Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 2
2 20. apríl 2018fréttir Lof & Last – Þorvaldur Þorvaldsson, for- maður Alþýðufylkingar Verðskulda Geðhjálp og fjöl- margir hópar, sem sameina fólk í geðrænum vanda til baráttu fyrir réttindum sínum og til margvíslegra geðúrræða sem auka lífsgæði þeirra með jafningjastuðningi, hvers konar virkni, og í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld, á tímum þegar vandinn eykst meðan vaxandi fjármagn hleðst upp og safnast á færri hendur. Ber þeim yfirvöldum og brösk- urum sem undanfarinn áratug hafa hundsað þarfir fólksins, svipt það heimili, lífsbjörg og mannlegri reisn, og aukið þannig á samfélags- leg vandamál. Borgarstjóra sem hefur afhent borgina spákaup- mönnum, og lofar sömu íbúðunum í hverjum kosningum á fætur öðrum. Íbúðum sem fáir hafa svo efni á að búa í þegar til kastanna kemur. Fordæma- laus fjöldi framboða verður á kjörseðli Reykvíkinga í komandi borgar- stjórnarkosningum, allt að fimmt- án framboð. Til eru þeir sem finnst það ekki vera nóg og ákvað DV því að taka saman nokkur framboð sem ættu að vera á kjörseðlinum eftir fimm vikur. Kristilegi Detox-flokkurinn Formenn yrðu að sjálfsögðu Gunnar í Krossinum og Jónína Ben sem halda bænastund daglega á heimili sínu. Gunnar predikar á meðan Jón- ína hreinsar óhreinar syndir úr þjóðinni svo geislabaug- urinn glans- ar sem aldrei fyrr. Vegan-flokkurinn „Beljum er nauðgað fyrir mjólk. Beljur gefa ekki samþykki sitt,“ sagði rapparinn og grænmetisætan Vigdís Howser. Vegan-istum hefur vaxið ásmegin og á endanum munu þeir stjórna heiminum. Við munum ganga í vegan- úlpum, vegan-skóm og tegundarhyggja líður undir lok. Við hættum að myrða kindur, eða einstaklinga eins og veganistar kalla rollurn- ar sem á endanum fá kosningarétt þegar þær hafa náð 18 ára aldri í rolluárum talið. Reiði rasista- flokkurinn Það má færa rök fyrir því að rasistaflokk- urinn sé nú þegar starfandi í nafni Þjóðfylkingarinnar. Fylkingin mælist vart í könnunum og nafna- breyting því tilvalin. Formannsskipti eru einnig mikilvæg. Þeir sem kæmu til greina væru Gústaf Níelsson, Jón Valur Jensson eða dregið af handahófi af meðlimum á Stjórn- málaspjallinu. Myndarlegi flokkurinn Sigmundur Davíð gagn- rýndi myndaval RÚV og spurði hvort ekki væri til betri mynd af honum. Meðlimir Myndarlega flokksins myndu ekki lenda í slíku. Sumir fara í bíó bara til að sjá sæta leikara. Það sama fólk gæti nú farið á kjörstað til að kjósa fallega fólkið. Áhorf á Al- þingisrásina myndi líka aukast – Sölvi Fannar, Arnar Grant og Ásdís Rán koma til greina sem forsætisráðherraefni. Feiti flokkurinn lokk Samtaka um lík- amsvirðingu sárvantar en Feiti flokkurinn væri meira grípandi. Tara Margrét sem hefur stigið óhrædd fram fyrir alþjóð hefur vakið athygli, andúð og aðdáun. Hún vill losa okkur við fitufordóma og er óhrædd við að nota orðið feit. Tara fær rússneska kosn- ingu sem formaður með Freyju Haralds sér til stuðnings. Tvær valkyrjur sem myndu hala inn atkvæðum. Á þessum degi, 20. apríl 1657 – Gyðingar í Nýju-Amsterdam (nú New York-borg) öðlast rétt til trúfrelsis. 1836 – Wisconsin-ríkissvæðið verður til með lagasetningu Bandaríkjaþings. Ríkissvæðið var til í þeirri mynd til 29. maí 1848, en þá varð austurhluti þess að Wisconsin-fylki. 1898 – William McKinley Bandaríkja- forseti undirritar sameiginlega ályktun þings landsins sem markar upphaf Spænsk-bandaríska stríðsins. 1914 – Verðir Olíu- og járnfélags Colorado og þjóðvarðliðar Colorado- fylkis ráðast gegn námumönnum í verkfalli og fjölskyldum þeirra. Nítján manns, karlar, konur og börn, liggja í valnum í því sem síðar var kallað Ludlow-blóðbaðið. 1918 – Rauði baróninn, Manfred von Richthofen, skýtur niður sína 79. og 80. flugvél í fyrri heimsstyrjöldinni. Sigrar hans í háloftunum urðu ekki fleiri því hann særðist banasári næsta dag í einvígi við kanadískan flugmann, Wilfrid „Wop“ May. Síðustu orðin „Ég er að deyja eins og ég lifði: um efni fram.“ – sagan segir að írska ljóð- og leikritaskáldið Oscar Wilde (16. október 1854–30. nóvember 1900) hafi beðið um kampavínsglas á banabeðinum. ný nauðsynleg framboð í Reykjavík É g get ekki meira, ég er and- lega gjaldþrota,“ segir Magnea Hrönn Örvarsdóttir og vís- ar til meints eineltis sem hún segist verða fyrir af hálfu öryggis- varða og lögreglu. Á dögunum vakti viðtal Jóns Ársæls Þórðar- sonar við Magneu í þættinum Paradísarheimt mikla athygli. Þá sat Magnea á bak við lás og slá á Hólmsheiði en alls hefur hún setið inni í þrjú ár samfellt fyrir brot sem verða að teljast frekar léttvæg, smá- vægilegt neyslutengt hnupl. Með- al annars hlaut hún 60 daga fang- elsisdóm í febrúar fyrir að hafa, í nokkrum tilvikum, stolið 34 glös- um af vanillu- og kardimommu- dropum, súkkulaðistykki, ilm- vatnsprufu og augnblýanti. Búin að borga til baka því sem hún stal Böl Magneu er áfengi og fíkniefni sem hún hefur háð harða baráttu við undanfarin ár. Hún losnaði úr fangelsi um miðjan mars síðast- liðinn og hefur haldið sér edrú síð- an. Sú barátta hefur verið erfið en hún hefur meðal annars einbeitt sér að því að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég er búinn að hringja og senda tölvupóst á allar þær versl- anir sem ég hef hnuplað frá. Ég er búin að borga allt til baka með vöxtum sem ég hef hnuplað þegar ég er undir áhrifum,“ segir Magnea. Hún segir að forsvarsmenn verslana hafi tekið sér vel en þó sé hún enn víða í banni. „Ég má ekki koma inn í Kringluna né Smára- lind, sama gildir um stöðvar N1 og víðar. Það getur reynst manni fjötur um fót að mega ekki stíga fæti þar inn,“ segir Magnea. Á dögunum laumaði hún sér samt í báðar verslunarmiðstöðvar. Fyrst keypti hún krem í MAC-verslun- inni í Kringlunni en gerði sér síð- an ferð í sömu verslun í Smáralind til að kaupa sér gerviaugnhár. Eft- ir að hafa greitt fyrir þau var hún stöðvuð af fjórum lögreglumönn- um og tveimur öryggisvörðum. „Þeir gerðu meðal annars krem- ið upptækt. Ég var ekki með kvitt- un en gat sýnt þeim færsluna í heimabankanum,“ segir hún. Henni þótti uppákoman bæði sár og niðurlægjandi en verst var að fram undan voru endurfundir hennar við börnin sín eftir margra mánaða fjarveru og ætlaði hún að gefa dóttur sinni kremið. Íslandsmeistari í handtökum „Það er erfitt að halda sér á beinu brautinni þegar svona niðurbrot eru daglegt brauð. En þetta er minn raunveruleiki,“ segir Magnea. Hún segist fullviss um að hún eigi Íslandsmet í handtökum. „Ég tók lauslega saman að ég hef líklega verið handtekin og látin dúsa í klefa á Hverfisgötunni um 400 sinnum. Lögreglan fullnýtir alltaf þennan sólarhring sem þeir mega halda mér. Ég upplifi þetta sem einelti í minn garð,“ segir Magnea. Hún segist undrast að lögreglan sé alltaf mætt um leið til þess að taka hana fasta á meðan að rannsókn alvar- legri brota sitji á hakanum. Magnea nefnir sem dæmi þegar hún var handtekin fyrir að húkka sér far en það mál átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Það má víst ekki samkvæmt lögum þótt ég sé örugglega sú eina sem hafi ver- ið handtekin fyrir það brot,“ segir Magnea. Gefin var út ákæra í því máli sem gerði það að verkum að Magnea fékk ekki að fara í opið úrræði þegar hún afplánaði fang- elsisdóm. „Það mál velktist um í kerfinu og var notað gegn mér þegar ég sóttist eftir því að kom- ast í opið úrræði. Þegar ég var búin að afplána dóminn þá var málið loks látið falla niður,“ segir Magnea. Þau þrjú ár sem hún hefur af- plánað í fangelsi hefur hún verið kirfilega læst á bak við lás og slá. „Ég hef aldrei fengið að afplána í opnu úrræði en það fá samt all- ir stórglæpamenn. Mér líður hræðilega í fangelsi, sérstaklega á Hólmsheiði sem er mannskemm- andi staður. Ég tilheyri ekki undir- heimunum og á þar enga vini. Ég reyni að halda mig út af fyrir mig innan veggja fangelsisins og ég vona að ég þurfi aldrei að dvelja þar aftur,“ segir Magnea. n Magnea sakar LögregLu uM eineLti n Segist eiga Íslandsmet í handtökum n Handtekin og ákærð fyrir að húkka sér far Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég tók lauslega saman að ég hef líklega verið handtekin og látin dúsa í klefa á Hverfis- götunni um 400 sinnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.