Morgunblaðið - 17.06.2017, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2017
Afi var einstakt
góðmenni og hafði
alltaf mikinn áhuga
á námi og störfum
barnabarnanna sinna. Honum
var annt um að okkur gengi vel
í skólanum, hlýddi okkur yfir
og sagði okkur frá öllu milli
himins og jarðar. Afi var einn
fróðasti maður sem ég hef
nokkru sinni kynnst, alveg
sama hvort viðfangsefnið var á
sviði verkfræði, sagnfræði, bók-
mennta eða ljóðlistar. Hann var
sannkallaður límheili og hafði
skoðanir á öllum hlutum. Við
matarborðið gat hann sagt frá
atburðum í mannkynssögunni
eins og hann hefði verið við-
staddur sjálfur og fór með
kvæði máli sínu til stuðnings.
Maður hlustaði agndofa á hann
og dáðist að því hversu vel
hann var að sér.
Eins og verkfræðingum
sæmir var afi mjög áhugasamur
um alls kyns tæki og tól og við
deildum þeim áhuga af ástríðu.
Þegar afi keypti nýju Toyotuna
valdi hann stærstu vélina sem
var í boði og bauð mér svo upp í
Heiðmörk til þess að ég gæti
prófað gripinn. Ég man ekki
nákvæmlega hvað ég var gam-
all en ég fékk að minnsta kosti
ekki bílpróf fyrr en allmörgum
árum seinna. Það var alltaf
gaman að ferðast með afa; hann
benti á hin og þessi mannvirki
sem hann hafði tekið þátt í að
hanna í starfi sínu sem verk-
fræðingur.
Ég man vel hvað mér þótti
magnað að geta horft á afrakst-
ur starfsævi afa á þennan hátt
og var þetta þáttur í því að ég
ákvað að leggja verkfræði fyrir
mig.
Ég á margar góðar æsku-
minningar með afa. Það lifir
enn í minningunni þegar við
pabbi litum í hesthúsið til hans
til þess að vitja hrossanna og
fara á bak á Vindblesa gamla.
Það var einnig fátt skemmti-
legra en að fara með afa og
ömmu upp í Sólheimatungu þar
sem við krakkarnir gátum leik-
ið okkur í sveitinni, farið í
Jóhannes
Guðmundsson
✝ Jóhannes Guð-mundsson
fæddist 29. ágúst
1928. Hann lést 1.
júní 2017.
Útför Jóhann-
esar fór fram 13.
júní 2017.
kassabílarallý eða
á kajak á Norður-
ánni. Við fórum oft
saman í sund í
Laugardalslaugina
þar sem afi var
nær daglegur gest-
ur og á eftir fékk
maður yndislegt
bakkelsi og mjólk
hjá ömmu Gunnu á
Laugalæknum.
Á níræðisaldri
varð afi mjög áhugasamur um
matargerð og skiptist á upp-
skriftum við ættingja og vini.
Hann var stórhuga að vanda og
hélt stærðarinnar matarboð
fyrir afkomendur sína sem við
barnabörnin höfðum mjög gam-
an af.
Þegar afi spjallaði við okkur
um hvað hann ætlaði að elda
næst var amma alltaf jafn hissa
og sagði af undrun: „en þú
kannt ekkert að elda, Jóhannes
minn.“ Við barnabörnin glott-
um að þessu og hvöttum hann
áfram í matseldinni þótt amma
gæfi afrekum hans í eldhúsinu
lítinn gaum.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar og hvíldu í friði, elsku afi
minn.
Egill Tómasson.
Drengur góður er horfinn á
braut. Jóhannes Guðmundsson
var meðal þeirra sem slógu
skjaldborg um arfleifð Sigur-
jóns Ólafssonar myndhöggvara
þegar Sigurjón lést árið 1982.
Þeir voru báðir sveitungar úr
Flóanum, og Jóhannes bar
mikla virðingu fyrir þeirri
menningu, sem hafði alið menn
eins og Ásgrím Jónsson málara,
Pál Ísólfsson organleikara og
tónskáld, Ragnar Jónsson í
Smára og Harald Sigurðsson
frá Kaldaðarnesi, píanóleikara
og prófessor í Kaupmannahöfn,
og einnig varð honum tíðrætt
um Markús Ívarsson, meðstofn-
anda Vélsmiðjunnar Héðins,
sem á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar keypti málverk af
ungum listamönnum þeim til
stuðnings.
Markús ánafnaði síðar Lista-
safni Íslands hið stórmerkilega
safn sitt.
Þegar sú erfiða ákvörðun var
tekin að ráðast í að endurgera
vinnustofu Sigurjóns á Laug-
arnesi á árunum 1985-88 kom
Jóhannes óumbeðinn að þessu
verkefni og studdi það heils
hugar, þegar öðrum fannst
þetta vera óframkvæmanleg
hugmynd.
Hann sat í byggingarnefnd
Listasafns Sigurjóns Ólafsson-
ar ásamt Ögmundi Skarphéð-
inssyni og Gissuri Símonarsyni
og bjó þannig um hnútana að
verkfræðingar hjá Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen,
VST, styrktu þetta verkefni
með vinnu sinni. Það var einnig
Jóhannes sem af mikilli útsjón-
arsemi lét ráða bestu iðnaðar-
menn sem völ var á. Í fórum
mínum eru bréf og vandlega
handskrifaðar skýrslur sem
hann sendi mér um stöðu mála
veturinn 1985-86, meðan ég
dvaldi við nám í Kaupmanna-
höfn.
Jóhannes var óþreytandi við
að úthugsa fjármögnunarleiðir
fyrir byggingaframkvæmdun-
um á Laugarnesi og tillögum
hans fylgdu oft skondnar sögur
úr víravirki íslenskra tengsl-
aneta. Hann var mikill mann-
þekkjari og honum var tamt að
skipuleggja fram í tímann.
Minning Jóhannesar Guð-
mundssonar er greypt í huga
okkar fjölskyldunnar, umvafin
ævarandi hlýju og þakklæti.
Það var ekki síst Jóhannesi að
þakka að Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar var opnað fyrir al-
menning haustið 1988. Við vott-
um eiginkonu hans, Guðrúnu
Tómasdóttur, og öllum aðstand-
endum innilega samúð okkar.
Birgitta Spur.
Jóhannes Guðmundsson er
allur. Með honum er genginn
dugmikill verkfræðingur sem
gekk til verka réttsýnn og ná-
kvæmur. Hann var líka traust-
ur vinur vina sinna, fjölfróður
og minnugur á menn og mál-
efni.
Fyrstu kynni okkar Jóhann-
esar urðu þegar ég hóf sem ný-
útskrifaður verkfræðingur störf
á verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen í ársbyrjun 1959.
Fljótlega fékk ég það verkefni
að vinna með Jóhannesi að
hanna burðarvirki háhýsis, sex
hæða íbúðablokkar. Í því verk-
efni kynntist ég nákvæmni og
yfirvegun Jóhannesar þegar við
sátum að verki hvor með sinn
reiknistokkinn og skráðum nið-
urstöður okkar á rúðustrikuð
blöð sem við reituðum niður í
dálka eftir þörfum. Að reikn-
ingum loknum tók við teikni-
vinnan á tveim teikniborðum
með áfestum teiknivélum að
hætti þeirra tíma vinnubragða.
Þetta mun hafa verið fyrsta há-
hýsið á vegum Sigurðar Thor-
oddsen þar sem þurfti að taka
sérstaklega tillit til jarðskjálfta
við ákvörðun járnbendingar.
Þrem árum síðar, þegar Sig-
urður ákvað að stofna sameign-
arfélag um rekstur verkfræði-
stofunnar, völdumst við
Jóhannes í stjórn félagsins með
Sigurði. Jóhannes varð formað-
ur og gegndi því hlutverki allt
þar til rekstrarforminu var
breytt í hlutafélag árið 1978. Á
því tímabili reyndi mjög á hug-
myndaauðgi Jóhannesar um
ýmis almenn rekstrarmál og
fjármálaumsvif. En Sigurður
var lengst af þessu tímabili
framkvæmdastjóri verkfræði-
stofunnar.
Árið 1964 eignaðist Háskóli
Íslands sína fyrstu tölvu. Það
þótti við hæfi að verkfræðistof-
an sendi menn á fyrsta forrit-
unarnámskeiðið. Fyrir valinu
urðu Jóhannes og undirritaður.
En aðstæður urðu til þess að
Jóhannes nýtti þessa nýju
tækni minna en skyldi, enda
héldu reiknistokkarnir fullu
gildi sínu út sjöunda áratuginn
og gott betur. Að vísu komu
smátt og smátt á markað betri
og betri vasareiknivélar sem
léttu álagi af reiknistokkunum.
Þegar Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen hafði vaxið
svo fiskur um hrygg að þar var
tekin upp deildaskipting varð
Jóhannes deildarstjóri burðar-
virkjadeildar og gegndi því
starfi þar til hann hætti störf-
um.
Vinátta og kunningsskapur
okkar Jóhannesar hélst þótt
hann og síðar ég hættum störf-
um á verkfræðistofunni. Það
styrkti kunningsskapinn frekar
en hitt þegar við af tilviljun
skráðum okkur báðir til sömu
Ítalíuferðarinnar. Sú ferð hófst
daginn sem Jóhannes varð sjö-
tugur. Að sjálfsögðu skáluðum
við hjónin við Jóhannes og Guð-
rúnu konu hans í háloftunum í
tilefni dagsins.
Í Sólheimatungu, ættaróðali
Guðrúnar konu Jóhannesar, er
stórt íbúðarhús sem gegnir
ekki lengur upphaflegu hlut-
verki sínu en er nýtt af afkom-
endum foreldra Guðrúnar. Þar
hafa þau hjón unnið þarft verk
að safna saman og koma fyrir
ýmsum safngripum frá búskap-
arárum foreldra Guðrúnar, en
mikið hefur breyst í landbúnaði
frá þeim tíma fram á þennan
dag.
Ég og við hjón bæði sendum
Guðrúnu og börnum þeirra Jó-
hannesar og barnabörnum inni-
legar samúðarkveðjur með ósk-
um um að lífið fari um þau
mjúkum höndum í framtíðinni.
Sigurbjörn Guðmundsson.
✝ Sigrún fæddistí Reykjavík 6.
janúar 1926. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Grund 25. maí
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Einar Hró-
bjartsson, deild-
arstjóri Póststof-
unnar í Reykjavík,
f. 1885, d. 1975, og
Ágústa Svein-
björnsdóttir, f. 1887, d. 1965.
Börn þeirra voru átta: Ingi-
björg, Ásgeir, Ásta, Sveinbjörn,
Haukur, Agnes, Sigrún og Hró-
Gunnlaugi Nielsen, f. 29. sept-
ember 1962, þau eiga fjögur
börn. 3) Ríkarður Rúnar, f. 27.
janúar 1962, kvæntur Frið-
björgu Sif Grjetarsdóttur, f. 20.
september 1966, þau eiga fimm
börn. 4) Einar Már, f. 26. júní
1964, hann á tvö börn.
Sigrún ólst upp í stórum
systkinahópi í húsi fjölskyld-
unnar við Brekkustíg 19. Á
yngri árum nam hún við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað.
Ung réð hún sig sem barnfóstru
til Englands þar sem hún dvaldi
um skeið. Síðar fór hún í fóst-
urnám og starfaði lengst af á
leikskólum Reykjavíkurborgar.
Sigrún bjó á heimili sínu í
Stóragerði 18 þar til hún flutti
síðla árs 2016 á dvalarheimilið
Grund.
Útför Sigrúnar fór fram 6.
júní 2017.
bjartur, þau eru öll
látin.
Árið 1953 giftist
Sigrún Ríkarði
Sumarliðasyni, f.
28.6. 1916, d. 24.5.
1998, þau slitu sam-
vistum 1985. Börn
þeirra eru 1) Tóm-
as, f. 5. desember
1953, sambýliskona
Steinunn Arnórs-
dóttir, f. 12.10.
1958, d. 30.11. 2002, þau eiga
þrjú börn. Kvæntur Hebu Sig-
urgeirsdóttur, f. 24.10. 1956. 2)
Ágústa, f. 15. febrúar 1959, gift
Við vorum átta skólasysturnar
sem útskrifuðumst árið 1953 eft-
ir tveggja ára nám frá Uppeldis-
skóla Sumargjafar, sem stofnað-
ur hafði verið árið 1946 í þeim
tilgangi að mennta fólk til upp-
eldis- og stjórnunarstarfa á
barnaheimilum.
Það var gæfa skólans að
skólastjóri hans frá upphafi var
ráðin Valborg Sigurðardóttir
sem hafði þá nýlega lokið meist-
aranámi í uppeldis- og sálarfræði
í Bandaríkjunum. Hún sá til þess
að við nemendur nytum bestu
kennslu sem völ var á og okkur
öllum fannst námið, sem var
bæði verklegt og bóklegt, fjöl-
breytt og skemmtilegt. Þarna
mynduðust fljótlega góð tengsl
milli okkar skólasystranna sem
haldist hafa í gegnum tíðina. Ein
í þessum litla hópi var Sigrún
Einarsdóttir sem nú hefur kvatt
okkur níutíu og eins árs að aldri.
Við minnumst margra góðra
stunda með henni og skólasystr-
um okkar þremur sem áður eru
farnar. Þegar leiðir skildi um
stund eins og gengur og önnur
verkefni tóku við héldust ávallt
böndin sem mynduðust í skól-
anum. Við vorum vanar að hitt-
ast mánaðarlega á vetrum í
saumaklúbbi í heimahúsum þar
sem oft var glatt á hjalla og mik-
ið spjallað. Að sumarlagi var
stundum farið í skemmtiferðir í
sumarbústaði þeirra sem þá
áttu, m.a. var farið í heimsókn í
sumarbústað Sigrúnar við Álfta-
vatn þar sem hún tók höfðing-
lega á móti okkur í yndislegu
umhverfi staðarins. Við skóla-
systurnar héldum upp á þrjátíu
og fimm ára útskriftarafmæli
okkar með ferð til Dublinar og
sumarið 2003 minntumst við
fimmtíu ára afmælisins með
nokkurra daga ferð til Verona.
Myndir, sem þar voru teknar,
sýna glaðværan hóp sem auðsjá-
anlega naut samvistanna í fögru
umhverfi. Síðan þessi ferð var
farin hefur margt breyst.
Við minnumst Sigrúnar okkar
með virðingu og þökk. Hún var
ljúf og hæglát í umgengni. Á síð-
ari árum barðist hún um hríð við
krabbamein sem hún tókst á við
með sinni alkunnu stillingu. Við
sendum ástvinum hennar inni-
legar samúðarkveðjur.
Pálína, Gyða, Margrét
og Valborg Soffía.
Sigrún
Einarsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
FRIÐRIK J. JÓNSSON
frá Kópaskeri,
til heimilis að Lindarsíðu 4,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
mánudaginn 12. júní.
Útför hans fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri fimmtudaginn
22. júní klukkan 13.30.
Árni V. Friðriksson Gerður Jónsdóttir
Ólafur Friðriksson Freyja Tryggvadóttir
Kristín Helga Friðriksdóttir Bjarki Hrafn Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
TÓMAS GRÉTAR SIGFÚSSON
vélstjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold að kvöldi
13. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. júní klukkan 13.
Við þökkum starfsfólki Ísafoldar fyrir hlýlega og góða umönnun.
Gunnar Tómasson Elsa Marísdóttir
Sigfús Tómasson Oddfríður Jónsdóttir
Rita Eigminaite
Tómas Tómasson Kristín Harðardóttir
Anna Margrét Tómasdóttir Jónas Jónatansson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR HILMAR ÞORSTEINSSON
múrarameistari,
Jötunsölum 2, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 21. júní klukkan 15.
Blóm og kransar er vinsamlega afþakkað en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Hjartaheill.
Kristín Hrefna Kristjánsdóttir
Guðlaug Ragnarsdóttir Birgir Bjarnason
Kristján Hjálmar Ragnarsson Kristjana Una Gunnarsdóttir
Sigríður Ragnarsdóttir Trausti Gylfason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hólmavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri aðfaranótt
mánudagsins 12. júní.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 22. júní klukkan 15.
Örn Leós Stefánsson Þóranna Héðinsdóttir
Þórhildur Ýr Arnardóttir
Stefán Örn Arnarson Kristrún Hafþórsdóttir
Alda Björk Arnardóttir
Óli Jóhann Níelsson Guðrún Pálína Jónsdóttir
Hafdís Svava Níelsdóttir Gunnar J. Gunnarsson
og langömmubörn