Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2017, Page 4

Læknablaðið - 01.01.2017, Page 4
4 LÆKNAblaðið 2017/103 F R Æ Ð I G R E I N A R 1. tölublað, 103. árgangur, 2017 7 Björn Gunnarsson Um sjúkraflug Flest sjúkraflug hér á landi eru með sjúkraflugvél sem er staðsett á Akureyri. Þar hefur starfað læknavakt fyrir sjúkraflug frá árinu 2002 og hefur umfang starfseminnar aukist ár frá ári. 11 Björn Magnússon, Uggi Agnarsson, Guðmundur Þorgeirsson, Þórarinn Guðnason Brátt hjartadrep á Íslandi í fertugum og yngri 2005-2009. Samanburður við tímabilið 1980-1984 Okkar gögn benda til að brátt hjartadrep meðal fertugra og yngri sé aðallega sjúk- dómur karlmanna. Algengustu áhættuþættir eru reykingar og ættarsaga. Í saman- burði við fyrri rannsókn 1980-1984 eru reykingar þó minna afgerandi en þá, en há- þrýstingur og aukin líkamsþyngd gegna stærra hlutverki. Samanlögð dánartíðni fyrir innlögn og á sjúkrahúsi lækkaði marktækt á milli rannsóknartímabila. 17 Gunnar Svanbergsson, Þorvaldur Ingvarsson, Ragnheiður Harpa Arnardóttir Segulómun við greiningu lendahryggsverkja: Nýting, sam- band við einkenni og áhrif á meðferð Notkun segulómunar virðist almenn við greiningu lendahryggjarvandamála, en lítil fylgni milli einkenna og segulómunar krefst samþætts mats læknis við sjúkdóms- greiningu. Hryggþófavandamál eru algengustu segulómgreiningar í lendahrygg. Batahorfur einstaklinga með brjósklos virðast meiri ef þeir fá sjúkraþjálfun, en nokkurrar tilhneigingar gætir til að fresta virkum meðferðarúrræðum þar til eftir segulómun. 23 Geir Tryggvason, Birgir Briem Hnútar í skjaldkirtli Hnútar í skjaldkirtli eru algengir og ef leitað er ítarlega finnast hnútar í yfir 50% fullorðinna og eykst algengi hnúta með hækkandi aldri. Nýgengi skjaldkirtilskrabba- meins hefur aukist undanfarin 20 ár. Spáð hefur verið að ef fram heldur sem horfir verði skjaldkirtilskrabbamein fjórða algengasta krabbameinsgreiningin í Bandaríkjun- um árið 2030 (er nú 8. algengasta greiningin) og verði algengari en ristilkrabbamein. 9 Berglind Libungen Áramót eru tímamót Munum hlutverk okkar lækna í forvörnum sjúk- dóma. Messum yfir fólki um skaðsemi reykinga og offitu. Náum tökum á blóðþrýstingnum, <140/90 mmHg. Ræðum um matar- æði og streitu við skjól- stæðinga okkar. L E I Ð A R A R Læknadagar 2017 í Hörpu dagana 16.-20. janúar sjá nánar á bls. 48

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.