Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2017, Side 19

Læknablaðið - 01.01.2017, Side 19
LÆKNAblaðið 2017/103 19 Klínískar upplýsingar á beiðni Algengustu niðurstöður sögu og skoðunar, samkvæmt beiðni tilvísandi læknis um segulómun, má sjá í töflu I. Algengustu til- greind einkenni voru verkur í baki og verkur niður í fót. Tafla II sýnir helstu viðbótareinkenni við þau. Alls komu fram á beiðnun- um 30 mismunandi samsetningar einkenna úr sögu og skoðun. Samtals voru 122 einstaklingar með eitt eða fleiri áðurnefndra klínískra einkenna sem bent geta til brjóskloss. Einkennasaga var innan við 6 vikur hjá 21 (13,2%), en 89 manns (55,9%) höfðu haft einkenni lengur en í 6 vikur. Hjá 49 einstaklingum (30,8%), kom lengd einkennasögu ekki fram. Spurningar tilvísandi læknis á myndgreiningarbeiðni Algengustu spurningar á beiðnum lækna um segulómun má sjá í töflu III. Á 66 beiðnum (41,5%) var ein spurning, spurt var tveggja spurninga á 64 beiðnum (40,3%) og þriggja á 26 beiðnum (16,4%). Þá voru tvær beiðnir án nokkurra spurninga. Á þeim beiðnum sem „annað“ kom fyrir var oftast spurt um eitt eða fleiri atriði í töflu III ásamt því að spyrja um „annað“. Spurt var um brjósklos hjá 85 af þeim 122 einstaklingum sem voru með einhver einkenni um slíkt. Niðurstöður segulómunar Meðaltími frá því að einstaklingur leitaði fyrst læknis vegna lenda- hryggjareinkenna þar til segulómun var gerð var 8,5 vikur (± 11,1). Tafla IV sýnir algengustu greiningar sem fram komu við úrlestur segulómmyndanna. Af þeim 18 svörum sem féllu undir „annað“ voru 15 án athugasemda (eðlileg mynd). Meðalaldur viðkomandi 15 einstaklinga var 36,6 ár (± 13,2; 18-61 ára). Hjá 13 (konur = 10) af þessum 15 manns var spurt um brjósklos á beiðni. Alls komu fram 50 mismunandi samsetningar greininga í niðurstöðum úr segul- ómuninni og verða þær ekki tíundaðar nánar, nema hvað varðar brjósklos og brjóskútbunganir. Ekki var að sjá að stuðst væri við greiningar- eða flokkunarkerfi við úrlestur segulómmyndanna. Fylgniútreikningar milli spurninga á beiðni og niðurstöðu seg- ulómunar sýndu eingöngu marktæka fylgni fyrir mænuganga- þrengsl (r=0,31; p<0,001) og hryggþófavandamál (brjósklos eða brjóskútbungun) (r=0,2; p=0,006). Hryggþófavandamál Sextíu og einn einstaklingur greindist með brjósklos (33 konur), með eða án annarra greininga (tafla IV). Það samsvarar að 0,5% Akureyringa, 18 ára og eldri hafi brjósklos í lendahrygg. Með- alaldur var 48,3 ár (± 13,9). Flest brjósklos voru á liðbilinu L4-L5 eða L5-S1 (mynd 1). Tuttugu voru til hægri en 32 til vinstri (tafla V). Af þessum 61 höfðu 50 manns klínísk einkenni sem bentu til brjóskloss, sjö aðrir höfðu eingöngu verki í baki, þrír önnur ein- kenni og hjá einum kom einkennasaga ekki fram. Myndgreining staðfesti því brjósklos hjá 41% þeirra 122 sem sýndu einhver áð- urnefndra einkenna, en einnig hjá 30% þeirra 37 sem ekki sýndu slík einkenni. Ekki reyndist marktækur munur á þessari grein- ingartíðni milli einkennahópsins og hinna (p=0,07). Fylgni var þó milli þess að vera með verk niður í fót og að brjósklos greindist við segulómun (r=0,15; p=0,029), en ekki fyrir stefnu (hægri, vinstri, miðlægt) vandans (p=0,1). Önnur klínísk einkenni sýndu ekki marktæka fylgni við brjósklosgreiningu í segulómun. Fylgni var milli þess að spurt væri um brjósklos á beiðni og að það greindist við myndgreininguna (r=0,18; p=0,024). Af þeim 98 sem höfðu brjósklos meðal spurninga á beiðni greindust 45 með brjósklos samkvæmt segulómun, hjá 61 sjúklingi var ekki spurt um brjósklos en 16 greindust með brjósklos samkvæmt segulómun. Brjóskútbungun var enn algengari greining en brjósklos (tafla V). Samtals greindust 104 einstaklingar með brjósklos og/eða brjóskútbungun, eða 65% þátttakenda. Hjá þessum 104 sýndu þrjú atriði úr sjúkrasögu tilhneigingu til fylgni við brjósklos-/brjóskút- bungunargreiningu úr segulómuninni, en fylgnin var ekki töl- R A N N S Ó K N Tafla III. Helstu meinafræðiatriði sem læknar spurðu um á beiðni um segulóm- rannsókn (n=159). Spurningar Fjöldi Hlutfalla Brjósklos 98 61,6 Mænuþrengsli 33 20,8 Rótarþrengingar 33 20,8 Slitbreytingar 25 15,7 Bogaliðir 5 3,1 Brot 4 2,5 Annað 78 49,1 aFleira en eitt atriði gat komið fyrir á beiðni og því eru samanlagðar hlutfallstölur hærri en 100%. Tafla IV. Niðurstöður úr segulómrannsókn, helstu meinafræðiatriði og hlutfall þeirra af heildarfjölda þátttakenda (n = 159). Niðurstöður Fjöldi Hlutfalla Brjósklos 61 38,4 Brjóskútbunganir 79 49,7 Liðbilslækkanir 64 40,3 Rótarþrengingar 36 16,4 Slitbreytingar á bogaliðum 52 32,7 Mænuþrengsli 26 16,4 Annað 18 11,3 aFleira en eitt atriði gat komið fyrir á beiðni og því eru samanlagðar hlutfallstölur hærri en 100%. Tafla V. Niðurstöður úr segulómrannsókn þeirra þátttakenda (n=104) sem greindust með brjósklos og/eða brjóskútbungun. Niðurstöður Fjöldi Hlutfall Brjósklos H Án brjóskútbungana 9 8,6 Með brjóskútbungunum 11 10,6 Brjósklos V Án brjóskútbungana 11 10,6 Með brjóskútbungunum 21 20,2 Brjósklos M Án brjóskútbungana 5 4,8 Með brjóskútbungunum 4 3,8 Brjóskútbungun Án brjóskloss 43 41,3 H: Til hægri, V: Til vinstri, M: miðlægt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.