Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 56
56 20. apríl 2018
Tímavélin Gamla auglýsinginDV 27. mars 1991
Gunnar og
Snorri vildu
stöðva mynd
Scorsese
Fáar kvikmyndir hafa valdið
jafn miklum úlfaþyt og Síð-
asta freisting Krists eft-
ir Martin Scorsese frá ár-
inu 1988. Myndin, sem fjallar
meðal annars um baráttu Jesú
við freistingar holdsins, var
bönnuð í mörgum löndum, þar
á meðal Mexíkó, Grikklandi og
Filippseyjum. Á Íslandi reyndu
trúarleiðtogar á borð við Gunn-
ar Þorsteinsson í Krossinum,
Snorra Óskarsson í Betel og
Jakob Rolland, prest Landa-
kotskirkju, að stöðva sýningu
myndarinnar í kvikmyndahús-
um og sendu ríkissaksóknara
bréf þess efnis. „Hér er um að
ræða kvikmynd, sem á allan
hátt særir trú okkar og allt sem
okkur er heilagt. Öllu trúar-
uppeldi stafar hætta af þeirri
afbökun, rangfærslu og háði,
sem kristin trú verður fyrir í
þessari kvikmynd.“ Þrátt fyr-
ir að myndin hafi verið sýnd í
kvikmyndahúsum var í þrígang
hætt við sýningu hennar í sjón-
varpi vegna þrýstings.
Þ
ó að flest raflagnakerfi Ís-
lands séu sambærileg
þeim sem tíðkast á megin-
landi Evrópu þá má finna í
mörgum húsum það sem landinn
kallar „ítalska kerfið“. Kerfið, sem
heitir Ticino, náði útbreiðslu hér
á landi á sjöunda og áttunda ára-
tugnum en síðar fór það úr al-
mennri notkun. Margir hafa þó
furðað sig á því af hverju kerfið
er enn svo útbreitt en það þekkist
varla í nágrannalöndunum í dag.
Málmiðnaðar- og raflagnafyr-
irtækið Ticino var stofnað árið
1936 og árið 1961 kom Magic-ser-
ían þeirra á markað. Íslendingar
þekkja þetta enda stendur Magic
á innstungunum. Þetta sama ár
flutti fyrirtækið Falur hf. í Kópa-
vogi kerfið inn til landsins.
Í tísku í Breiðholti
Helgi Þórður Þórðarson, raf-
virkjunarkennari í Tækniskólan-
um, segir að kerfið hafi þótt mik-
il nýjung á sínum tíma. „Kerfið
varð mjög vinsælt af því að það
gaf möguleika á því að hafa þrjá
rofa í einni dós sem þekktist ekki
áður. Þetta er mjög flottur búnað-
ur, alls ekki dýr og er enn notað-
ur í dag. Að vísu má segja að það
sé ákveðinn galli að fólk þarf að
skipta út öllum klóm á heimilis-
tækjum eða nota millistykki til að
tengjast kerfinu.“
Stefnir Helgason, forstjóri
Fals, var duglegur að kynna þessa
nýjung fyrir landsmönnum. Til
dæmis á Akureyri þar sem plast-
verksmiðjan Bjarg, í eigu Sjálfs-
bjargar, hóf framleiðslu á rofum
og tengidósum fyrir Ticino árið
1970. Fram að þeim tíma hafði
allt verið flutt beint inn frá Ítalíu.
Helgi segir:
„Þetta komst í tísku um miðj-
an sjöunda áratuginn þegar
Breiðholtið var að byggjast upp.
Mig minnir að kerfið hafi verið
sett í flestallar nýjar íbúðir sem
voru byggðar þar.“
Þessi tíska leið undir lok á ní-
unda áratugnum en nýrri útgáf-
ur Ticino eru enn þá seldar í dag
hjá S. Guðjónsson. Auk Íslands
og Ítalíu náði Magic-serían tölu-
verðri útbreiðslu í Chile. Stefnir
Helgason lést þann 10. apríl síð-
astliðinn. n
Furðuleg útbreiðsla Ticino á Íslandi
Stefnir Helgason kynnir
Ticino á Akureyri 1970..
Strippklúbbasprengjan
Á
rin frá um 1995 til 2005 ein-
kenndust af því sem sum-
ir kalla klámvæðingu en
aðrir kynfrelsi. Á þessum
tíma varð Bleikt & blátt eitt mest
lesna tímarit landsins, Rauða lín-
an velti milljónum, erótískt efni á
borð við Red Shoe Diaries var sýnt
á Stöð 2, tvær erótískar kvikmynd-
ir voru framleiddar hér á landi og
Palli og Rósa voru með sín klám-
kvöld á Spotlight. Í einni vendingu
hætti klám og kynlíf að vera feimn-
ismál. Fylgifiskur þessarar þróun-
ar var uppgangur nektardansstaða
sem spruttu upp eins og gorkúlur
á höfuðborgarsvæðinu og höluðu
inn hundruðum milljóna króna á
ári hverju.
Bóhem
Íslendingar höfðu kynnst erlend-
um fatafellum áður en Café Bó-
hem kom til sögunnar. Til dæm-
is hinni dönsku Susan Haslund
sem baðaði sig á skemmtistöð-
um, félagsheimilum og öðrum
samkomuhúsum á áttunda og ní-
unda áratugnum síðustu aldar.
Einnig höfðu íslensk ungmenni
fækkað fötum á sýningum hjá hin-
um skammlífa Pan-hópi á Upp og
niður. Árið 1994, þegar nektarsýn-
ingar hófust á Bóhem, var jarðveg-
urinn hins vegar mun frjórri.
Bóhem var stofnaður í des-
ember árið 1993 á Vitastíg en þá
ekki sem nektardansstaður. Þetta
var fyrst og fremst tónleikastað-
ur þar sem margar af framsækn-
ustu hljómsveitum landsins komu
fram. Ári síðar var farið að bjóða
upp á „stripp“ á staðnum og síðar
var staðurinn fluttur á Grensásveg.
Til að byrja með fækkuðu fimm
íslenskar stúlkur fötum á Bóhem
en ekki leið á löngu þar til erlendar
meyjar fóru að troða upp, aðallega
frá Austur-Evrópu og Taílandi.
100 dansarar
Nektardansmeyjarnar störfuðu
sem verktakar á stöðunum og
sóttu sínar tekjur sjálfar. Þó með
þeirri tryggingu staðanna að ef
þær næðu ekki lágmarksupphæð
á mánuði var farmiðinn fyrir þær
aftur til heimalandsins greiddur.
Staðirnir sjálfir rukkuðu inn
og fengu tekjur af áfengissölu.
Dansararnir fengu þjórfé frá
gestunum sjálfum og voru seðlar
þá gjarnan settir í þveng, brjósta-
haldara eða sokka. Hægt var að
panta dansara á borð gegn gjaldi
og kostaði það meira ef borðið var
afsíðis. Einkadans fyrir viðskipta-
vini gaf þó mest í aðra hönd og gat
slíkur dans hlaupið á tugum þús-
unda króna. Auk þess buðu stað-
irnir upp á þjónustu í einkasam-
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is