Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 27
20. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Hjólreiðar Reiðhjólaunnendur eiga í vændum mikið ævintýri þegar líða tekur á sum- arið en dagana 9.–12. ágúst stendur yfir þriggja daga hjól- reiðaleiðangur þar sem farinn er 290 km hringur í kringum Langjökul, byrjað við Geysi og endað við Gullfoss. Á næt- urnar milli hjólaleiðanna er gist í tjaldbúðum eða fengin hugguleg innigisting, fyrst í Húsafelli og síðan á Hveravöllum. Það er engin tilviljun að þessir staðir eru næturstaðir kepp- enda því báðir bjóða upp á yndislega náttúrufegurð og góða aðstöðu með baðstað og veitingastöðum þar sem keppendur njóta kvöldverðar og morgunverðar. Hægt er að fá alla þjónustu innifalda í skráningu eða taka klapplið með sér sem sér um næturstæði, fæði og hvatningu. En er þetta hjólaævintýri fyrir alla? „Í WOW Glacier 360 er krefjandi hjólaleið. Til þess að njóta ævintýr- isins þarf maður að vera vanur því að sitja á hjólinu og treysta sér til að vera á ferðinni í 4-6 klst. Við mælum því alltaf með einhverjum undirbún- ingi sé fólk ekki vant þessum ferða- máta. Hins vegar er vel séð um fólk og hægt er að stoppa á leiðinni til að grípa sér drykk og snarl,“ segir Björk Kristjánsdóttir hjá Made in Mounta- ins sem stofnaði og heldur keppnina. Það eru enn nokkrir mánuðir til stefnu og um að gera að fara að æfa sig sem fyrst svo maður njóti þessa æv- intýris sem best þegar það brestur á í ágúst. En hvernig hjól er best að nota? „Við höfum séð alls konar fáka á ferðinni í þessari keppni en ef við ættum að mæla með einni gerð myndum við segja að „short travel full suspension“ hjól væri vinnings- hafinn. Leiðin er sannkallað bland í poka, malarvegir, þröngar brautir, grýttir slóðar og fleira skemmtilegt. Hver dagur býður upp á eitthvað nýtt þannig að það er erfitt að segja að það sé eitt rétt hjól þar sem flestir myndu líklega velja sér nýtt fyrir hvern hluta af leiðinni. Hins vegar er bara leyfilegt að vera með eitt stell,“ segir Björk. Eins og allir vita er íslensk veðrátta óútreiknanleg, líka á sumrin, en Björk segir kjörorðið í þessum efnum sé að vona það besta en búa sig undir það versta: „Það er auðvitað algjör draumur að hjóla í hlýju, björtu og fallegu veðri en við lítum einnig á það sem ákveðið ævintýri að takast á við óblíða náttúru landsins. Keppn- ishaldarar munu tryggja öryggi keppenda og gæta þess að brautin sé örugg áður en lagt er af stað, tilbúin með plan B gerist þess þörf.“ Upplýsingar um hjólaleiðir er að finna á https://www.glaci- er360.is/details-itinerary/ og aðrar frekari upplýsingar, sem og skráning, eru á https://www. glacier360.is/ Ævintýraleiðangur hjólafólksins WOW GLaciEr 360 Mynd: Guðmundur Halldórsson Mynd: Cecilia Limberg Rönne Mynd: cecilia Limberg rönne Mynd: Hörður Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.