Morgunblaðið - 10.06.2017, Síða 38

Morgunblaðið - 10.06.2017, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 ✝ HildigunnurValdimars- dóttir fæddist 21. september 1930 í Teigi í Vopnafirði. Hún lést 2. júní 2017 á hjúkrunar- heimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Foreldrar henn- ar voru Pétur Valdimar Jóhann- esson, f. 1893, d. 1953, og Guðfinna Þorsteins- dóttir, Erla skáldkona, f. 1892, d. 1972. Hildigunnur var næst- yngst níu systkina. Þau eru öll látin nema Guðrún sem er næstelst. Þorsteinn, f. 1918, d. 1977, Guðrún, f. 1920, Margrét, f. 1921, d. 1982, Ásrún Erla, f. 1923, d. 2008, Gunnar, f. 1924, d. 2011, Rannveig, f. 1926, d. 1953, Þorbjörg, f. 1928, d. 2010 og Hrafnkell, f. 1935, d. 2001. Hildigunnur giftist 10. maí 1952, Jóni Haraldssyni frá Ein- arsstöðum í Vopnafirði. Börn fjarðar. Var einn vetur í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni. Vann sem kaupakona og var aðstoðarstúlka í eldhúsi við byggingu Jökulsárbrúar og hjá Náttúrulækningafélaginu. Jón og Hildigunnur byrjuðu búskap sinn í Teigi í Vopnafirði 1951 og bjuggu þar ásamt Gunnari Valdimarssyni og fjöl- skyldu næstu ár. 1955 fluttu þau hjónin að Einarsstöðum í Vopnafirði. Þau bjuggu þar í 37 ár. 1992 fluttu Jón og Hildi- gunnur í Teig, í sambýli við Pétur son sinn. Fluttu svo 28. júní 1998 í Fellabæ. Jón lést í nóvember sama ár. Hildigunnur bjó í Fella- bænum fram til 2011, flutti þá í Miðvang 22 og flutti svo 2014 á hjúkrunarheimili á Egils- stöðum. Hildigunnur var tón- elsk, lagviss og með góða söng- rödd. Söng í ýmsum kórum og sönghópum frá 12 ára aldri og söng síðast daginn fyrir andlát- ið í söngstund á hjúkrunar- heimilinu. Hún var ljóðelsk og hagmælt og orti ljóð og vísur og hafa nokkur þeirra verið birt. Útförin fer fram frá Hofs- kirkju í Vopnafirði í dag, 10. júní 2017, klukkan 14. þeirra eru: 1) Pét- ur Valdimar bóndi í Teigi. Á hann eina dóttur. 2) Lára garðyrkju- fræðingur, Reykja- vík. Maki: Jón Gunnar Guðlaugs- son. Eiga þau tvö börn. 3) Haraldur, bóndi á Ásbrands- stöðum í Vopna- firði. Maki: Krist- björg Erla Alfreðsdóttir. Eiga þau tvö börn. 4) Vigfús Hjörtur, trésmiður í Fellabæ. Maki: Mar- grét Aðalsteinsdóttir. Eiga þau þrjú börn. 5) Jón Trausti, tré- smiður í Reykjavík. Maki: Vil- borg Anna Árnadóttir. Eiga þau tvö börn. 6) Grétar, fyrrum bóndi á Einarsstöðum í Vopna- firði. Fyrrverandi maki: Guð- björg Pétursdóttir. Eiga þau fimm syni. Barnabarnabörnin eru átta talsins. Hildigunnur lauk burtfar- arprófi úr Farskóla Vopna- Mig langar í nokkrum orðum að minnast Hildigunnar tengda- móður minnar. Það var á páska- dag 1990 sem ég kom í Einars- staði og hitti tilvonandi tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Hildigunnur var í eldhúsinu og eldaði rjúpur, það þótti mér undarlegt þar sem ég tengdi rjúpur eingöngu við jólin. Hún var í gulum kjól, á páskadag, svo dásamlegt, enda var hún dálítill hippi í sér. Móttökurnar sem ég fékk í þessari fyrstu heimsókn voru hlýjar en þó hógværar enda einkar hógvært fólk sem þar bjó svo mér fannst stundum nóg um. Þessi hlýja og hógværð ein- kenndi Hildigunni og Jón, tengdapabba, alla tíð og ég naut góðs af því og tel mig afar lán- sama að hafa átt slíka tengdafor- eldra. Ég dvaldi þrjú sumur á Vopna- firði með Jónsa mínum, það voru góð og gefandi sumur. Ég skrapp einstöku sinnum inn í Einarsstaði ef mig langaði að horfa á eitthvað sérstakt í sjónvarpinu. Við tengdamæðgurnar fylgdumst eitt sumarið með framhaldsþætti sem fjallaði um áströlsku söng- konuna Nellie Melba. Ég hafði ekki heyrt hennar getið en Hildi- gunnur fræddi mig um hana enda hafði hún lesið um hana í enskri alfræðiorðabók sem þau áttu. Hún sýndi mér bókina, sem var orðin snjáð af lestri enda fróð- leiksfúst fólk á heimilinu. Sumarið 1991 fórum við saman til Akureyrar. Við keyrðum um Eyjafjörðinn og inn allan Svarf- aðardal. Ég las upp bæjarnöfnin og hún fræddi mig oftar en ekki um einhverja atburði tengda bæjunum eða fór með ljóð sem ort höfðu verið um þennan eða hinn sem tengdust þessum bæj- um. Hafði hún dvalið þarna lang- tímum? Nei, aldrei komið þarna áður en heyrt þessu og hinu fleygt og mundi, hún var svo stál- minnug. Í þessari ferð komum við að leiði Rannveigar systur hennar, sem fórst í snjóflóði að Auðnum í Svarfaðardal árið 1953. Henni þótti afar vænt um að fá tækifæri til þess að koma að leiði systur sinnar, þar sem hún hafði ekki haft tök á því fyrr. Já, Hildigunnur var stórbrot- inn persónuleiki, afar fróð og kunni reiðinnar býsn af ljóðum og fór með heilu ljóðabálkana allt fram í andlátið þó svo að minnið hafi verið farið að svíkja hana síð- ustu árin. Söngelsk var hún og þegar tónlistin ómaði í útvarpinu tók hún jafnan undir og raddaði m.a.s. í lögunum hans Bubba. Hún hafði tæra og fallega rödd og hafði verið í kór frá unga aldri og söng einnig jafnan við vinnu sína. Ég heyrði hana aldrei tala illa um aðra og slík umræða var henni alls ekki að skapi enda ein- staklega vönduð kona og orðvör. Hún var mér mikil fyrirmynd og bar ég mikla virðingu fyrir henni alla tíð og ég var alls ekki ein um það. Nú er mér efst í huga þakklæti fyrir allar okkar góðu samveru- stundir og allan þann kærleika sem hún auðsýndi mér frá okkar fyrstu kynnum. Mér þykir leitt að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn en ætla þess í stað að finna fallega kirkju í Kaup- mannahöfn og eiga þar kyrrðar- stund þegar hún verður kvödd og borin til hinstu hvílu. Öllum hennar ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og blessuð sé minning Hildigunnar Valdimarsdóttur. Anna Árnadóttir. Elsku tengdamóðir mín og vinkona hún Hildigunnur er flutt í sumarlandið. Ég kynntist henni fyrir liðlega 30 árum þegar við Fúsi sonur hennar fórum að vera saman. Hún var konan sem alltaf hafði nægan tíma fyrir allt og alla. Hún kenndi mér svo ótal- margt, bæði að njóta og fram- kvæma. Berjatíminn var hennar árs- tími. Berjaferðir í Hallormsstað voru uppáhalds og ég oft bílstjór- inn í þessum ferðum. Síðasta hrútaberjaferð okkar var í Hall- ormsstað fyrir tæpum fjórum ár- um, hún þá 83 ára. Við fundum okkur góðan trjálund til að tína í. Eftir fulla fötu og um það bil eina klukkustund vildi ég fara að síga heim á leið, en hún var engan vegin tilbúin í það og sagði „getur þú ekki bara farið inn í bíl og lagt þig?“. Henni fannst ég þurfa á því að halda fyrst ég gæti ekki haldið lengur út í berjatínslunni. Eftir að hún flutti í Fellabæinn fór hún gjarna út í móann fyrir utan bæ- inn og var þar löngum stundum í sínum berjamó. Börnin í Fella- bænum vissu alltaf hvenær berin voru komin, því þá sáu þau til Hildigunnar með berjafötuna og tínuna. Eitt sinn að vorlagi kem- ur lítill nágranni hennar hlaup- andi til mömmu sinnar og segir: „Mamma það eru komin ber.“ Þá hafði hann séð Hildigunni labba út í móa með eitthvað hvítt í hendinni, sem var reyndar poki undir rusl sem hún ætlaði að tína á gönguferð sinni. Oft kom hún færandi hendi til mín með bláber eða hrútaber, al- laf fullhreinsuð, þvegin og mæld, ég þurfti aðeins að henda í pott og setja á krukkur. Hún vissi sem var að þau tíndu sig ekki sjálf berin á okkar bæ. Elsku Hildigunnur vinkona mín, ég á eftir að minnast þín fyr- ir gleðina, hláturinn og traustið. Þú varst alltaf tilbúin að rétta mér, Fúsa og börnunum hjálpar- hönd, þakka þér fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Hvíldu í friði, þín Margrét (Gréta). Við fráfall minnar kæru tengdamóður finn ég hjá mér löngun til að minnast hennar í nokkrum fátæklegum orðum. Það var síðla sumars árið 1974 að ég kom fyrst í Einarsstaði. Ég var þá, og æ síðan, í fylgd með heimasætunni, en leiðir okkar lágu saman á Garðyrkjuskóla rík- isins. Ég fann mig strax velkom- inn og kunni frá upphafi vel við mig meðal fjölskyldunnar. Þau hjónin, Jón og Hildigunnur, höfðu hlýja og yfirlætislausa framkomu og var allur heimilis- bragur í þeim anda. Þegar fram liðu stundir og við Lára eignuð- umst börnin tvö, var freistandi að biðja um sumardvöl hjá afa og ömmu. Þar fengu börnin gott veganesti út í lífið því Hildigunn- ur hafði úr gnægtabrunni að ausa og nærði börnin með söng, vísum og ævintýrum. Jón var þeim þol- innmóður og leyfði þeim að skot- tast með sér í útiverkum. Við höf- um átt með þeim hjónum margar góðar samverustundir. Má þar nefna heimsókn þeirra til okkar í Noregi, ferðalag frá Reykjavík austur í Vopnafjörð eftir giftingu okkar hjóna 1978 og sumarbú- staðarferð í Miðhúsaskóg, svo nokkuð sé nefnt. Eftir að Jón og Hildigunnur brugðu búi og fluttu í Brekkubrún 6 í Fellabæ, varð það miðlægur og góður viðkomu- staður á sumarferðum. Þar var gott að koma og njóta þeirrar sömu gestrisni og áður hafði ver- ið að Einarsstöðum. Því miður entist Jóni ekki aldur til að njóta þess að eiga notalegt ævikvöld á Brekkubrún, en fráfalli hans tók Hildigunnur af mikilli yfirvegun og æðruleysi þó án efa hafi miss- irinn verið henni þungbær. Við heimsóknir okkar hjóna var gam- an að fylgjast með hvað mæðg- urnar voru samhentar og áhuga- samar um hvort heldur var berja- eða sveppatínslu og umönnun garðagróðurs. Hildigunnur bar þess merki að hún var uppalin á menningarheimili þar sem orðs- ins list var í hávegum höfð og móðurmálið var ein helsta dægradvölin. Hún var víðlesin og stálminnug en algjörlega laus við að finna til sín vegna þessa, og fór maður jafnan ríkari af hennar fundi. Nú hefur þessi sómakona kvatt þennan heim að loknu drjúgu dagsverki, en eftir sitjum við sem enn lifum, með hlýjar minningar sem næra munu okk- ur og styrkja um ókomin ár. Að lokum votta ég öllum þeim sem elskuðu og virtu mína ágætu tengdamóður samúð mína. Jón Gunnar Guðlaugsson. Elsku besta amma okkar. Núna ert þú farin frá okkur en við sitjum eftir með óteljandi góðar minningar og mikinn sökn- uð. Við systkinin minnumst ynd- islegrar ömmu, með óbilandi þol- inmæði, glaðværð, góðmennsku, gjafmildi, hláturmildi, sönggleði og svo mætti lengi telja. Við eig- um minningar frá Einarsstöðum og Teigi um þær skemmtilegustu ferðir sem við vissum til ykkar afa í sveitina, fullar af ævintýrum jafnt inni sem úti. Svo fannst okkur við vera heppnustu börn í heimi þegar þú og afi ákváðuð að flytja til okkar í Fellabæinn. Því miður fór afi allt of fljótt frá okk- ur, en það sem við nutum að hafa ömmu á Brekkubrún, sem var sem okkar annað heimili, og reyndar heimili á tímabili þegar við vorum að flytja. Hádegismat- urinn, þegar aðrir borðuðu í skól- anum en við fórum heim til ömmu í tví- og þríréttað með uppáhalds- matnum okkar. T.d. pylsupizza, bláberjasúpa og svo auðvitað ís í eftirrétt. Þú varst líklega besti viðskiptavinur ísbílsins í árarað- ir. Já og líklega besti viðmælandi allra hjálparsamtaka/síma- og götusölumanna, þar sem þú varst svo góð, gjafmild og kurteis að þú sagðir aldrei nei við neinn og styrktir alla sem báðu um. Þú skammaðir okkur aldrei og við máttum allt. Þegar við hugsum til baka skiljum við ekki alveg hvernig þú þoldir að hlusta á okk- ur glamra á orgelið, eða bara pumpa það eins mikið og við gát- um til að athuga hvað tónninn héldist lengi eða að taka alla takkana út til að gá hversu hátt maður gæti spilað. Óteljandi leik- rit, sögur, teikningar, alltaf sýnd- irðu áhuga og gleði. Þú sast með okkur fyrir framan sjónvarpið og last íslenska textann þegar var erlent efni svo við gætum fylgst með. Þú söngst fyrir og með okk- ur, last, fórst með ljóð og vísur, fórum í gönguferðir, berja- og sveppamó og það var alltaf gam- an. Þú varst alltaf full af fróðleik og ef við fengum þig til að spila með í spurningaspilum vannst þú alltaf, þrátt fyrir lítið keppnis- skap. Þú hvattir okkur áfram í leik og starfi, varst stolt en lagðir aldrei pressu. Elsku amma, við munum reyna að hafa þig sem fyrirmynd og lifa eftir þeim gild- um sem þú hafðir, því þau eru til eftirbreytni. Við viljum enda þetta á síðustu orðum sem þú sagðir við Lilju daginn áður en þú fórst frá okkur. Takk fyrir umhyggjuna. Fanney, Jón og Lilja. Nú hefur hún elsku amma mín kvatt þennan heim. Söknuðurinn er mikill en þakklætið einnig. Á þessum tímamótum reikar hug- urinn og hjartað hlýnar við til- hugsunina um allar þær ríku og fallegu stundir sem við áttum saman. Það voru virkileg forrétt- indi að eiga hana að. Ég var einungis þriggja ára þegar ég fékk fyrsta frímerkið á rassinn og var send í sveit ásamt bróður mínum til ömmu og afa á Einarsstöðum í Vopnafirði. Þar eyddum við bróðurpartinum úr næstu sjö sumrum umvafin ást, umhyggju og góðum gildum. Orðsins list var ömmu kær og Hildigunnur Valdimarsdóttir Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis að Dalalandi 10, lést þriðjudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. júní klukkan 11. Árni Ísaksson Ásta Guðrún Sigurðardóttir Jón Ísaksson Guðrún Jóhannesdóttir Bryndís Ísaksdóttir Jón Torfi Jónasson Ragnheiður Ísaksdóttir Róbert A. Darling Ástkær bróðir okkar, unnusti, frændi og vinur, ÁRNI ALEXANDERSSON, legomeistari Íslands, Bláskógum, Sólheimum, lést að heimili sínu 1. júní. Útför hans fer fram frá Sólheimakirkju, Grímsnesi, mánudaginn 12. júní klukkan 15. Kristinn Alexandersson Heiðar Alexandersson Þorsteinn Jóhannsson og fjölskyldur Dísa Sigurðardóttir og íbúar á Sólheimum BIRKIR FRIÐBERTSSON bóndi, Birkihlíð, lést 5. júní. Jarðarför auglýst síðar. Guðrún Fanný Björnsdóttir börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur Okkar ástkæri sonur, bróðir og kærasti, REYNIR ÖRN LINDUSON framkvæmdastjóri, lést á Landspítalanum 26. maí. Reynir verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. júní klukkan 13.30 af séra Hannesi Blandon. Linda Björg Reynisdóttir Þórir Gunnarsson Guðbjörg Helga Lindudóttir Gunnhildur Erla Þórisdóttir Hulda Siggerður Þórisdóttir Magnús Ottó Atlason Þórunn Inga Ólafsdóttir Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA AUÐUNSDÓTTIR, Fannborg 8, Kópavogi, áður til heimilis á Ásbraut 19, lést á Landspítalanum 7. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Harðardóttir Pétur Björgvinsson Ársæll Harðarson Ingibjörg Kristjánsdóttir Gils Harðarson Hörður Örn Harðarson Guðni Pétur Harðarson Toy Harðarson ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.