Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 40
20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar
Karen opnar eigið hjólastúdíó í haust:
„Skemmtileg hreyfing skilar vellíðan“
Karen Axelsdóttir er afreksíþrótta-maður til
margra ára, keppti í
þríþraut og hjólreið-
um og margfaldur
Íslandsmeistari í
báðum greinum.
Hjólaþjálfun bæði
innandyra og ut-
andyra er nýja æðið,
hvernig stendur á því?
„Við erum að ganga
í gegnum gríðarlega framþróun í
hjólaþjálfun innandyra og svokölluð
vattaþjálfun er að koma í staðinn fyrir
spinning. Í spinning ertu á þartilgerðu
hjóli en það er erfitt að sjá mælan-
legan árangur. Með tilkomu svokallaðra
vattahjóla og litaþjálfunar getur fólk
núna séð hvað það er að gera hverju
sinni. Þetta er svipað og að fara út
að hlaupa með Garmin-úr þar sem
þú veist á hvaða hraða þú ert og hve
marga km þú ert búinn að fara í stað
þess að fara út að hlaupa án úrsins.
Hvorugt er betra eða verra en flestir
upplifa miklu meiri hvata af því að sjá
hvað þeir eru að gera og geta mælt
framfarirnar. Tala nú ekki um að hlaða
upplýsingum inn á netið á Strava.
Á mannamáli þá segja vöttin til
um kraftinn sem þú hjólar á. Það er
algengt að konur séu í kringum 170 og
karlar 230 í stöðumati en hækki um
30–40 vött eftir nokkra mánuði. Svo
geturðu einnig séð hve marga kíló-
metra og fleira þú
ert að hjóla. Þetta
er mjög hvetjandi.“
Hver er lykillinn
að því að vera
góður hjóla-
þjálfari?
„Keppnisreynsla
og menntun
hjálpar mikið en
þeir sem hafa
það eru ekki alltaf
bestu þjálfararnir. X-fact-
orinn við frábæran þjálfara er að
viðkomandi hafi gott sjálfstraust
og nái vel til fólks. Þú þarft að hafa
einlægan áhuga á því að hvetja aðra,
hlusta og sýna áhuga. Annaðhvort er
fólk hreinlega með það eða ekki.
Ég vann mig úr meðalslöppu formi
í það að vera afreksíþróttakona og
þjálfari í London þar sem ég bjó í sjö
ár. Sú reynsla hjálpar mér ómetan-
lega við þjálfun. Það að tileinka sér
aga, gott skipulag, vera tilbúinn að
leggja hart að sér og gefast aldrei
upp er veganesti sem ég reyni að
miðla. En það gagnast mér ekki síður
að hafa lent í áfalli, misst keppnisfer-
ilinn eftir tvö alvarleg slys og aðallega
vinnan við það að ná heilsu á ný. Ég
hef því bæði farið úr slöppu formi á
toppinn og frá algjöru heilsuhruni upp
í vellíðan. Ég hef sigrað þessar tvær
stóru keppnir í mínu lífi og vil gjarnan
hjálpa fólki að ná sínum sigrum.“
Hvernig byggir þú upp tímana?
„Mín nálgun er sú að ég kynnist
mínu fólki og hjálpa því að ná sínum
markmiðum. Ég þekki það með nafni
og veit hvað það er að stefna á. Með
öðrum orðum, ég fæ að vera virkur
þátttakandi í að sjá fólk gera jákvæð-
ar breytingar á sínu lífi. Það er ekki til
meira gefandi starf.
Fólk mætir á námskeið í sex til átta
vikur, þrisvar í viku og æfingarnar
eru mjög ólíkar. Það er mikilvægt að
brjóta hlutina upp, því fólk er fljótt að
staðna. Eina rútínan sem ég vil sjá er
að hreyfing og árangur verði dag-
legt brauð. Slík rútína eykur vellíðan,
sjálfstraust og hjálpar fólki á öllum
öðrum sviðum í sínu lífi.
Þú tekur stöðumat reglulega og
sérð nákvæmlega hvernig þú ert að
bæta þig. Einn dag erum við að vinna
með stuttar lotur, næsta dag með
úthald og þann þriðja með rólegri
æfingar eða brekkur. Á rólegri
æfingum tek ég fyrir ákveðið þema,
til dæmis að fá fólk til að hugsa út
fyrir þægindarammann eða upp-
lifa þakklæti. Ég nota einnig mikið
myndefni bæði úr keppnum til að
hvetja fólk áfram eða náttúrunni
þannig að fólki líði eins og það sé
að hjóla í Ölpunum eða íslenskri
náttúru.“
Opnar eigið hjólastúdíó í ágúst
Í fyrra hóf Karen síðan þjálfun að
nýju í Hreyfingu. „Ég ákvað að prófa
hvort ég vildi aftur vera tengd hjól-
reiðum eftir slysin og fann að þetta
er mín hilla í lífinu,“ en uppselt hefur
verið á hjólanámskeið hennar síðan í
haust.
„Ég ákvað að taka þetta alla leið
og ætla að opna eigið hjólastúdíó í
haust,“ en það verður opnað í Sólum
jógastúdíó, sem verður frá og með
haustinu jóga- og hjólastúdíó. ,,Til að
komast í gott form þarf heildræna
nálgun, þú þarft líka mýktina og að
minnka streitu, sem jóga býður upp
á.“ Karen byrjar með sumarnámskeið
utandyra í vor, en stúdíóið opnar
formlega um miðjan ágúst. „Þetta er
mjög spennandi.“
Þegar nær dregur opnun má fá
allar upplýsingar á heimasíðu Sólar,
en einnig má hafa samband til að fá
upplýsingar við Karen á netfanginu:
karenaxels@gmail.com.
Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
HVELLur – rEiðHjóLAÞjónuSTA ALLT Árið:
Hvellur er orðið gamalt og reynt fyrirtæki í hjólreiðabransan-um og eitt af fáum sem rekur
alvöru hjólreiðaverkstæði,“ segir
Guðmundur Tómasson. Hvellur var
stofnað á Grenivík, en Guðmundur og
fjölskylda hans hafa rekið fyrirtækið
frá árinu 2004 og á Smiðjuvegi frá
árinu 2007.
Hjá Hvelli fást hjól fyrir alla, allan
aldur og hvort sem fólk vill hjól til dag-
legra nota eða keppni. „Við byrjuðum
snemma að flytja inn reiðhjól og erum
eitt af elstu fyrirtækjum landsins í
þessum bransa.“
„Við erum mikið í götuhjólum og
þessum klassísku. Við erum einnig
með mikið af aukahlutum, dekkj-
um, slöngum og öllu því sem þarf
til reksturs hjóla. Hybrid-hjólin, sem
eru bland af götu- og fjallahjóli, og
barnahjólin, eru vinsælust,“ segir
Guðmundur.
Hjólreiðar eru ekki lengur bundnar
við árstíma
Hjólreiðar hafa vaxið mikið síðustu ár
og þá helst þannig að þær eru stund-
aðar allt árið í stað hluta árs eins
og tíðkaðist áður. Keppnishjólreiðar
hafa einnig aukist mikið. „Það er alltaf
aukning og mikið um fólk, sem ekki
hefur hjólað mikið áður, jafnvel eldra
fólk, sem vill fara að hjóla og hreyfa
sig meira.“
Hvellur hóf innflutning á Fuji-hjól-
um árið 2006, en þau eiga sér langa
sögu sem einn elsti hjólaframleiðandi
heims, en fyrirtækið byrjaði um 1900
að framleiða hjól. Fyrirtækið var áður
japanskt, en er nú bandarískt og er
á toppnum þar í gæðum og leiðandi
í hönnun keppnisreiðhjóla. Hvellur
selur einnig hjól frá Puky, sem er þýskt
gæðamerki í barnahjólum, þríhjólum,
sem eru aðalsöluvaran, jafnvægis-
hjólum og hlaupahjólum. „Fyrirtækið
er einkafyrirtæki og það er áhugavert
að geta þess að fyrirtækið er vernd-
aður vinnustaður,“ segir Guðmundur.
Við bjóðum upp á rafmagnshjól frá
Fuji, sem standast evrópskar gæða-
kröfur. rafmagnshjólin eru í seinni
þróun hérlendis, miðað við önnur
Evrópulönd, eins og til dæmis Hol-
land þar sem þau eru að fara fram úr
venjulegum hjólum í sölu.
Hvellur flytur einnig inn margar
gerðir reiðhjólahjálma frá KED, hjálm-
arnir eru framleiddir í Þýskalandi og
eru einstaklega vandaðir og til í öllum
stærðum. ungbarnahjálmarnir eru
framleiddir í sömu stöðlum og hjálm-
arnir fyrir unglinga og fullorðna.
Alhliða hjólreiðaviðgerðir
Hvellur hefur boðið upp á alhliða hjól-
reiðaviðgerðir frá upphafi, þar sem
boðið er upp á allar viðgerðir, fyrir
hvaða hjól sem er.
Hjá Hvelli fást hins vegar ýmsar
vinsælar sumarvörur eins og körfu-
boltaspjöld. Á veturna taka vetrar-
vörur við, samhliða reiðhjólunum, en
Hvellur er langstærsti aðilinn hér á
landi í innflutningi á snjókeðjum fyrir
allar gerðir farartækja og eru keðju-
viðgerðir einnig stór hluti af rekstrin-
um.
Hvellur er á Smiðjuvegi 30, Kópa-
vogi.
Heimasíða: hvellur.com.
Opnunartímar eru kl. 9–18 virka
daga og kl. 13–16 laugardaga.
Guðmundur Tómasson með
eitt af Fuji-hjólunum góðu.