernissinna, að barátta sín fyrir annarri atkvæða- greiðslu um sjálfstæði Skotlands hefði hugsanlega spilað inn í nið- urstöður kosninganna. Sagðist hún þurfa að hugsa um framhald málsins í ljósi úrslitanna. Þótti niðurstaðan í Skotlandi mik- ill sigur fyrir Ruth Davidson, leið- toga skoskra Íhaldsmanna. Hefur hún jafnvel verið orðuð við frekari frama innan flokksins. Sagði Dav- idson eftir að May tilkynnti um nýja ríkisstjórn að flokkurinn þyrfti að stefna að útgöngu úr Evrópusam- bandinu sem setti efnahaginn í fyrsta sæti, en meirihluti Skota lýsti sig mótfallinn útgöngu Bretlands úr ESB á sínum tíma. Óvissa um Brexit hefur aukist Enn er óvíst hvað úrslitin munu þýða fyrir útgönguviðræðurnar, sem hefjast eiga síðar í mánuðinum. Bentu stjórnmálafræðingar á að May hefði boðað til kosninganna meðal annars til þess að styrkja stöðu sína áður en viðræðurnar hæf- ust, en nú héngi hún á bláþræði. Sögðu talsmenn stjórnarandstöðu- flokkanna að úrslitin sýndu það að Bretar vildu ekki svokallað „hart Brexit“. Hvort May muni beygja af fyrri stefnu sinni verður hins vegar að koma í ljós. Myndar stjórn þrátt fyrir tapið  Theresa May gengur í bandalag með Lýðræðislega sambandsflokknum frá Norður-Írlandi  Hörð gagnrýni á kosningabaráttu May  Sturgeon viðurkennir að sjálfstæðismálið hafi haft áhrif AFP Ótrauð Theresa May tilkynnti í gær fyrir framan Downingstræti 10 að hún hygðist mynda ríkisstjórn að nýju. Carles Puigdemont, leiðtogi Kata- lóníuhéraðs, tilkynnti í gær að hér- aðið hygðist halda aðra atkvæða- greiðslu um sjálfstæði sitt hinn 1. október næstkomandi. Spurt verð- ur hvort kjósendur vilji að Kata- lónía verði að sjálfstæðu lýðveldi. Sagði Puigdemont að ef meiri- hluti væri fylgjandi því myndi stjórn sín þegar í stað hefjast handa við að skilja sig frá Spáni. Ríkisstjórn Spánar lýsti sig hins vegar mótfallna atkvæðagreiðsl- unni, og stjórnlagadómstóll Spánar hefur þegar lýst því yfir að hún standist ekki lög. Sagði fulltrúi ríkisstjórnar Spán- ar að stjórnvöld myndu ekki hika við að lögsækja þá sem reyndu að slíta ríkið í sundur, hvort sem væri í orðum eða æði. Katalóníuhérað er með 7,5 millj- ónir íbúa, en kannanir benda til þess að naumur meirihluti þeirra sé andvígur því að héraðið verði að sjálfstæðu ríki. AFP Katalónía Carles Puigdemont tilkynnir um atkvæðagreiðsluna. Greiða atkvæði um sjálfstæði í október Niðurstaða kosninganna þykir hafa styrkt Jeremy Corbyn, for- mann Verkamannaflokksins, verulega í sessi, en flokkurinn hefur logað stafnanna á milli í forystutíð hans. Höfðu and- stæðingar hans innan flokksins reynt að koma honum úr for- mannsstólnum, en án árangurs. Corbyn er sagður hafa lyft Grettistaki með kosningabar- áttu sinni, en Verkamannaflokk- urinn náði tæplega 40% at- kvæða og bætti við sig 31 þingsæti, þrátt fyrir að honum hefði verið spáð afhroði. Er þetta einn stærsti sigur flokks- ins í seinni tíð, jafnvel þó að flokknum hafi ekki tekist að ná meirihluta. Ótvíræður sigurvegari JEREMY CORBYN Úrslit kosninganna 2015 og 2017 Þingmannafjöldi þá og nú Heimild: parliament.uk, Press Association Græningjar ÍhaldsflokkurinnFrjálslyndir demókratar Verkamanna- flokkurinn Skoskir þjóðernis- sinnar Breski sjálfstæðis- flokkurinn, UKIP Aðrir flokkar í Wales og Norður-Írlandi Þing kosningar 2015 5435 229 261 9 12 18 12 330 318 1 8 1011 650 sæti Þingkosningar 2017 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, DUP, Norður-Írlandi (Eitt þingsæti enn óráðið)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.