Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 9
20. apríl 2018 fréttir 9 Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061 n Viðbrögðin góð n Viðkvæmt málefni n „Græðgi og dónaskapur“ n Mikið í húfi U NICEF, barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, er um þessar mundir að reyna að fá styrktaraðila sína til að gefa þeim svokallaðar erfðagjaf- ir. Hringt er í fólk og jarðvegurinn kannaður fyrir gjafir af þessu tagi, undir rós vitaskuld. Algengt er að fólk ráðstafi hluta arfs til einhverra samtaka og flest góðgerðarsamtök lýsa því yfir að þau taki við slíkum gjöfum með hlýhug. Að haft sé beint samband við fólk með þessum hætti eru hins vegar aðferðir sem þekkjast víða í sértrúarsöfnuðum og hafa verið taldar vafasamar. Lögfræðingar samtakanna sjá um erfðaskrána UNICEF auglýsa erfðagjafir nú mjög áberandi á heimasíðu sinni. Á forsíðunni er viðtal við Guð- rúnu Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingmann og heimsforeldri til tíu ára, þar sem hún segist hafa tekið ákvörðun um að gefa erfðagjöf og hvetur aðra til að íhuga möguleik- ann. Erfðagjafir séu af öllum stærðum og gerðum og háar sem lágar upphæðir skipti máli. „Það er ekki verið að tala um að gefa íbúðir eða slíkt, heldur bara hluta af arfi, ákveðna upphæð eða pró- sentu.“ Enn fremur: „Starfsfólk UNICEF leiðir mann algjörlega í gegnum þetta frá upphafi til enda og manni býðst ókeypis lögfræðiþjónusta til að gera erfðaskrána. Þannig að þetta er mjög einfalt, maður mæt- ir bara til lögfræðingsins og geng- ur frá þessu.“ Þurfti að huga að eilífðinni Kona á sextugsaldri, sem hefur verið styrktar- aðili lengi, fékk hr- ingingu frá sam- tökunum og varð nokkuð bilt við. Í samtali við DV seg- ir hún: „Þetta var mjög kurteisislegt símtal sem ég fékk og ekki spurt beint út. Það var eins og það væri verið að kanna jarðveginn fyrir því hvað mér þætti um að þeir spyrðu beint. Þetta var milt orða- lag. Ég stend með UNICEF alla leið og búin að gera það í 10 ár.“ Nú ert þú á besta aldri. Hvern­ ig varð þér við að fá svona hring­ ingu? „Það var einmitt það sem mér fannst vera skrítið. Þetta setti mig í þau spor að þurfa að huga að ei- lífðinni.“ Á Facebook skapaðist nokk- ur umræða um þetta. Ein kona spurði hvaða samtök væru svo djörf að spyrja svona. Önnur sagði þetta vera „græðgi og dóna- skap“. Ræða ekki við lögerfingja Esther Hallsdóttir, verkefnis- stjóri í fjáröflun hjá UNICEF, sér um þetta verkefni. Í samtali við DV segir hún: „Það hefur alltaf verið möguleiki fyrir fólk að gefa erfðagjafir til UNICEF og annarra góðgerðarfélaga. En við höfum fundið fyrir auknum áhuga á upp- lýsingum um þennan möguleika undanfarið og við vildum koma til móts við það. Þess vegna erum við núna að kanna viðhorf stuðnings- aðila okkar um hvers konar upp- lýsingar væru gagnlegar fyrir þá sem vilja kynna sér erfðagjafir.“ Hringið þið þá í alla sem eru heimsforeldrar? „Við höfum verið að hr- ingja í afmarkaðan hóp fólks. Fólk á öllum aldri sem hefur stutt okkur lengi og þekkir samtökin. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu og fólk er almennt jákvætt gagn- vart þessum möguleika.“ Nú getur fólki brugðið við að fá svona símtal. Er þetta ekki vandmeðfarið? „Jú. Þetta er auðvitað persónu- legt málefni og getur verið við- kvæmt. Við viljum ekki að neinum líði óþægilega þegar við hringjum í þá.“ Esther segir að það sé allur gangur á því hversu stórar gjaf- ir fólk gefi UNICEF með erfða- skrá sinni, samtökin fái bæði stór- ar og smáar upphæðir. Það fari til dæmis eftir því hvernig fólk stend- ur. Í langflestum tilfellum sé um ákveðna prósentu af arfi að ræða. Samkvæmt íslenskum lögum geti fólk ekki ráðstafað meira en ein- um þriðja eigna sinna með erfða- skrá ef viðkomandi á maka eða börn. Flestir gefi þá einhvern hluta af þessum þriðjungi. Getur þetta ekki valdið deilum við lögerfingja viðkomandi þar sem þið hafið samband að fyrra bragði? „Auðvitað getur þetta ver- ið það. Það er mjög mikilvægt að allir tali saman og séu sáttir þegar svona ákvörðun er tekin.“ Ræðið þið við lögerfingja, til dæmis ef um stórar upphæðir er að ræða? „Við tölum aðeins við þann sem leitar til okkar en hvetjum fólk til að tala við fjölskyldu sína áður en það ákveður þetta.“ Mikið í húfi Erfðagjafir geta verið mikil búbót fyrir góðgerðarsamtök og önnur fé- lagasamtök. Sem dæmi arfleiddi kona að nafni Kristín Björnsdótt- ir Krabbameinsfélag Íslands og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra að stærstum hluta eigna sinna í desembermánuði árið 1996. Fékk hvort félagið rúmlega 26 milljón- ir króna í sinn hlut og var féð varð- veitt í sjóðum í hennar nafni. Árið 2002 arfleiddu öldruð hjón Krabba- meinsfélagið að íbúð sinni og öllum eignum, metið á 29 milljónir króna. Vorið 2007 arfleiddi iðnverkamaður Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri að 25 milljónum sem var varið í tækja- kaup og búnað handa sjúklingum. n UNICEF hringja í fólk og vilja komast í erfðaskrárnar Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, hefur tekið þátt í mörgum góðgerðarverkefnum. Esther Hallsdóttir, verkefnisstjóri í fjáröflun hjá UNICEF. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Þú mætir bara til lögfræðingsins og gengur frá þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.