Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2017, Page 45

Læknablaðið - 01.01.2017, Page 45
LÆKNAblaðið 2017/103 45 endaþarmi. Leitin greinir einnig í mörg- um tilvikum sepa sem geta verið forstig krabbameins og þannig dregið úr nýgengi krabbameina. Því er haldið fram að skimun fyrir duldu blóði í hægðum valdi líklega miklu óöryggi hjá þátttakendum og þá væntan- lega frekar en skimun með fullkominni ristilspeglun sem fyrsta próf, án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Þvert á móti hefur verið sýnt fram á að skipuleg skim- un fyrir blóði með FIT-prófi valdi ekki sérstökum kvíða hjá flestum sem boðið er til þátttöku í slíkri skimun. Tillögur höfunda bréfsins eru athyglis- verðar en hafa ekki verið reyndar annars staðar. Verði þær framkvæmdar flokkast þær undir rannsóknarstarfsemi sem byggir á tilgátu. Skimunarátakið sem fyrirhugað er að hefja hér á landi byggir á gagnreyndri aðferðafræði og er því ekki vísindaleg rannsókn. Árangur skimunarinnar verður metinn út frá breytingum á nýgengi sjúk- dómsins, stigum hans og dánartíðni. Nánari upplýsingar um þessa skimun verða birtar á heimasíðu Embættis land- læknis. Heimildir 1 Theódórs Á, Stefánsson T. Leit að blóði eða ristilspeglun! Læknablaðið 2016; 102: 566-7.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.