Morgunblaðið - 10.06.2017, Síða 34

Morgunblaðið - 10.06.2017, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Mikið hefur farið fyr- ir komu Costco í fjöl- miðlum og á samfélags- miðlum frá því fyrirtækið opnaði á Ís- landi. Lítið er í umræðunni hvernig smásala og um- hverfi fyrirtækja fram að þeim tímapunkti hef- ur þróast. Ekki bara á Íslandi heldur einnig í öðrum heimsálfum og þá sérstaklega í Evrópu. Stóra breytingin er mikil aukning í netverslun og heimurinn er nánast eitt markaðssvæði. Fyrir- tækin geta ekki varið sín umráða- svæði í skjóli samninga við birgja eða framleiðendur. Þessi þróun byrjaði ekki með tilkomu Costco á íslenskan markað heldur hefur hún átt sér stað síðastliðinn áratug og lengur. Stór breyting varð þegar íslenskum neyt- endum gafst kostur á að panta vörur af erlendum smásölurisum sem opn- uðu fyrir sendingar til Íslands, og í krafti stærðar sinnar buðu sending- arkostnað ýmist frítt eða gegn gjaldi sem innifalið er í verði eða á kjörum sem ekki höfðu boðist áður. Erlendis hafa litlar sérverslanir átt undir högg að sækja vegna sama um- hverfis og verslanir hér heima. Neyt- andi fer í verslun og fær kynningu á vöru, skoðar stærð og liti og fær sér- hæfða þjónustu og ráðgjöf um hvað skal kaupa. Viðskiptavinurinn þakkar fyrir sig og ætlar að hugsa málið en fer heim og pantar vöruna af netinu sem hann fær heim að dyrum fyrir lægra verð en hann annars hefði greitt í viðkomandi verslun. Af hverju er verðið lægra á netinu? Ein skýringin er að þegar verslað er við netverslun þarftu að vita hvað þú ert að kaupa þar sem þjónustustigið er nær eingöngu bundið við að taka við pöntun, greiðslu og senda. Lager- hald getur verið hvar sem er í heim- inum og ekki bundið við dýrt versl- unarhúsnæði. Einstaklingur getur pantað fimm hluti í einni pöntun og vörurnar sendar frá jafnmörgum stöðum. Verslun er staðbundin en aðgang- ur að snjallsíma er markaðssvæði netsins. Kraftur stærðarinnar, lítillar yfirbyggingar og þjónustustigs ræður svo miklu um endanlegt smásöluverð. Eru allar verslanir á Íslandi að okra? Fyrirtæki hafa orðið uppvís að grímulausu okri á neytendum. En það á ekki við um þau öll. Samkeppnin hefur verið til staðar. Ekki bara á milli verslana hér heima heldur við er- lenda netverslun sem ég gæti trúað að sé komin með vel yfir 15% af markaðshlutdeild í þeim geira sem ég starfaði við og hefur aukist jafnt og þétt. Við kappkostuðum í öllum okkar innkaupaferlum og verðlagningu að bera okkur saman við smásöluverð á netinu. Þetta gerðist ekki með tilkomu Costco heldur er þetta þróun sem hef- ur átt sér stað yfir langan tíma bæði hér heima og erlendis. Við vissum þó að stærri markaðssvæði voru á mun betri innkaupsverðum en við vorum að fá frá okkar helstu birgjum. Dæmi um vörur sem okkur buðust til endursölu frá framleiðanda: Verðin sem okkur buðust til endursölu voru ýmist á pari eða hærri en þau sem við- skiptavinum okkar buðust af vinsæl- um afsláttarsíðum netsins. Okkur stóð til boða að vinna frítt fyrir einn stærsta framleiðandann, vera „okr- arar“eða vísa okkar viðskiptavinum á netsíðurnar, sem við gerðum, og þar af leiðandi varð aðgangur neytandans að þessum vörum ekki til staðar nema í gegnum netið. Algengt er að erlend- ar netsíður og stórfyrirtæki selji vörur, sem eru áberandi í saman- burði, á kostnaðarverði sem er lægra en býðst smærri birgjum til að laða kaupendur að öðrum vörum sem bera hærri álagningu. Ein af stóru breytingunum sem eiga sér stað í smásöluverslun er að erlendir framleiðendur eru í auknum mæli farnir að selja sína framleiðslu beint til neytenda eða í gegnum net- verslunarrisa sem keyra á tilboðum og afsláttum frá áður leiðbeinandi út- söluverðum og þannig sniðganga um- boðs- eða dreifingaraðila og hinn end- anlega smásala. Þetta hefur til dæmis gjörbreytt stöðu framleiðenda sem áttu undir högg að sækja en geta nú boðið mun betri verð með mun betri framlegð á mun stærri markaði netsins. Stóru fyrirtækin sem eru með rótgróin um- boðs- og dreifingaraðilakerfi eru orðin eins og hálfgerðar risaeðlur á gjör- breyttum markaði og eiga erfitt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Dæmi eru um að stórar verslunar- keðjur hafi dregið verulega úr opnun nýrra verslana eða hreinlega fækkað þeim. Smærri verslanir og smásölu- fyrirtæki erlendis hafa í stórum stíl hætt eða farið í þrot. Aukning hefur hinsvegar verið í minni verslun með vörur og hönnun sem ekki eru fáan- legar á stórmarkaði netsins eða eru fjöldaframleiddar. Þessi þróun og miklu breytingar skilja eftir margar spurningar og áskoranir. Hvernig mun smásölu- verslun framtíðarinnar verða? Hvernig mun hún þróast næstu árin og hvernig mun markaðurinn bregð- ast við? Erlendis er farið að þjálfa starfsfólk sérstaklega í að sinna af- greiðslu pantana í gegnum netsíður sem eru opnar allan sólarhringinn og stéttarfélög farin að gefa þessari þró- un meiri gaum. Það er því ljóst að mikilla breyt- inga er að vænta á þessum markaði hér heima og erlendis. Framleið- endur, heildsalar og smásalar standa frami fyrir miklum áskorunum sem áhugavert verður að fylgjast með. Þróun sem byrjaði ekki með komu Costco til Íslands heldur hefur staðið yfir síðatliðinn áratug eða svo. Blikur í smásölu Eftir Ragnar Þór Ingólfsson »Fyrirtæki hafa orðið uppvís að grímulausu okri. En það á ekki við um þau öll. Umhverfi smásöluverslunar hefur tekið miklum breyt- ingum undanfarin ár. Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er formaður VR. Ofhleðsla skipa og báta hefur lengi verið vandamál á Íslandi. Frá fyrri árum muna menn eftir drekkhlöðnum, frekar smáum síldar- bátum sem svo til ein- göngu héldust á floti vegna stýrishússins. Síðan komu loðnu- vertíðir og áfram voru skipin hlaðin þannig að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMO) frá byrjun sjöunda áratugarins. Með komu nýrra og betri skipa ásamt vinnslu aflans um borð með hugarfari gæða og verðmætasköpunar hvarf þetta vandamál svo til úr sögunni hvað stærri fiskiskip varðar. Í dag er það aftur á móti ofhleðsla minni báta sem veldur áhyggjum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur í mörgum slysaskýrslum sínum bent á þennan vanda og komið með tillögur í öryggisátt ásamt sérstökum ábendingum til Samgöngustofu til úr- vinnslu, en stofnuninni ber sam- kvæmt lögum að taka tilhlýðilegt tillit til tillagna nefndarinnar og hrinda þeim í framkvæmd ef við á. Átaksverkefni og aukin þekking Samgöngustofa og verkefnisstjórn áætlunar um öryggi sjófarenda hafa í framhaldinu farið af stað með átaks- verkefni með fræðslu og auglýsingum í blöð- um. Þar er sérstaklega varað við ofhleðslu báta og bent á að ofhleðslan sé grafalvarlegt mál og hafi í mörgum tilfellum orðið til þess að bátar hafa sokkið og mann- tjón hlotist af. Til að koma í veg fyrir ofhleðslu skipanna þurfa skipstjórnarmenn þeirra að þekkja leyfi- lega hleðslu skipsins sem þeir stýra. Leyfileg hleðsla skips- ins er samkvæmt reglum takmörkuð við heimilað fríborð sem ákveðið er út frá stöðugleika skipsins. Hvað varðar opna báta skal fríborðið vera minnst 0,5 m og hvað varðar þilfarsbáta 0,2 m. Út frá þessu er leyfileg hleðsla reiknuð og á útgerðarmanni og skip- stjóra skips að vera kunnugt um hana. Óheimilt er að hlaða skip um- fram þá leyfilegu hleðslu sem fram kemur í stöðugleikagögnum bátsins. Allar þessar upplýsingar má finna í stöðugleikagögnunum. Til þess að taka enn betur á þess- um vanda telur Samgöngustofa nauð- synlegt að sett verði í reglur að eig- endur smábáta setji plötu á áberandi stað á hvora hlið stýrishússins með greinilegri og vel læsilegri áletrun þar sem leyfileg hleðsla bátsins er skráð. Einnig að hámarkshleðsla bátsins komi fram á haffærisskírteini hans. Löggjafinn þarf að mæla fyrir um aðgerðir og viðurlög sem beitt verði ef hleðsla báts er meiri en leyfi- legt er. Fari aflinn fram úr leyfilegri hleðslu þarf löggjafinn að ákveða til hvaða aðgerða skuli grípa til að stemma stigu við ofhleðslu báta. Samvinna sjómanna og Sam- göngustofu er mikilvæg Nauðsynlegt er að skoðunaraðilar, jafnt Samgöngustofa sem faggiltar skoðunarstofur, geri sérstaka úttekt á því hvort stöðugleikagögn bátsins sýni með skýrum hætti hver leyfileg hámarkshleðsla skipsins er og að frí- borðsmerki séu til staðar og þeim við haldið. Það er kappsmál Samgöngustofu að þessi mál fari í réttan og eðlilegan farveg. Það er áskorun til eigenda og skipstjórnarmanna báta að menn virði ákvæðin um hámarkshleðslu og láti öryggi skips og áhafnar ganga fyrir þeirri tilhneigingu að hlaða bát- inn endalaust. Að öðrum kosti verður nauðsynlegt að ofhleðsla skips verði gerð refsiverð þannig að um fjár- sektir verði að ræða eða jafnvel enn harðari refsingar. Ofhleðsla felur í sér hættu á því að illa fari. Í versta tilfelli týnir áhöfnin lífi og eignatjón verður algert. Þá er til lítils róið og til lítils aflað og ættu skipstjórnarmenn ávallt að hafa þetta hugfast. Í strandveiðum er ofhleðslan ekki vandamál því þar mega bátar ekki veiða meira en um 700 kg á dag til að koma með í land. Og menn standa við það. Ofhleðsla skipa og báta Eftir Jón Bernódusson » Ofhleðsla minni báta veldur áhyggjum. Jón Bernódusson Höfundur er fagstjóri rannsóknar, þró- unar og greiningar hjá Samgöngustofu. Nýkomin í einkasölu einstök 179 fm lúxus íbúð á 15. hæð í vestur á besta stað í Skuggahverfinu. Stórbrotið útsýni nær allan hringinn. Íbúðin er afar glæsileg á allan hátt, hönnuð af Rut Káradóttur innanhúsarkitekt. Gólfsíðir gluggar, vandaðar sérsmíðaðar innréttingar, hjónasvíta með fataherbergi og sér baði, rúmgóðar suðvestur útsýnissvalir með svalalokun, stæði í bílageymslu, tvær lyftur í stigahúsinu, húsvörður og fl. Einstök eign í algerum sérflokki. Síðumúli 27, Reykjavík – Sími: 588 4477 Vatnsstígur - 101 Reykjavík Allar nánari upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarson, löggiltur Fasteignasali S:896 5222 ingolfur@valholl.is Stórglæsileg útsýnisíbúð á 15. hæð Nú, þegar hag- vöxtur er miklu meiri á Íslandi en í hinum Norðurlandaríkjunum og staða ríkissjóðs hefur batnað veru- lega; góðæri í landinu, er tímabært að út- rýma barnafátækt á Íslandi og bæta kjör þeirra verst stöddu meðal aldraðra og ör- yrkja svo mikið, að þeir geti ekki aðeins framfleytt sér heldur lifað mannsæmandi lífi. Það búa 6.000 börn við fátækt hér í dag. Það er til skammar fyrir velferðarríkið okk- ar. Ísland verður strax að þvo þenn- an blett af landinu. Sama er að segja um verstu kjör aldraðra og öryrkja, þ.e. þeirra, sem einungis hafa tekjur frá almannatrygg- ingum; hafa engan lífeyrissjóð og engar aðrar tekjur. Þeir komast ekki af á þeirri hungurlús, sem stjórnvöld skammta þeim. Þeir geta ekki leyst út lyfin sín og stundum eiga þeir ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Þegar ástandið er svona skammarlega slæmt í ríku landi sem Íslandi hefur það enga þýðingu að guma af miklum hag- vexti. Hann skiptir engu máli á meðan barnafátæktinni er ekki út- rýmt og kjör aldraðra og öryrkja ekki stórbætt. Endurskoðun almannatrygg- inga misheppnaðist Aðgerð fyrrverandi ríkisstjórnar til þess að lagfæra almannatrygg- ingar um síðustu áramót og bæta kjör lífeyrisþega misheppnaðist al- gerlega. Lagafrumvarpið var lagt fram með engri kjarabót fyrir þá aldraða og öryrkja, sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatrygg- ingum! Með miklum mótmælaað- gerðum Félags eldri borgara í Reykjavík tókst að knýja fram ör- litlar kjarabætur fyrir þá verst stöddu. En stjórnvöld- um tókst að ná því nær öllu til baka með aukn- um skerðingum húsa- leigubóta; áður var einnig búið að draga verulega úr vaxtabót- um. Þeir, sem leigðu húsnæði, fengu því minni húsaleigubætur en áður og þeir sem áttu húsnæði fengu minni vaxtabætur. Þannig náði ríkisvaldið nær allri „kjarabótinni“ til baka! 400 þúsund fyrir skatt er lágmark Hvað hafa þeir verst stöddu með- al aldraðra mikinn lífeyri í dag? Eftir hungurlúsina sem þeir fengu um síðustu áramót hafa þeir, sem eru í hjónabandi eða sambúð, 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. (Þetta er ekki prentvilla). Það er ótrúlegt að fyrrverandi ríkisstjórn skyldi skammta öldruðum þessa hungurlús um síðustu áramót eftir 10 ára undirbúning nýrra laga um almannatryggingar. Einhleypir hafa örlítið hærra, eða 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það er engin leið að lifa af þessu. Hvað þurfa eldri borgarar mikið sér til framfærslu? Að mínu mati er lágmark 400 þús- und á mánuði fyrir skatt eða 305 þúsund á mánuði eftir skatt. Það kemst enginn af með minna í dag. Útrýma á barna- fátækt og stórbæta kjör aldraðra Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson » Það hefur enga þýð- ingu að guma af miklum hagvexti. Hann skiptir engu máli á með- an barnafátæktinni er ekki útrýmt og kjör aldraðra og öryrkja ekki stórbætt. Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.