Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 16
16 20. apríl 2018fréttir - erlent Á fimmtudag í síðustu viku var hringt í Sonboleh Norouzs, sem býr í Kaupmanna- höfn, frá leikskólanum þar sem dóttir hennar var. Leikskóla- stjórinn var í símanum og spurði Norouzs hvort hún gæti kom- ið á leikskólann sem fyrst því það þyrfti að segja henni svolítið. Leik- skólastjórinn fullvissaði Norouzs um að allt væri í lagi en vildi ekki segja meira í símann. Norouzs ók strax til Labyrint- en-leikskólans á Amager en segist ekki muna neitt eftir ferðinni, hún vildi bara komast til dóttur sinn- ar og átti erfitt með að hugsa um nokkuð annað en hana. Þegar hún kom á leikskólann fékk hún að vita að dóttir hennar hefði sloppið út um opið hlið og síðan gengið sem leið lá niður að umferðarþungri götu í nágrenninu. Norouzs fékk að vita að börnin hefðu verið úti að leika sér þegar leikskólakennari af stofu dóttur hennar þurfti að fara inn til að skipta á einu barni. Þá náði dóttir hennar að komast út um opið hlið. TV2 hefur eftir Norouzs að 300– 400 metrar séu frá leiksvæðinu á leikskólalóðinni að hliðinu sem dóttir hennar fór út um. Hún sagð- ist vera mjög ósátt við að starfs- fólkið hafi ekki tekið eftir að dótt- ir hennar væri horfin og að hliðið hafi getað verið opið. Tvær konur sáu til ferða litlu stúlkunnar við umferðarþungu götuna og ákváðu að fara með hana á næsta leikskóla þar sem þeim fannst undarlegt að hún væri ein á ferð. Á leið á leikskólann mættu konurnar leikskólakennara sem hafði verið sendur út til að leita að stúlkunni. Foreldrarnir hafa ákveðið að dóttir þeirra sæki þennan leik- skóla ekki framar því þeir geti ekki verið vissir um að öryggi hennar sé tryggt þar. n S máforritið Show My Day var búið til í Aabenraa í Dan- mörku og hefur náð tölu- verðri útbreiðslu víða um heim. Smáforritið segir notend- um til dæmis hvenær þeir eigi að fara í bað, klæða sig, taka strætó og hvenær eigi að hitta einhvern. Betina Carstens bjó smáforritið til en lét sig ekki dreyma um að það yrði vinsælt víða um heim. Það sem rak hana áfram var að sonur hennar er einhverfur og þarfnaðist yfirsýn- ar og skipulags í hinu daglega lífi. Smáforritið segir til upp á mín- útu hvenær á að gera ákveðna hluti og þegar notandinn hefur merkt við að hann hafi gert þá get- ur hann snúið sér að næsta ver- kefni. Með þessu fær notandinn sýn yfir verkefni sín. Smáforritið er nú notað í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Færeyjum. Auk þessu eru skólar í Boston í Bandaríkjun- um nú að kynna sér smáforritið og kosti þess. En það eru fleiri en einhverf- ir sem nota smáforritið því margir fullorðnir, sem glíma við andlega fötlun, eru farnir að nota það, segir í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið. Þar er haft eftir Cecilie Granbjerg, 19 ára þroskaheftri konu, að henni líði miklu betur eft- ir að hún fór að nota smáforritið. Nú eigi hún miklu auðveldara með að komast í gegnum daginn. Smá- forritið segi henni hvenær hún eigi að fara að sofa, hvenær hún eigi að gera ákveðna hluti eða hitta ein- hvern. n Kristján Kristjánsson Farðu í bað, klæddu þig, farðu í strætó K anadísk yfirvöld hafa ákveðið að flytja fjöl- skyldur stjórnarerind- reka sinna heim frá Kúbu. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að 10 Kanadamenn, sem hafa verið við störf á Kúbu, hafa upp- lifað dularfull heilsufarsvanda- mál. Ekki er ljóst hvað veldur og eru kanadísk stjórnvöld að rann- saka málið. CTV News skýrir frá þessu. Málið minnir mjög á það sem fjöldi bandarískra stjórnarerind- reka hefur lent í á Kúbu á undan- förnum misserum. Þá sögðu bandarísk stjórnvöld að hugs- anlega hefði verið ráðist á fólkið með hátíðnihljóðum. Það er nú talið ósennilegt en engin önnur haldgóð skýring hefur þó fundist á dularfullum veikindum stjórn- arerindrekanna. Læknar hafa þó áhyggjur af að veikindi fólks- ins séu ný tegund heilaskaða en hvað veldur skaðanum er hins vegar ekki vitað. Einkenni veikindanna eru svimi, höfuðverkur og ógleði. Kanadískir stjórnarerindrekar og fjölskyldur þeirra fóru að kvarta undan einkennunum á síðasta ári. Engin ný tilfelli hafa komið upp frá því síðasta haust en þeir sem veikt- ust finna enn fyrir einkennum. Kanadísk stjórnvöld vilja gæta fyllstu varúðar og hafa því ákveðið að stjórnarerindrekar megi ekki taka fjölskyldur sín- ar með til Kúbu. Einnig er ver- ið að leggja mat á hvort fækkað verði í starfsliði sendiráðsins í Havana en þar eru nú 15 stjórn- arerindrekar við störf. Kanadísk stjórnvöld telja jafn hættulegt að starfa í sendiráðinu á Kúbu og í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld fækk- uðu starfsfólki í sendiráði sínu í Havana á síðasta ári af sömu ástæðu og vísuðu 15 kúbversk- um stjórnarerindrekum úr landi í refsingarskyni fyrir að Kúba hefði ekki gert nóg til að vernda bandaríska stjórnarerindreka. Kúbverska stjórnin hefur neit- að allri vitneskju um málið. Þar- lend stjórnvöld hafa í gegnum tíðina átt í vinsamlegum sam- skiptum við Kanada. n Kristján Kristjánsson Dularfull veikindi 18 mánaða stúlka slapp út um hlið á leikskóla n Vitni sáu stúlkuna ganga við umferðarþunga götu Kanadískir stjórnarerindrekar á Kúbu þjást„Ekki er ljóst hvað veldur og eru kanadísk stjórnvöld að rannsaka málið. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.