Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 50
50 lífsstíll - bleikt 20. apríl 2018 Vegan-bollakökur að hætti Amöndu Cortes Amanda Cortes bloggari hjá öskubuska. is hefur gaman af því að prófa sig áfram í bakstri. Amanda er vegan og er dugleg að deila uppskriftum sínum með fólki, bæði á blogginu og Snapchat. Bollakökur: n 2 bollar (250 g) hveiti n 1 bolli (200 g) hrásykur n 1 tsk. matarsódi n ½ tsk. salt n ½ tsk. kanill n 3 mtsk instant kaffi n 2 msk. heitt vatn n 1 bolli (240 ml) möndlumjólk eða önnur plöntumjólk n 1/3 bolli ólífuolía n 1 msk. eplaedik n 1 höregg (möluð hörfræ+vatn) Smjörkrem n 3 bollar (375 g) flórsykur n 1/3 bolli (75 g) vegan-smjör n 1 msk. instant-kaffi n 2 msk. möndlumjólk n 1 tsk. vanillu-extrakt Aðferð: Ofninn er forhitaður í 180°C og bolla- kökuformum raðað í bakka. Hveiti, sykri, matarsóda, salti og kanil er hrært saman í skál. Instant-kaffi er hrært út í heitt vatn þar til það verður þykkt og möndlumjólk þá blandað við. Kaffiblöndunni er þá bætt út í skálina ásamt vanillu, ólífuolíu og eplaediki. Höregg er út- búið með því að blanda 1 msk. af möluðum hörfræum við 3 msk. af heitu vatni og látið standa í smá stund svo blandan þykkni. Hrærið deigið saman við höreggið og hellið jafnt í 12 bollakökuform. Bakið í 25 mínútur eða notið tannstöngul til að kanna hvort þær séu bakaðar (ef hann kemur upp hreinn úr miðju deigsins, eru þær tilbúnar.) Blandið instant-kaffi við möndlumjólk og vanillu, hrærið svo saman við smjör og flórsykur í hrærivél. Hrærið rólega í fyrstu og aukið svo hraðann þar til silkimjúkri áferð er náð. Bætið við smávegis möndlumjólk ef þykktin er of mikil, eða flórsykri ef áferðin er of þunn. Skreytið bollakökurnar með kreminu og sáldrið smávegis kanil yfir. Samfélagsmiðlar Amöndu: polepanda amandasophy Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is Lystarstol dró Söru Ósk nánast til dauða: S ara Ósk Vífilsdóttir hef- ur, þrátt fyrir ungan ald- ur, gengið í gegnum ýmsar raunir. Faðir Söru er alkó- hólisti og fíkill og það litaði æsku hennar verulega. Í kringum 11 ára aldur þróaði Sara með sér alvar- legt þunglyndi sem leiddi til lyst- arstols (e. anorexia). „Ég vildi ekki fá vinkonur mín- ar heim því pabbi minn var alltaf uppdópaður heima. Ég fór að draga mig mikið úr vinahópnum og það leiddi til þess að ég fór að finna fyrir andlegum þyngslum þegar ég var 11 ára gömul. Ég var þó ekki greind með þunglyndi fyrr en ég var þrettán ára,“ segir Sara Ósk í viðtali við DV. Neysla föður hennar varð verri með árunum Sara er 18 ára gömul og stundar nú nám á sjúkraliðabraut við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. „Ég bý með móður minni og tveimur bræðrum. Ég og mamma erum alveg svakalega nánar. Við erum oft eins og einhverjir aular saman hérna heima og ég er al- mennt með skemmtilegan húmor og mjög glaðlynd manneskja.“ Sara telur veikindi sín hafa byrj- að vegna ástands föður hennar og hversu illa henni leið vegna þess. „Þetta byrjaði allt saman vegna föður míns. Hann er alkóhólisti og fíkill og það gerði það að verkum að æska mín var svakalega erfið. Ég hafði alltaf verið með mikinn kvíða á meðan pabbi var í neyslu og hann ágerðist með aldrinum. Ég fór til barnasálfræðings og fékk aðstoð frá SÁÁ sem hjálpuðu mér rosalega mikið.“ Sara Ósk er í góðu andlegu og líkamlegu formi í dag. MyNd: HANNA „Ég skildi ekki af hverju þau vildu leggja hval inn í átröskunarmeðferð“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.