Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 6
6 20. apríl 2018fréttir Tvífarar vikunnar Tvífarar vikunnar að þessu sinni eru Kalli Bjarni, og Tobin Bell, mörgum kunnugur sem Jigsaw. Kalli Bjarni vann söngvakeppn- ina Idol stjörnuleit árið 2004 og ættu ýmsir unnendur hryllings- mynda að þekkja andlit Bell mæta vel, enda Saw-myndirnar orðnar átta í dag. Þótt Bell virki nokkuð ógnandi á ljósmyndum er orðið á götunni að hann sé hið mesta ljúfmenni. Ekki er vitað um sönghæfileika Bell en Kalla Bjarna sást nýverið bregða fyrir á hvíta tjaldinu í myndinni Full- ir vasar. Svipurinn með þessum mönnum er sterkur, nefið og þá sérstaklega munnsvipurinn. Hver er hann n Er Ísfirðingur og á fimm systur n Á farsælan leikferil að baki og lék meðal annars bifvélavirkja í spennumyndinni Foxtrot n Rak leikhús í Berlín n Söng með vinsælustu kántrísveit landsins n Fagnar sextugsafmælinu í ár með stórtónleikum og nýrri plötu Svar: Helgi BjörnSSon Var sparkað úr Salnum en velkominn annars staðar H inn umdeildi breski að- gerðasinni og borgara- blaðamaður, Tommy Robinson, mun halda framsöguræðu á ráðstefnu um fjölmenningu og innflytjendamál sem haldin verður í salnum Gull- teigur á Grand Hótel þann 17. maí. Áður hafði verið tilkynnt um að ráðstefnan yrði haldin í Salnum í Kópavogi þann 18. maí. Þremur klukkustundum eftir að miðasala á viðburðinn hafði verið sett upp á vefnum tix.is tók Salurinn ráð- stefnuna hins vegar af dagskrá og úr miðasölu. Olli þessi ákvörðun nokkru fjaðrafoki. Salurinn sagði að misskilningur hefði orðið innan- húss við bókun viðburðarins. Ráð- stefnuhaldarar eru félagið Vakur og nokkrir einstaklingar utan þess félagsskapar. Talsmaður Vakurs, Sigurfreyr Jónasson, segist ekki trúa þessum skýringum og tel- ur að ákvörðunin hafi átt sér póli- tískar orsakir. Í samtali við DV fyrr í mánuðinum sagði forsvarskona Salarins að Salurinn hafi enga pólitíska afstöðu. ekki vandamál að gesturinn sé umdeildur Nokkuð hefur dregið til tíðinda hvað varðar undirbúning fyrir komu Tommy Robinson hingað til lands undanfarna daga. Ráð- stefnuhaldarar tóku fljótlega eftir ákvörðun Salarins að svipast um eftir öðrum stað undir ráðstefn- una. Voru sendar fyrirspurnir á þrjá staði, Gamla bíó, Center Hotels og Grand Hót- el. Öllum þessum aðilum var gerð grein fyrir því að Tommy Robin- son væri umdeildur og ráðstefn- an geti átt eftir að vekja úlfúð. Allir þrír staðirnir voru fúsir til að hýsa ráðstefnuna. Fulltrúar Gamla bíós sögðu að það kæmi þeim ekki við að maðurinn væri umdeildur og viðbrögð hinna aðilanna hafa ver- ið sambærileg. Gamla bíó gat boð- ið 18. maí en með- al annars vegna þess að dagsetn- ingin 17. maí hentar Tommy og hans fylgdarliði betur ákváðu ráð- stefnuhaldarar að velja Grand Hótel. enginn aðgangseyrir – gjaf- mildir styrktaraðilar Vel hefur gengið að safna styrktar- fé vegna ráðstefnunnar og eftir að fréttirnar bárust af messu- fallinu í Salnum virðast velunnarar ráðstefnunn- ar hafa gerst enn örlát- ari. DV hefur heim- ildir fyrir því að ónafngreindur að- ili hafi greitt allan kostnað við leigu á fundarsalnum á Grand Hót- el. Ýmis önnur framlög, stór og smá, hafa borist ráð- stefnuhöldur- um. Af þess- um ástæðum meðal annars hefur ver- ið ákveðið að hætta við miðasölu og verður frítt inn á ráð- stefn- una. Salurinn tekur um 400 manns í sæti en eitthvað fleiri ef staðið er. Sem fyrr segir er Tommy Robinson afar umdeildur vegna baráttu sinnar gegn öfgasinnuð- um múslímum á Bretlandi en ekki síður fyrir að hafa stofnað götu- mótmælahreyfinguna The Eng- lish Defense League í heimaborg sinni, Luton, árið 2009. Tommy gekk úr hreyfingunni árið 2013. Hann er nú sjálfstætt starfandi borgarablaðamaður og birtir reglulega myndbönd með viðtöl- um og ýmsu öðru efni sem tengist baráttu hans gegn öfga-íslam og fyrir málfrelsi. Tommy Robinson hefur ítrek- að verið sakaður um hatursáróður í garð múslíma og er sem fyrr segir afar umdeildur. Hann nýtur jafn- framt mikilla vinsælda. Sjálfur seg- ist hann alls ekki vera hægri öfga- maður en telur fjölmiðla draga upp ranga mynd af sér og segist hafa þurft að þola óhróður þeirra og ýmissa vinstri sinnaðra sam- taka um áraraðir, þar sem honum hafi verið gerðar upp skoðanir. Eft- ir stendur þó að Tommy Robinson vill stöðva innflutning múslíma til Bretlands tímabundið, sem og byggingu nýrra moskna í landinu. Enn fremur fordæmir hann trúar- brögðin íslam í heild sinni og þá pólitísku hugmyndafræði sem af þeim er sprottin, en segir að gera þurfi sterkan greinarmun á íslam annars vegar og múslímum hins vegar. n Tommy Robinson mun tala á Grand Hótel: L andspítalinn greiddi al- mannatengslafyrirtækinu Góð samskipti ehf. rúmar tíu milljónir króna á árun- um 2014 til 2016. Um var að ræða námskeið fyrir stjórnendur spítal- ans sem ætlað var að kenna þeim að tala við fjölmiðla. Í lok árs 2016 var sett á laggirnar sérstök sam- skiptadeild innan spítalans sem gerði það að verkum að þeir sem sátu námskeiðin þurftu ekki lengur að eiga í samskiptum við fjölmiðla. Samkvæmt heimildum DV fóru helstu stjórnendur Landspítalans á einstaklingsnámskeið í stúdíói á Krókhálsi með Andrési Jónssyni, almannatengli hjá Góðum sam- skiptum. Í svari frá samskiptadeild Landspítalans segir að nokkuð stór hópur hafi farið á námskeið, þar á meðal Páll Matthíasson for- stjóri, framkvæmdastjórar og deildarstjórar. Ástæðan hafi verið að þessir aðilar hafi séð að mestu sjálfir um samskipti við fjölmiðla sem hafi kallað á „ákveðna þjálf- un og kennslu í grundvallaratrið- um hérna innanhúss“ eins og seg- ir í svarinu. Andrés segir í svari við fyrir- spurn DV að ákvörðunin hafi ekki tengst neinu einstöku máli heldur nýrri upplýsingastefnu Landspít- alans þar sem fjölga átti stjórn- endum og sérfræðingum sem fjöl- miðlar hefðu aðgang að. Farið var í útboð þar sem Góð samskipti átti lægsta tilboðið. Segir Andrés að kennslan hafi farið fram í mars 2014 í minni hópum, bæði um helgar og á virkum dögum, loka- hlutinn hafi svo falist í æfingum í viðtölum í myndveri sjónvarps- stöðvarinnar Miklagarðs á Krók- hálsi. Síðar hafi svo verið haldið styttra námskeið fyrir viðbragð- steymi spítalans sem var þá að undirbúa viðbrögð ef ebóla skyldi berast til landsins. Tölur frá árunum 2014 til 2017 sýna að Landspítalinn greiddi Góðum samskiptum rúmlega 5,6 milljónir árið 2014, 3,9 milljón- ir árið 2015 og 267 þúsund krón- ur árið 2016. Alls rúmlega 10 millj- ónir króna á þriggja ára tímabili. Landspítalinn greiddi ekkert til Góðra samskipta á árinu 2017 en eins og áður segir tók samskipta- deildin til starfa haustið 2016. Andrés segir að umfangs- mestu verkefnin hafi snúið að því að bregðast við yfirvofandi vanda í mannauðsmálum og hafi þá ver- ið farið í kynningarherferð, þar sem meðal annars voru útbúin mynd- bönd sem deilt var á Facebook og beint var meðal annars að mennta- skólanemum. n ari@dv.is Landspítalinn greiddi almannatengli 10 milljónir Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.