Morgunblaðið - 17.06.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 17.06.2017, Síða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017 Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Guðrún Antonsdóttir Lögg.fasteignasali Sími 697 3629 Dalsel 12, 2ja herb. Opið hús sunnud. 18. júní kl. 13-13:30 Eignin er niðurgrafin. Íbúðin eins og hún er skipulögð í dag, skiptist í, tvö svefnherbergi, baðherbergi m/ tengi f. þvottavél, eldhús og stofu. Verð 22.900.000 kr. Gyðufell 10, 2-3herbergja 0pið hús mánudaginn 19. júní 17-17:30 Húsið er klætt og svalir yfirbyggðar. Eignin skiptist í hol, svefnherbergi, minna herbergi með glugga, stofu, eldhús, baðherbergi og sér geymslu í kjallara. Sérmerkt bílastæði fyrir framan hús. Verð 26.900.000 kr. Völvufell, stúdíó íbúð, ósamþykkt Eignin skiptist í, forstofu, opið rými/stofu, opið herbegi, opið rými lágt til lofts, baðherbergi m/ tengi f. þvottavél, opið eldhús og geymsla. Eignin er nálægt verslunarkjarna. Verð 18.900.000 kr. Strandgata 23, 2ja herb. Opið hús mánud. 19 júní kl. 17-17:30 Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, svefnherb. baðherbergi, geymslu við eldhús og kalda geymslu undir útitröppum. Tvær geymslur, hvorug er skráð í uppgefnum fm. Verð 16.950.000 kr. Næfurás 10, 2-3 herb. Opið hús mánudaginn 19. júní 19-19:30 Stórkostlegt útsýni yfir Rauðavatn. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús, svefnherbergi og auka herbergi inn af stofu án glugga. Tvennar svalir. Verð 33.900.000 kr. Fífusel 13, 4ra herb. Opið hús mánudaginn 19. júní 18-18:30 Endaíbúð á efstu hæð með stórkostlegu útsýni og sérmerktu bílastæði í lokuðu bílastæðahúsi, eignin skiptist í stofu, eldhús, 3herb, baðherbergi og þvottahús . Geymsla í sameign. Verð 37.900.000 kr Óðinsgata 18C 2ja herb raðhús Húsið er bakhús rað/parhús. Eignin skiptist í stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Endurnýjað rafmagn og lagnir. Verð 34.900.000 kr. Sér inngangur Vegghamrar 20 - 4ra herbergja Eignin er með sérinngangi og skiptist í, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu/stór eld- húskrókur, sjónvarpsrými/opið rými, baðherbergi m. tengi fyrir þvottavél, stór sólpallur og geymsla í sameign. Verð 44.900.000 kr. Sól- pallur Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu Hringdu núna í 697 3629. Ertu í söluhugleiðingum? Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan í Lundúnum staðfesti í gær að meira en 30 manns hefðu lát- ist þegar Grenfell-turninn brann á miðvikudaginn. Fjölda manns er enn saknað eftir brunann, en lítil von er talin til þess að nokkur þeirra muni finnast á lífi. Sagði Stuart Cundy, talsmaður lögreglunnar, að hafin væri rann- sókn á upptökum eldsins, en enn væri ekkert sem benti til þess að um íkveikju hefði verið að ræða. Þá gat hann staðfest að loksins hefði tekist að slökkva í síðustu logunum, tveim- ur dögum eftir að eldurinn kviknaði. Klæðningin var úr plastefni Bruninn hefur vakið mikla reiði- öldu meðal íbúa í Kensington-hverf- inu þar sem turninn stóð, en fram kom í gær að klæðning hússins hefði verið gerð úr plastefni sem hefði auðveldað eldinum að breiðast út. Klæðningin var sett upp á síðasta ári þegar turninn var gerður upp, en viðgerðin mun hafa kosta um 8,7 milljónir sterlingspunda, eða sem nemur rúmlega 1,1 milljarði króna. Mun framleiðandi klæðningarinnar einnig bjóða upp á aðra gerð hennar, sem er úr brunaþolnu efni, en er ögn dýrari. Þá hefur einnig verið gagn- rýnt að ekkert slökkvikerfi var í hús- inu eða reykskynjarar sem hefðu getað vakið íbúa hússins þegar eld- urinn hófst. Sauð upp úr þegar mótmælendur ruddust inn á skrifstofur hverfisráðs Kensington- og Chelsea-hverfis og kröfðust þar svara um eldsvoðann og upptök hans. „Þetta var dauðagildra og þeir vissu af því,“ hrópaði einn viðstaddra, en lögreglan og örygg- isverðir áttu fullt í fangi með að fá mótmælendur út úr skrifstofunum. Theresa May forsætisráðherra hefur mátt þola nokkra gagnrýni vegna málsins, meðal annars vegna þess að hún hitti ekki íbúa turnsins fyrr en í gær, þrátt fyrir að hafa heimsótt svæðið tvisvar. Sagði Boris Johnson, utanríkis- ráðherra og fyrrverandi borgar- stjóri, að gagnrýni á hendur sér og May væru ekkert annað en „aum pólitík Verkamannaflokksins“. Mikil reiði ríkir vegna eldsvoðans  Íbúar ryðjast inn á skrifstofur hverfisráðsins í Kensington AFP Reiði Mótmælendur ruddust inn á skrifstofur hverfisráðs Kensington í gær. Stefán Gunnar Sveinsson Alexander Gunnar Kristjánsson Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, lést í gær, 87 ára að aldri á heimili sínu í Ludwigshafen í vesturhluta Þýskalands. Kohl var kanslari Vestur-Þýska- lands frá 1982 til 1990. Þá gegndi hann fyrstur manna embætti kanslara sameinaðs Þýskalands á árunum 1990 til 1998. Kohl lék lykilhlutverk við að sameina Vestur- og Austur-Þýska- land í kjölfar falls Berlínarmúrsins í nóvember árið 1989, en það var ekki síst fyrir hans tilstilli að sam- einað Þýskaland var myndað innan við ári síðar. Þá er hans einnig minnst sem helsta arkitektsins að Maastricht-sáttmálanum, sem lagði grunninn að myndun Evrópusam- bandsins og stofnun evrusvæðisins. Þýska blaðið Bild tilkynnti um andlát kanslarans, en Kohl hafði átt við veikindi að stríða um árabil. Var flaggað í hálfa stöng víðs veg- ar um Þýskaland eftir að tíðindin bárust. Samúðarkveðjur bárust úr ýms- um áttum, þar sem þjóðarleiðtogar og vinir Kohls hylltu mannkosti hans. Sagði George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, að Kohl hefði verið „sannur vinur frelsisins“ og einn mesti leiðtogi í samtímasögu Evrópu. Þá hylltu bæði Angela Merkel Þýskalands- kanslari og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Kohl fyrir þátt hans við að sameina Þýskaland og bættum samskiptum í Evrópu. Sagði Merkel, sem ólst upp í Aust- ur-Þýskalandi, að Kohl hefði breytt lífi hennar á afgerandi hátt til hins betra. AFP Hylltur víða Angela Merkel færir Helmut Kohl viðurkenningu árið 2012 í tilefni þess að þá voru þrjátíu ár frá því að hann tók við embætti kanslara. „Sannur vinur frelsisins“ kveður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.