Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2017, Qupperneq 39

Læknablaðið - 01.01.2017, Qupperneq 39
LÆKNAblaðið 2017/103 39 minnistæðir fundir um það efni með þátt- töku forsvarsmanna þjóðarinnar. Það var samhugur meðal allra að reka spítalann áfram í óbreyttri mynd eftir að systurn- ar létu af stjórn og jafnvel áform um að sækja fram með viðbyggingu og fleira. Landakot var spítali sem öllum þótti vænt um og vildu varðveita og efla. Árið 1986 kom ég aftur til starfa á lyflækningadeild og gjörgæsludeild á Landakoti eftir fram- haldsnám. Nú fór í hönd framúrskarandi tími. Ég kynntist einvalaliði lækna, hjúkr- unarfræðinga og annars starfsfólks á Landakoti. Tómas Árni Jónasson var lyflæknir og meltingarsérfræðingur sem hafði hlot- ið frábæra þjálfun á Duke University í Norður-Karólínu sem hefur verið meðal fremstu læknaskóla í Bandaríkjunum. Tómas var einstakt ljúfmenni og frábær fagmaður og kennari. Hann var dósent við læknadeild og skipulagði kennslu læknanema á lyflækningadeildinni. Það var ánægja að fá að taka þátt í því með honum en allir sérfræðilæknar stunduðu kennslu af miklum áhuga og var nám- skeiðið í lyflækningum á Landakoti eftir- sótt af stúdentum og kandídatsárið líka. Tómas var að öllu leyti góð fyrirmynd fyr- ir unga nemendur jafnt og sérfræðilækni eins og mig. Guðjón Lárusson hlaut sína framhalds- menntun í lyflækningum og innkirtla- sjúkdómum á Mayo Clinic í Rochester, Minnesóta. Hann var mjög snjall maður og nálgun hans við klínískt viðfangsefni var skipulögð og öguð. Hann var fram- úrskarandi fær í greiningu erfiðra tilfella og hafði mjög fágaða framkomu gagnvart sjúklingum og samstarfsfólki. Fyrir utan okkar samskipti í lækningum á Landakoti þar sem hann kenndi mér margt gagnlegt, naut ég þess að ræða við hann um marg- víslega hluti og ekki síst tónlist. Guðjón hafði sérstakan áhuga á klassískri tónlist og mörgu að miðla í þeim efnum. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á tónskáld- um og flytjendum og hafði stúderað þetta áratugum saman. Hann benti mér á að besta hljómsveit allra tíma væri líklega Philadelphia Orchestra með Eugene Orm- andy við stjórnvölinn og hef ég síðan eign- ast margar úrvals upptökur með þeim. Hann taldi sig vera meðal þeirra fyrstu hér á landi sem kunnu að meta sinfóníur Gustavs Mahler, væri „Mahlerít númer eitt“. Þá hafði hann sérstakt dálæti á pí- anósnillingnum Wladimir Horowitz og sagði gjarna „en það er eitthvað sérstakt við þennan karl“. Hann var ekki einn um þá skoðun. Á Landakoti ríkti samband milli sér- fræðilæknanna sem einkenndist yfirleitt af trausti og virðingu. Menn sinntu sjúk- lingunum af alúð, voru aðgengilegir fyrir ráðgjöf, og gengu yfirleitt stofugang á hverjum degi, einnig um helgar. Fræðslu- fundur læknaráðs var á laugardagsmorgn- um kl. 9 og var ætíð góð mæting á þá fundi. Landakot var með símenntunarkerfi sem gerði kröfu til þess að menn uppfylltu ákveðin skilyrði með fundarsókn og þátt- töku í erlendum og innlendum læknaþing- um. Eftir laugardagsfundi og stofugang hittust menn í kaffistofunni á 6. hæð spítalans og ræddu um landsins gagn og voru það oft skemmtilegar umræður. Við fráfall okkar góðu kollega Tómasar Árna og Guðjóns rifjast upp fjársjóður minninga sem er okkur sem störfuðum með þeim á Landakoti ennþá hvatning til dáða. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Frá vinstri: Tómas Árni Jónasson, Guðjón Lárusson og Bjarni Jónsson á góðri stund á Landakoti. Myndin er líklega tekin 1977 í hófi til heiðurs St. Jósefssystrum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.