Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Brynja Björg Halldórsdóttir, hdl. og fyrrum löggiltur fasteignasali, hefur kært til ráðherra framkvæmd at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins við innheimtu árlegs gjalds sem ætlað er að standa straum af kostnaði við eftirlitsnefnd fasteignasala. Brynja hætti fasteignasölu fyrr á þessu ári og hélt til annarra starfa, en í júní var hún krafin um gjaldið, 75 þúsund krónur, og er gjalddagi kröf- unnar 1. júlí. Lagði hún réttindi sín inn hjá sýslumanni og fékk þær upp- lýsingar að krafan yrði niður felld. Síðar, þegar hún hafði samband við ráðuneytið, fékk hún aftur á móti þær upplýsingar hjá lögfræðingi að krafan yrði ekki felld niður og að hún gæti ekki fengið endurgreitt. Vísað var í 3. mgr. 19. gr reglugerðar nr. 931/2016, sem hefur stoð í lögum nr. 70/2015. Í reglugerðarákvæðinu segir að fasteignasalar sem greitt hafi gjaldið, en láti af störfum áður en sá tími er liðinn, sem fjárhæð gjaldsins er mið- uð við, eigi ekki rétt á endurgreiðslu þess eða hluta þess. Rukkað óháð eftirliti Brynja telur að um of víðtækt framsal löggjafarvalds til ráðuneytis- ins sé að ræða, enda sé í lögunum ein- ungis gefin heimild til að innheimta gjald vegna kostnaðar sem falli til vegna eftirlitsins. Hins vegar sé reglugerðarákvæðið mun meira íþyngjandi en lagaákvæðið. „Verklagið er greinilega það, að 1. maí á hverju ári er keyrður út listi um löggilta fasteignasala og allir sem eru á honum fá kröfu í heimabankann, óháð því hvort þeir sæti svo eftirlitinu eða ekki,“ segir Brynja. „Ég fékk þær upplýsingar að ég yrði rukkuð um þetta hvort sem ég hefði verið háð eftirliti í tólf mánuði eða einn dag,“ bætir hún við. Brynja nefnir Lögmannafélagið til samanburðar, en fyrr á árinu fékk hún þaðan upplýsingar um að þegar lögmenn leggi inn málflutningsrétt- indi hafi félagið boðið þeim að fá lög- bundið félagsgjald endurgreitt aftur í tímann í hlutfalli við mánuði sem þeir notuðu ekki réttindin. Brynja telur að í raun sé um skatt- heimtu að ræða í ljósi þess að gjaldið renni ekki til eftirlitsins og þar af leið- andi skapi framkvæmdin áleitnar spurningar um kröfur sem verði að gera til jafnræðis í skattheimtu. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala og nefnd- armaður í eftirlitsnefnd með fast- eignasölum, segist sammála Brynju um að ástæða sé til að skoða grund- völl gjaldtökunnar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu er málið nú á borði lögfræð- ings þess og unnið er að því að taka af- stöðu í málinu. Niðurstöðu er að vænta innan skamms tíma. Fyrrum fast- eignasali kærir gjaldtöku  Innheimt fyrir eftirlit með fasteigna- sölum  Fær gjaldið ekki endurgreitt Morgunblaðið/Golli Ráðuneytið Málið er til skoðunar hjá lögfræðingi ráðuneytisins. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við finnum að það er ánægja með þetta meðal Borgnesinga, ekki að- eins fólks sem býr hér heldur alveg eins hjá þeim sem eru fluttir annað. Fólk á fallegar minningar um haf- meyjuna,“ segir Geirlaug Jóhanns- dóttir, formaður byggðaráðs Borg- arbyggðar. Hafmeyjan, listaverk Guðmundar frá Miðdal, hefur verið sett upp að nýju í gosbrunni í Skallagrímsgarði í Borgarnesi, og verður vatni hleypt á hana í dag. Konur úr Kvenfélagi Borgarness unnu mikið að uppbyggingu Skalla- grímsgarðs. Árið 1952, þegar kven- félagið var 25 ára, keypti það högg- mynd eftir Guðmund frá Miðdal fyrir 5.000 krónur til minningar um afmælið. Styttan var sett upp í gos- brunninum og afhjúpuð á fyrstu lýðveldishátíðinni sem haldin var í garðinum, 17. júní 1954. Þar stóð styttan lengi og tengja margar kynslóðir Borgnesinga og nærsveitunga gosbrunninn við há- tíðir og gleðistundir í garðinum, eins og Guðrún Jónsdóttir, safn- stjóri í Borgarnesi, bendir á. Hún segir einnig að hafmeyjan sé ein- staklega fallegt listaverk. Styttan skemmdist og var tekin niður. Var hún í geymslu og munaði ekki miklu að henni væri fargað en var bjargað í Safnahús Borgar- fjarðar og hefur verið varðveitt í geymslu þess í um tuttugu ár. Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á 100. fundi sínum sem hald- inn var fyrir fjórum árum að ráðast í endurbætur á styttunni. Það hefur dregist, meðal annars vegna mikils kostnaðar. Í byrjun þessa árs tók þýski myndhöggvarinn Gerhard König að sér að gera við styttuna en hann hefur unnið mikið að end- urbótum á verkum Samúels Jóns- sonar í Selárdal. Listaverkið verður tekið niður á haustin og reynt að varðveita það sem best. Það er vel við hæfi að styttan skuli vera komin á sinn stað á 150 ára verslunarafmæli Borgarness og 90 ára afmælisári Kvenfélags Borg- arness. Geirlaug er ánægð með verkið og Guðrún bætir því við að mikilvægt sé að minnast þess stór- hugar og framtíðarsýnar sem kon- ur sýndu með uppbyggingu Skalla- grímsgarðs. Hafmey aftur í brunninn  Minnast stór- hugar kvenna Ljósmynd/Geirlaug Jóhannsdóttir Listaverk Hafmeyjan eftir Guðmund frá Miðdal er fallegt listaverk sem lengi gladdi augu gesta Skallagrímsgarðs. Það er nú komið á sinn stað. Hervör L. Þorvaldsdóttir var kjörin forseti Landsréttar á fundi dómaranna í Hannesarholti á fimmtudag. Davíð Þór Björgvinsson var kjörinn varafor- seti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dómari við réttinn og aldursforseti Landsréttar, stýrði fundinum. Hervör og Davíð Þór voru bæði kjörin til fimm ára, líkt og kveðið er á um í dómstólalögum. Líkt og áður hefur komið fram eru aðrir dómarar við réttinn Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Ingveldur Ein- arsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Steph- ensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Hervör og Davíð forsetar Landsréttar Þroskahjálp á Suðurnesjum vígði í gær nýjar starfstöðvar endur- vinnslustöðvarinnar Dósasels að Hrannargötu 6 í Keflavík. Dósasel er verndaður vinnustaður sem rek- inn er af Þroskahjálp en þar starfa 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til end- urvinnslu. Skilagjald er greitt, 16 krónur á dós. Ásmundur Frið- riksson þingmaður er formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Hann segir einnig mikið um að fólk og fyrirtæki gefi dósirnar og það sé þeim gjöfum að þakka að Dósasel geti búið svo vel að sínu fólki sem raun ber vitni. Starfsemin er um- fangsmikil en tekið er við um hálfri milljón dósa í hverjum mánuði. Dós- irnar koma af öllum Suðurnesjum, einkum af flugvellinum. „Við sækj- um á hverjum degi tómar flöskur í flugstöðina,“ segir Ásmundur og hefur dósum þar fjölgað samfara auknum straumi ferðamanna til landsins. Gamla húsnæðið var orðið of lítið fyrir starfsemina og því var gripið til þess ráðs að kaupa nýtt. Það er um 1.300 fermetrar en hluti þess er leigður út og er dósavinnslan sjálf um 400 fermetrar. Um mánuður er síðan starfsemin var opnuð á nýja staðnum en mikil vinna hefur staðið yfir undanfarið við að koma nýja húsinu í stand. Fjöldi fyrirtækja hefur stutt það verkefni, bæði með beinum fjár- framlögum og vinnu og segir Ás- mundur að mörgum stundum hafi verið varið í vinnugallanum upp á síðkastið. agunnar@mbl.is Mynd/Víkurfréttir Heillandi Ásmundur Friðriksson og Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra virða fyrir sér aðstöðuna. Ný endurvinnslustöð Dósasels vígð LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.