Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 57
tímavélin 5720. apríl 2018
kvæmum í heimahúsum og sölum
en þá fylgdi dyravörður ávallt með.
Í grein í Morgunblaðinu frá júlí
1997 segir að Ísland hafi verið mjög
vinsæll staður fyrir dansara til að
heimsækja enda nektardans nýr
af nálinni. Hér gátu þær haft allt
að milljón krónur á mánuði í tekj-
ur. Um tíma störfuðu um hund-
rað dansarar á Íslandi og þar af
þrjár íslenskar stúlkur. Mikil eftir-
spurn var eftir íslenskum dönsur-
um erlendis og höfðu nektardans-
staðirnir hér milligöngu um störf
þeirra í Evrópu og Ameríku.
Strippklúbbastríð
Adam var ekki lengi í paradís og
Bóhem sátu ekki lengi einir að
strippbransanum. Árið 1996 stigu
tveir öflugir samkeppnisaðilar
inn á sviðið, Óðal í Austurstræti,
sem áður var dansstaður og Vegas
við Frakkastíg. Fljótlega fór mikil
harka að færast í leikinn milli Bó-
hem og Vegas.
Sunnudaginn 21. apríl þetta
ár var Guðjón Sverrisson, eigandi
Bóhem, barinn til óbóta af tveim-
ur grímuklæddum mönnum. Var
hann fluttur á spítala með innvort-
is blæðingar eftir árásina. Einnig
fékk hann djúpa skurði á enni og
tær hans voru brotnar. Guðjón sak-
aði tvo menn, þar af einn dyravörð
Vegas, um verknaðinn en Dan
Morgan, framkvæmdastjóri Vegas
og fyrrverandi skemmtanastjóri á
Bóhem, hafnaði þessu og sagðist
hafa fjarvistarsönnun fyrir menn-
ina. Hann sagði við Helgarpóst-
inn:
„Þessi árás er alls ekki runnin
undan mínum rifjum, enda þarf
ég ekki að beita slíkum brögðum í
samkeppninni. Ég held hins vegar
að aðrir utanaðkomandi aðilar
vilji með þessum aðferðum koma
okkur báðum út úr rekstri og hirða
markaðinn.“
Talað var um að eiginlegt stríð
væri hafið milli nektardansstaða í
Reykjavík og um mikla hagsmuni
væri að keppast, bransinn velti
hundruðum milljóna króna á ári.
Árið 1997 var Vegas mikið í
deiglunni vegna tveggja morða.
Þann 13. maí varð maður á þrí-
tugsaldri fyrir árás inni á staðn-
um. Missti hann meðvitund eftir
höfuðhögg, var fluttur á spítala en
komst aldrei til meðvitundar. Tveir
menn voru sakfelldir í Hæstarétti
fyrir manndráp en Mannréttinda-
dómstóll Evrópu úrskurðaði um
endurupptöku og var annar þeirra
þá sýknaður. 2. október var maður
á fertugsaldri myrtur í Heiðmörk
eftir að hafa hitt banamenn sína,
sem voru jafnframt tvíburabræð-
ur, á Vegas.
Þrír staðir á Akureyri
Nektardansstöðunum fjölgaði
hratt þegar nær dró aldamót-
um. Árið 1998 keypti Ólafur Már
Jóhannesson hinn fornfræga
skemmtistað Þórscafé við Braut-
arholt og breytti honum í nektard-
ansstað. Skömmu síðar var hann
handtekinn í tengslum við e-töflu-
mál sem upp kom á staðnum. Eig-
andi hússins, Róbert Árni Hreiðar-
sson, eða Robert Downey, hafði
áhyggur af starfseminni sem fór
fram á Þórscafé. Í samtali við DV
árið 1999 sagði hann: „Ég er ekki
klámkóngur og vissulega er þetta
neikvætt fyrir húsið og eign okk-
ar ef satt er það sem sagt er um
starfsemina þar.“ Robert var síðar
dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn
ólögráða stúlkum.
Skömmu síðar opnuðu tveir
nektardansstaðir sem minna fór
fyrir. Annars vegar Club Clinton í
Fischersundi og hins vegar Club 7
á Hverfisgötu sem Ólafur Arnfjörð
Guðmundsson, fyrrverandi sveit-
arstjóri Vesturbyggðar, stofnaði.
En staðirnir spruttu einnig
upp annars staðar en í Reykjavík.
Árið 1999 fengu Suðurnesjamenn
sinn skerf þegar Casino var opn-
að. Norðlendingar voru þó kræf-
astir þar sem árið 1999 voru nekt-
ardansstaðir á Akureyri orðnir þrír
talsins, Venus á Ráðhústorgi, Ven-
us 2 í húsi Sjallans og Setrið við
Sunnuhlíð.
Á þessum tíma ruddist líka stór-
laxinn Ásgeir Davíðsson, seinna
þekktur sem Geiri í Goldfinger,
inn á sviðið með opnun Maxim í
Hafnarstræti. En áður hafði hann
rekið Hafnarkrána í sama húsnæði
sem var öldurhús, þekkt fyrir tíða
komu ógæfumanna.
Meiri vandræði og bann
Þrátt fyrir síaukið umburðarlyndi
Íslendinga í kynferðislegum mál-
efnum þá nutu nektardansstað-
irnir ekki hylli broddborgaranna.
Altalað var að þar inni væri stund-
að vændi, mansal, eiturlyfjasala,
fjárkúganir og fleira sem minnti á
erlend glæpagengi. Þau mál sem
komu upp á stöðunum ýttu líka
undir þá skoðun að hér væri um
vafasaman rekstur að ræða.
Vandamálin á Vegas héldu
áfram árið 1998 þegar skattrann-
sóknarstjóri gerði innrás á stað-
inn og vantaði þá um 30 milljón-
ir í skattgreiðslur. Árið 1999 kom
upp mál þar sem handrukkarar á
vegum ónefnds nektardansstað-
ar kröfðu mann um 439 þúsund
króna greiðslu fyrir einkadans og
áfengi en ekki var víst að maður-
inn hefði pantað allt sem hann
var rukkaður fyrir. Árið 2002 var
fjórum nektardansstöðum, þar af
tveimur á Akureyri, synjað um að
gefa út atvinnuleyfi þar sem talið
var að samningar þeirra tryggðu
ekki réttindi dansaranna. Sama
ár missti Clinton vínveitingaleyf-
ið vegna kvartana frá nágrönnum
undan hávaða. Sögðu þeir einnig
að karlmenn hefðu komið og fróað
sér í bakgarðinum eftir sýningar.
Samfara fjölgun nektardans-
staða jókst þrýstingur á borgar-
yfirvöld að gera eitthvað í mál-
inu og synja stöðunum um
vínveitingaleyfi. Geiri opnaði stað-
inn Goldfinger í Kópavogi og lok-
aði skömmu síðar Maxim þar sem
hann taldi sér ekki vært í Reykja-
vík lengur.
Árið 2002 var ákveðið í borgar-
stjórn að stíga skrefið til hálfs og
breyta lögreglusamþykkt. Nekt-
ardans var áfram leyfður en með
ströngum skilyrðum og mestu
áhrifin voru þau að einkadans
var bannaður. Kippti þetta þar
með rekstrargrundvellinum und-
an starfsemi staðanna. Sams kon-
ar reglur voru settar á Akureyri en
annað mál gilti um Kópavog og
styrkti það stöðu Geira á Gold-
finger á markaðinum.
Eftir því sem áhrif femínisma
jukust í samfélaginu og þol fyr-
ir klámvæðingu minnkaði jó-
kst þrýstingur á Alþingi að grípa
í taumana og banna nektardans
alfarið. Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður Vinstri grænna, lagði
fram frumvarp þess efnis sem
Siv Friðleifsdóttir fylgdi eftir árið
2010. Var það samþykkt án mót-
atkvæða en tveir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins sátu hjá. Þar með
var nektardans bannaður á Ís-
landi en á móti kom að kampa-
vínsklúbbar sem buðu upp á sam-
töl við léttklæddar stúlkur spruttu
upp í staðinn. n
„Negri í
Þistilfirði“
Þann 9. febrúar árið 1977 birti
dagblaðið Dagur frétt um
að svartur maður hefði sést
á bænum Gunnarsstöðum í
Þistilfirði deginum áður. Var
fyrirsögninni „Negri í Þistil-
firði“ slegið upp en aðalinn-
tak fréttarinnar var reynd-
ar að nokkuð mikill snjór
væri í sveitinni og þungfært.
Þrátt fyrir snjóþyngslin færu
menn milli bæja, spiluðu og
ættu góðar samverustundir.
Fréttaritara þótti það þó sæta
tíðindum að hjá einum bónda,
Jóhannesi Sigfússyni, væri vetr-
armaður frá Gana, Stephen Ato
að nafni. Sjaldgæft væri að sjá
svartan mann í slíkum snjó.
„Þetta er kátur maður og er að
venjast störfunum. En einn
hlut óttast hann, og það er dýpt
snjóskaflanna, sem hann álítur,
að hann muni e.t.v. festast í og
ekki komast upp aftur.“ Ato var
32 ára landeigandi sem var að
búa sig undir kjötframleiðslu
svína og sauða.
Úr annálum
„Skólapiltur í Skálholti fótbrotnaði,
varð fyrir klukku, er datt ofan“.
Espihólsannáll, 1784
Í
upphafi marsmánaðar árið
1980 hvarf fundarbjalla neðri
deildar Alþingis og hamarinn
sem þingforseti notar til að hr-
ingja með. Þótti þingheimi þetta
hið undarlegasta mál. Skömmu
seinna var hringt á ritstjórnarskrif-
stofu Dagblaðsins og ókunn rödd
sagði: „Bjallan úr Alþingishúsinu
er á styttu Jónasar Hallgrímsson-
ar í Hljómskálagarðinum.“ Síð-
an var skellt á. Blaðamenn gerðu
lögreglu viðvart og þustu á stað-
inn og viti menn, á sökkli stytt-
unnar sat bjallan og hamarinn.
Óljós fótspor mátti sjá í snjónum
sem ekki var hægt að rekja en lög-
reglan tók bjölluna í sína vörslu og
kom henni aftur í þinghúsið. Jón
Helgason þingforseti var ánægð-
ur með að gripurinn hafi skilað sér
og sagði: „Það er gott að menn sjá
að sér.“
Stal þingbjöllunni og skilaði henni aftur K
valarþorsti nazista“ var
safn greina sem rithöf-
undurinn Þórbergur
Þórðarson ritaði í Al-
þýðublaðið árið 1934 þar sem
hann fór óvægum orðum um
hið nýja vald í Þýskalandi. Tvö
ummæli áttu eftir að koma hon-
um í klandur, þegar hann lýsti
Adolf Hitler sem „sadistanum
á kanzlarastólnum þýzka“ og
að nasistarnar stæðu fyrir „vill-
tri morð- og píslaöld“. Magn-
ús Guðmundsson dómsmála-
ráðherra höfðaði mál á hendur
Þórbergi og Alþýðublaðinu að
beiðni þýskra stjórnvalda fyr-
ir að móðga þjóðhöfðingjann.
Voru báðir aðilar málsins sýkn-
aðir í undirrétti en Þórberg-
ur sakfelldur í Hæstarétti þann
31. október sama ár og sektað-
ur um 200 krónur. Á sama ári
voru fimm menn, einn af þeim
skáldið Steinn Steinarr, sak-
felldir fyrir að móðga Þýskaland
þegar þeir rifu niður nasista-
fánann við ræðisskrifstofuna á
Siglufirði og tröðkuðu á honum.
Dagblaðið
10. mars
1980
Dan
Morgan í
Vegas
„Ég er ekki klám-
kóngur og vissu-
lega er þetta neikvætt
fyrir húsið og eign okkar
ef satt er það sem sagt er
um starfsemina þar.