Morgunblaðið - 10.06.2017, Qupperneq 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017
✝ Kristján Jóns-son fæddist 21.
apríl 1939 í Reykja-
vík. Hann lést 9.
maí 2017 í Reykja-
vík.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg Jón-
ina Kristjánsdóttir,
f. 1911, d.1992, og
Jón Gíslason Guð-
jónsson kennari, f.
1913. d. 1984.
Kristján átti þrjár systur, Elínu,
f. 1942, d. 2016, Ólafíu. f. 1944,
d. 2007, Kristeyju, f. 1951, hún
lifir bróður sín.
Kristján kvæntist 1962 Guð-
rúnu Bareuther Jónsson, f. í
Þýskalandi, og þeim fæddist
Technische Hochschule í Münc-
hen 1966 og starfaði að loknu
námi sem verkfræðingur í rann-
sóknadeild Brown Bovery & Cie
í Baden í Sviss til 1968 er hann
hóf störf hjá Smith & Norland í
Reykjavík.
Kristján starfaði frá 1971 sem
deildarverkfræðingur hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur þar til
hann tók við starfi rafmagns-
veitustjóra ríkisins 1. október
1976 og hann lét af störfum eftir
27 ár, þann 30. september 2003.
Kristján sinnti margvíslegum
trúnaðarstörfum, m.a. sem for-
maður Stéttarfélags verkfræð-
inga, hann var í stjórn Sam-
bands íslenskra rafveitna, síðar
Samorku, auk nefndarstarfa á
alþjóðlegum vettvangi, m.a.
NORDEL og UNIPEDE.
Útför Kristjáns fór fram 23.
maí 2017 í kyrrþey.
16.9. 1962 sonurinn
Walter Ragnar,
flugvirki og seinna
verkfræðingur hjá
Lufthansa í Þýska-
landi. Hann er
kvæntur Lauru
Hjartardóttur, f.
2.4. 1963 í Reykja-
vík, og eiga þau
þrjá syni, þá Krist-
ján Óla, sem á dótt-
urina Míu og soninn
Jesper, svo Kára Björn og Kjart-
an Orra. Kristján og Guðrún
skildu eftir langt hjónaband.
Kristján varð stúdent frá
máladeild MR 1958 og stærð-
fræðideild 1959. Hann lauk
prófi í raforkuverkfræði frá
Kristján Jónsson, fv. raf-
magnsveitustjóri Rafmagns-
veitna ríkisins (RARIK), er lát-
inn. Þessi frétt kom okkur mjög á
óvart, en Kristján hefur búið er-
lendis undanfarin ár og því höfðu
lítil samskipti verið við fyrrver-
andi samstarfsmenn seinni árin.
Kristján var rafmagnsveitustjóri
RARIK á árunum 1976 til 2003 og
gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir
fyrirtækið á þeim tíma. Hann
starfaði á miklum breytingatím-
um fyrirtækisins. Á upphafsárum
hans í starfi var ákveðið að RA-
RIK skyldi hefja samtengingu
raforkukerfisins með byggðalínu,
en það var risavaxið verkefni sem
stóð yfir á árunum 1976 til 1984.
Mikið kapp var lagt á að ljúka
byggðalínunni þegar olíukreppan
1981-’83 skall á, en með byggða-
línunni sköpuðust möguleikar á
að skipta olíukyndingu heimila yf-
ir í rafhitun og nær útrýma raf-
orkuframleiðslu með dísilvélum,
sem fram til þess hafði verið al-
gengt. Þessi framkvæmd var því
gríðarlega mikilvæg fyrir alla
landsmenn sem við búum enn að.
RARIK tók á þessum tíma yfir
byggingu Kröfluvirkjunar af
Kröflunefnd og jók framleiðslu
hennar úr 3 MW í 30 MW með
gufuöflun. Jafnframt vann RA-
RIK á þessum tíma að undirbún-
ingi að byggingu Blöndu-
virkjunar og var einnig með
Fljótsdalsvirkjun í undirbúningi.
Til að takast á við þessi verkefni,
samhliða erfiðum rekstri dreifi-
kerfisins, ákvað Kristján að
stofna umdæmisskrifstofur á
dreifiveitusvæðum RARIK í
kringum 1980, til að efla starf-
semina á landsbyggðinni. Vegna
skipulagsbreytinga raforkumála
sem tóku gildi 1983 var hins vegar
ákveðið að byggðalínan, bygging
Blönduvirkjunar og síðar Kröflu-
virkjun, færi yfir til Landsvirkj-
unar, þar sem Landsvirkjun var
ætlað að annast öll viðskipti við
stóriðju í framtíðinni. RARIK var
þó falið að ljúka byggingu síðasta
kafla byggðalínunnar enda með
yfirburða þekkingu og mannskap
til þess. Þessar skipulagsbreyt-
ingar og síðan lok framkvæmda
við byggðalínuna leiddu til þess
að verulegar breytingar urðu á
starfsumhverfi fyrirtækisins sem
Kristján þurfti að takast á við.
Hann þurfti m.a. að fækka starfs-
fólki um á þriðja hundrað manns.
Enda hrikti í og með beinum
hætti komu stjórnvöld að skipu-
lagsbreytingum 1984. Upp úr
1990 hófst hins vegar uppbygg-
ingartímabil aftur hjá RARIK
þegar hafist var handa við end-
urnýjun dreifikerfisins með jarð-
strengjum og síðan með kaupum
á hita- og rafveitum sveitarfélaga.
Kristján stýrði þeirri uppbygg-
ingu.
Kristján var sérlega vel gefinn
og glöggur stjórnandi, góður
ræðumaður og kom sérstaklega
vel fyrir. Hann hafði einstaka
þekkingu á landinu og naut þess
að fara um það, en þekkti auk
þess vel til í flestum sveitum
landsins. Kristján lét af störfum
hjá RARIK 2003 eftir 27 ár í
starfi. Ég vil fyrir hönd RARIK
þakka Kristjáni fyrir hans mikla
starf fyrir RARIK sem forstjóri
fyrirtækisins, um leið og við fyrr-
verandi samstarfsmenn hans
kveðjum góðan vin. Sjálfur vil ég
þakka fyrir góða vináttu og mikið
persónulegt samstarf hjá RARIK
í rúma tvo áratugi, um leið og ég
þakka fyrir stuðning hans og
hvatningu í öllum mínum störf-
um. Fjölskyldu hans sendum við
samúðarkveðjur.
Tryggvi Þór Haraldsson.
Fallinn er frá samstarfsmaður
minn til fjölda ára, Kristján Jóns-
son, fv. rafmagnsveitustjóri RA-
RIK, en því starfi gegndi hann í
heil 27 ár. Með honum er genginn
maður sem tók drjúgan þátt í
uppbyggingu þjóðfélagsins á sviði
orkumála í um aldarfjórðung.
Þegar ég kom heim frá námi
erlendis 1973 réði ég mig til Raf-
magnveitu Reykjavíkur og var þá
Kristján yfirmaður minn þar. Það
var ekki síst vegna agaðra og fag-
legra vinnubragða hjá yfirstjórn-
endum RR á sviði tæknimála sem
sá starfsvettvangur heillaði mig
enda góður skóli fyrir nýútskrif-
aðan verkfræðing.
Fljótlega eftir að Kristján var
ráðinn rafmagnsveitustjóri hafði
hann samband við mig og bað mig
að taka að mér að leiða áætlana-
gerð fyrirtækisins og síðar tækni-
og þróunarmál. Þetta varð til þess
að við störfuðum saman í aldar-
fjórðung á vettvangi RARIK.
Það var meira en nóg af aðkall-
andi verkefnum út um allt land
enda hlutverk RARIK að flytja
og dreifa raforku um hinar
dreifðu byggðir landsins. Eitt
stærsta verkefnið á fyrstu árun-
um var bygging svonefndrar
Byggðalínu sem varð um 1.057
km löng þegar upp var staðið.
Þessu verkefni lauk 1984 þegar
hringnum var lokað og smiðs-
höggið rekið á rafvæðingu lands-
ins. Með því að tengja saman alla
landshluta í eitt orkuveitusvæði
nýttist hver ný virkjun fyrir allt
landið og varð arðbærari fyrir
vikið auk þess sem rekstrarör-
yggi jókst til muna.
Auk uppbyggingar við flutn-
ings- og dreifikerfi innan lands-
hlutanna voru ýmis önnur brýn
verkefni sem takast þurfti á við,
t.d. leit að heitu vatni fyrir upp-
byggingu hitaveitna og að athuga
arðsemi rafkyntra fjarvarma-
veitna þar sem ekki var von um
heitt vatn. Einnig var unnið að
ýmislegri þróun innan fyrirtæk-
isins, t.d. eigin fjargæslu- og fjar-
mælingarkerfi sem reynst hefur
afburða vel.
Þetta voru ár mikillar upp-
byggingar í raforkukerfi landsins
og þar var Kristján í fararbroddi
sem forstjóri fyrirtækisins. Hann
var afburða greindur og fljótur að
átta sig á vandamálum og greina
þau. Kristján var eftirsóttur í alls
konar nefndir á sviði orkumála á
þessum árum og áberandi í op-
inberri umræðu enda vel máli far-
inn.
Aðalsmerki Kristjáns í starfi
voru fagmennska og vandvirkni
enda kom hann að mörgum af
stærri verkum í raforkuiðnaðin-
um sem á dagskrá voru í gegnum
tíðina. Með því að sinna forystu-
hlutverki í ýmsum stórum orku-
verkefnum stuðlaði Kristján með
störfum sínum að faglegri upp-
byggingu og þróun raforkukerf-
isins í landinu.
Að leiðarlokum eru Kristjáni
færðar þakkir fyrir árangursríkt
samstarf í aldarfjórðung. Það var
mér lengst af sönn ánægja að
vinna með honum. Með Kristjáni
er genginn maður sem setti svip
sinn á samtíðina og lagði sitt af
mörkum til uppbyggingar í sam-
félaginu.
Ég sendi fjölskyldu Kristjáns
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Steinar Friðgeirsson.
Kristján Jónsson
Þótt þú langförull
legðir
sérhvert land undir fót
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs,
sifji árfoss og hvers,
dóttir langholts og lyngmós,
sonur landvers og skers!
Þannig orti Vestur-Íslending-
urinn Stephan G. Stephansson
eftir flutning úr Skagafirði til
Vesturheims á síðari hluta 19.
aldar. Hann, eins og fjölmargir
Íslendingar á þeim tíma, fór
langt að heiman og settist að í
nýju landi í leit að betra lífi.
Hversu langt sem þú ferð að
heiman, segir Stefán, tilheyra
hugur og hjarta alltaf heima-
landinu þínu.
Þessu var líkt farið með
samstarfskonu mína, Marilou del
Rosario Suson, sem lést á Land-
spítalanum eftir snarpa baráttu
við krabbamein. Hún gerðist
langförul, fór frá Filippseyjum
alla leið norður til Íslands í leit
Marilou Suson
✝ Marilou delRosario Suson
fæddist 12. október
1955. Hún lést 31.
mars 2017.
Útför Marilou
fór fram 7. apríl
2017.
að betra lífi fyrir
sig og börnin sín.
Þrátt fyrir að líða
vel á Íslandi og
njóta farsældar
báru hugur hennar
og hjarta alltaf
heimalandinu mót.
Leiðir okkar Ma-
rilou lágu saman ár-
ið 2002 þegar hún
réð sig til starfa við
Félags- og þjón-
ustumiðstöðina á Aflagranda 40.
Upp frá því starfaði hún sem fé-
lagsliði við Heimaþjónustu
Reykjavíkur en hafði hlotið
menntun sem lífeindafræðingur
á Filippseyjum. Tvær dætra
hennar, Kriselle og Sara Lind,
áttu eftir að feta í fótspor móður
sinnar og starfa við heimaþjón-
ustuna meðfram námi.
Það var gott að vinna með
Marilou, prúð og hæglát, glað-
vær og hláturmild og rakst vel í
starfsmannahópnum. Það lýsir
henni vel að við samstarfsfólk
hennar höfðum ekki hugmynd
um að hún ætti sex börn heima á
Filippseyjum. Það var ekki fyrr
en ári eftir að hún hóf störf sem
hún óskaði eftir leyfi til að fara
heim til að sækja börnin sín.
Þetta var henni Marilou líkt,
æðraðist ekki, vann vinnuna sína
af stakri samviskusemi þótt hug-
ur hennar hljóti oft og tíðum að
hafa dvalið heima hjá börnunum
á Filippseyjum. Róleg en stað-
föst stefndi hún að því að fá
börnin til Íslands og þessir eig-
inleikar hennar áttu eftir að
koma berlega í ljós í veikind-
unum, þeim tók hún af sömu
staðfestu en jafnframt ró og
æðruleysi.
Ætlunarverkið að tryggja
börnunum gott líf tókst. Öll hafa
þau menntað sig vel og lifa góðu
lífi, sum á Íslandi en önnur er-
lendis, og hún var ákaflega stolt
af þeim öllum. Það stóð heldur
ekki á stuðningi þeirra og um-
hyggju þegar veikindin steðjuðu
að móður þeirra. Vakin og sofin
önnuðust þau hana og studdu
eins og þeim var unnt. Þegar
ljóst var orðið að læknar á Ís-
landi gátu ekki hjálpað meira
leitaði hugurinn til heimalands-
ins. Þangað vildi hún komast
einu sinni enn í gamla umhverfið
sitt, hlýjuna, grænmetið, ávext-
ina og matinn sem hún saknaði.
Jafnframt ætlaði hún að athuga
hvort læknar þar í landi hefðu
einhver ráð til að ráða niðurlög-
um sjúkdómsins. Allt kom fyrir
ekki, krabbameinið var ekki
stöðvað. Þegar nær dró endalok-
um ákvað hún að koma aftur
heim til nýja heimalandsins þar
sem hún lést 31. mars sl. en hún
mun hvíla heima á Filippseyjum.
Um leið og ég þakka Marilou
samstarfið votta ég fjölskyldu
hennar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Marilou
del Rosario Suson.
Droplaug Guðnadóttir.
Sigríður Ólafs-
dóttir er látin eða
amma Sigga eins og
ég kýs að kalla hana.
Mér hlotnaðist sú
gæfa að kynnast henni í gegnum
börn og barnabörn hennar árið
2005 er ég var að vinna með Sveini
syni hennar í Lækjarskóla í Hafn-
arfirði. Fyrstu kynni mín af Siggu
renna mér seint úr minni, þegar
mér var boðið á heimili hennar og
tekið strax opnum örmum, faðm-
aður eins og ég hefði alltaf þekkt
hana. Hún sagði „borðaðu eins og
þú getur elsku Villi Kalli minn.
Hér er nóg handa öllum og meira
en nóg“, enda svignaði borðið af
veitingum. En það var ekki það
dýrmætasta. Það dýrmætasta var
að hún átti trúna á Guð og vinátta
okkar entist allar götur síðan. Við
báðum oft saman, Guð mun fyrir
sjá, Villi Kalli minn, sagði hún.
Hann hefur séð fyrir mér og öllum
mínum afkomendum alla tíð, sagði
hún.
Ég hef átt margar góðar stund-
ir með þér, elsku Sigga mín, og
þínum afkomendum. Minnisstæð-
astar eru allar bænastundirnar,
þar sem þú tókst til máls og talaðir
við Drottin þinn eins og hann væri
inni í stofu hjá þér, rétt eins og við
sem þar vorum. Sigga var alltaf
svo vel til höfð enda yndisleg kona
og mikið sakna ég þín, elsku
amma Sigga. Þú ert mikil fyrir-
Sigríður Ragn-
heiður Ólafsdóttir
✝ Sigríður Ragn-heiður Ólafs-
dóttir fæddist 23.
ágúst 1923. Hún
lést 15. maí 2017.
Útför hennar fór
fram 6. júní 2017.
mynd í mínu lífi,
kenndir mér svo
margt. Ég sé þig fyr-
ir mér í litla fallega
húsinu þínu með
okkur öllum, talandi
við okkur. Þú vildir
vita hvernig okkur
leið og bættir svo oft
við „ég bið fyrir þér,
bið fyrir mér, er
bróðir við hittumst á
ný“, sem er í minn-
ingunni svo stórt, því það voru all-
ir velkomnir á þitt heimili og þeir
voru margir sem þú áttir að vin-
um. Sigga var eins og móðir Ter-
esa og vann svo sannarlega eftir
þeirri hugsun að sælla er að gefa
en þiggja.
Í trúnni ég athvarf og öryggi fann
ungur í huganum blauðum
Því Kristur gat læknað hinn líkþráa
mann
og Lasarus vakið frá dauðum .
(HJ.)
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði, elsku Sigga amma.
Um leið veit ég að þú situr við
hægri hönd Guðs, ef ekki þú, hver
þá, og biður fyrir okkur. Þú munt
taka við okkur opnum örmum
ásamt Alfreð afa þegar þar að
kemur.
Börnum þínum, stórfjölskyldu,
Sveini, Ólöfu, Petrínu og Hend-
rikku sendi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur um leið og ég kveð
þig með þessum orðum úr hinni
heilögu bók. Það er fullkomnað.
Sigga er komin í faðm frelsarans.
Hvíl í friði, elskan mín.
Þinn
Vilhjálmur Karl Haraldsson
(Villi Kalli).
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts
og jarðarfarar móður okkar og tengda-
móður,
STEINUNNAR ÁSTGEIRSDÓTTUR,
Ártúni 8,
Selfossi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arndís Ásta Gestsdóttir Þorsteinn Árnason
Sigríður Gestsdóttir Hrafnkell Karlsson
Jóna Bryndís Gestsdóttir Gunnar Vilmundarson
Garðar Gestsson Inga Þóra Karlsdóttir
Margrét Gestsdóttir Hörður Viðar Ingvarsson
Sigrún Gestsdóttir Guðgeir Veigar Hreggviðsson
Hugheilar þakkir fyrir samúð, hlýhug og
vináttu við andlát og útför eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS HELGA HÁLFDANARSONAR,
Heiðarbrún 16,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar HSU, Selfossi.
Jóna Einarsdóttir
Inga Jónsdóttir Þorgils Baldursson
Hálfdan Jónsson Astrid Wormdal
afa- og langafabörn
Alúðarþakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
STEINGRÍMS PÁLSSONAR,
Ásvallagötu 5.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund fyrir einstaka umönnun hans og hlýju í okkar garð.
Ingibjörg Pála Jónsdóttir
Hildur Steingrímsdóttir
Einar Steingrímsson
Þóra Steingrímsdóttir Haukur Hjaltason
Ragnhildur, Elín, Steinunn, Freyr og Halla