Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 20

Morgunblaðið - 17.06.2017, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 – fyrir dýrin þín Bragðgott, ho llt og næringa rríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | AMH – Akranesi | MyPet Hafnarfirði | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Starfsemi og safnkostur Tónlistar- safns Íslands í Kópavogi verða flutt til Þjóðminja- og Landsbókasafns Íslands á grundvelli samkomulags sem Kópavogsbær, söfnin og mennta- og menningarmálaráðu- neytið gerðu með sér. Flutningur er nú þegar hafinn, að sögn upplýs- ingafulltrúa Kópavogsbæjar, Sig- ríðar B. Tómasdóttur. Þetta var ákveðið sl. miðvikudag í kjölfar við- ræðna Kópavogsbæjar við Lands- bókasafn Íslands auk mennta- og menningarmálaráðuneytis og Þjóð- minjasafns, en einnig til að gæta samræmis við safnalög og stofn- skrá Tónlistarsafns Íslands. Nið- urstaðan varð að mikil skörun væri í starfsemi Tónlistarsafnsins við þær skyldur sem Landsbókasafnið hefur við varðveislu tónlistararfs- ins og því gæti sameining orðið til að efla faglegt starf og varðveisla heimilda sem tengjast íslenskum tónlistararfi yrði heildstæðari en ella. ernayr@mbl.is Starfsemi og munir tónlistarsafnsins í Kópavogi til ríkisins Vilhjálmur A. Kjartansson Jóhann Ólafsson „Ég skil vel tilfinningar fólks í þessu máli en við megum ekki gleyma því að við búum í rétt- arríki og umræddur maður er bú- inn að fullnusta sinn dóm,“ segir Brynjar Níelsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Lög- mannafélagsins, spurður hvort eðlilegt sé að dæmdur kynferðis- afbrotamaður geti hlotið opinber starfsréttindi á borð við lögmanns- réttindi eftir að hafa hlotið upp- reist æru. Róbert Árni Hreið- arsson, sem nú kallar sig Robert Downey, var dæmdur í 3 ára fang- elsi fyrir kynferðisbrot gegn fjór- um stúlkum árið 2008, en mun aft- ur geta snúið til starfa sem lög- maður eftir að hafa fengið uppreist æru. Verður að gilda um alla „Hugnist fólki ekki að ein- staklingar, sem hlotið hafa dóm geti komið aftur inn í samfélagið sem virkir þjóðfélagsþegnar, að af- plánun lokinni, þá er spurning hvort ekki eigi bara að loka dæmda menn inni til lífstíðar.“ Brynjar segir umræðuna sem nú fer fram engum til framdráttar. „Hér er talað um betrun og mannréttindi á tyllidögum og að hjálpa afbrotamönnum aftur inn í samfélagið. Það verður þá að gilda um alla. Hér er á ferðinni maður sem hefur tekið út sína refsingu, leitað sérfræðiaðstoðar á sínum vandamálum og ekki brotið af sér í tíu ár,“ segir Brynjar. Forsetinn tjáir sig Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist skilja gremjuna eft- ir að dæmdur kynferðisbrotamað- ur fékk uppreist æru í gær. Hann bendir þó á að hann taki ekki ákvörðun um uppreist æru, hún sé tekin annars staðar í stjórnkerf- inu. „Svo fær sú ákvörðun formlega staðfestingu mína en það er ekki ég sem tek ákvörðunina, stjórn- arathöfnin er ekki mín enda er ég ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskrá,“ sagði Guðni í samtali við mbl.is í gær. „Þeir sem hafa afplánað dóm og þurfa og vilja sækja um uppreist æru senda bréf um það til ráðu- neytis, dómsmálaráðuneytis. Með því bréfi senda þeir ýmsar upplýs- ingar, fylgigögn og meðmæli og svo er ákvörðun tekin þar um upp- reist æru eða ekki. Þar er stjórn- arathöfnin tekin,“ segir forsetinn ennfremur. Guðni bendir á að aldrei hafi til þess komið að forseti hafi neitað beiðni um uppreist æru. Guðni segist lengi hafa talað um nauðsyn þess að í stjórnarskrá og stjórnskipan okkar sé bætt úr þeim annmarka að í orði kveðnu eru forseta falin ákveðin völd og hlutverk en í raun og veru eru þau völd, þau hlutverk og þær ákvarð- arnir liggja annars staðar. „Þegar forseta hverju sinni ber- ast skilaboð frá ráðuneyti þá fylgja, eins og í þessu tilfelli, eng- in gögn, engin fylgiskjöl, engin rökstuðningur, heldur er búið að taka ákvörðunina. Ég ljæ henni formlega staðfestingu.“ Umræða sem er engum til framdráttar  Forseti Íslands segir ákvörðun um uppreist æru ekki vera sína Ekki ákvörðun forseta » Forsetinn segist skilja gremju almennings. » Stjórnarathöfnin er ekki for- setans og hann ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskrá. » Forsetinn gefur aðeins formlega staðfestingu. Brynjar Níelsson Guðni Th. Jóhannesson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Vegagerðin leggur til að leyfilegur umferðarhraði verði lækkaður úr 90 km/klst. í 80 km/klst. á Reykjanes- braut, þaðan sem tvöföldun sleppir austan við mislægu vegamótin í Hvassahrauni að Kaldárselsvegi skv. fundargerð á vef Hafnarfjarð- arbæjar. Jafnframt er lagt til að lækka umferðarhraða úr 90 km/klst. í 80 km/klst. fyrir vestan Krýsuvík- urveg til bráðabirgða á meðan fram- kvæmdir við mislæg vegamót standa yfir. Vegagerðin óskaði eftir umsögn bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og um- ferðardeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu um tillögur sínar. Auk þess verði settar upp greinilegri varúðarmerkingar, ljós og blikkljós, þannig að vegfarendur sem koma frá Suðurnesjum viti að þeir séu að koma inn á tvístefnuveg. Áhyggjur af slysum Ástæðan fyrir tillögum Vegagerð- arinnar sé að nokkuð hafi verið um alvarleg slys á Reykjanesbraut þar sem tvöföldun vegarins sleppir. Málið var tekið fyrir á fundi bæj- arráðs Hafnarfjarðar á fimmtudag- inn sl. „Það var ákveðið að senda málið til skipulagsþjónustunnar til umsagnar og ég geri ráð fyrir að tekið verði já- kvætt í þessar tillögur. Við munum svo halda áfram að ræða þetta á bæj- arstjórnarfundi sem verður næsta miðvikudag,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, sem segir að bæjarstjórn sé orðin áhyggjufull vegna umferðar- þunga á Reykjanesbraut. Einnig verði rætt á næsta bæjarstjórnar- fundi að hraða þurfi vinnu við tvö- földun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar til að ljúka henni sem fyrst svo draga megi úr tíðni alvar- legra slysa á svæðinu. „Við deilum áhyggjunum með Vegagerðinni og gerum ráð fyrir að fallist verði á óskir Vegagerðarinn- ar,“ segir Haraldur að lokum. Vinna við mislæg vegamót við Krýsuvíkurveg gengur vel sam- kvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar. Vinna við 2. áfanga er að hefjast og lýkur honum að fullu 1. október á þessu ári ssamkvæmt áætlun. Morgunblaðið/Golli Umferðarþungi Mikil umferð er um Reykjanesbrautina í Hafnarfirði, við mislæg vegamót við Krísuvíkurveg. Tillögur að úrbótum vegna slysahættu  Reykjanesbraut við Kaldárselsveg hættuleg vegfarendum „Um 40 þúsund bifreiðar aka um hringtorgið á Reykjanes- brautinni við bensínstöðina N1 í Hafnarfirði daglega,“ segir Har- aldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Íbúar í Setbergs- hverfi sem þurfa að nota gatna- mótin og hringtorgið til að kom- ast að heiman eigi orðið í erfiðleikum vegna umferð- arþungans. Þetta mál verði jafn- framt tekið til umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi í Hafn- arfirði, m.a. sem liður í umræðu um slysahættu, segir Haraldur. Auður Þóra Árnadóttir, for- stöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, kvaðst ekki vita til þess að neinar ákvarð- anir hafi verið teknar um fram- tíð hringtorgsins. Hringtorg við þolmörk? REYKJANESBRAUT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.