Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 36
 20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar „Ég vil hvetja fólk til að prófa hjólreiðarnar“ Hrönn Ólína afreksHjÓlari: GÁP er með nokkra hjólara á samningi, sem sjá um að kynna betur þær vörur sem þar fást, eins og Cannondale hjólin. Cannondale er stórt og þekkt merki á alþjóðavísu, með bæði götu- og fjallahjól, sem eru létt og góð. Cannondele býður lífsstíðarábyrgð á stellunum og hafa skapað sér sérstöðu með fjallahjólum sem eru bara með gaffall öðru megin, „kall- ast lefty.“.Þannig er hjólið léttara, en í keppnum spilar þyngdin verulegu máli og í alþjóðlegum keppnum er- lendis er lágmark á þyngd hjóla. Hrönn Ólína jörundsdóttir, sem verður fertug í sumar, er doktor í umhverfisefnafræði og vinnur sem sviðsstjóri hjá Matís. Hrönn er aktívur orkubolti og hefur alltaf hreyft sig, en féll algjörlega fyrir hjólreiðunum þegar hún kynntist þeim árið 2013. Hún hvetur fólk til að kynna sér hjól- reiðarnar sem sport og segir reyndari hjólagarpa alltaf til í að miðla til þeirra óreyndari. „Ég og Margrét Pálsdóttir höfum tvisvar verið með kvennakvöld hjá GÁP,“ segir Hrönn. „Þá höfum við kynnt bæði hjól og fatnað. einnig fórum við yfir hvernig á að þrífa og viðhalda hjóli og skipta um dekk. Við höfum líka verið með tvö samhjól, það seinna var fyrir rúmri viku síðan. Þar hafa mætt konur á öllum aldri, á öllum getustigum, sem er skipt niður og hjólað af stað.“ Mörg hjólafélög bjóða upp á æf- ingar fyrir byrjendur og Tindur, félag- ið sem Hrönn er í, býður til að mynda upp á opnar æfingar. „síðasta sumar keppti ég í öllum götukeppnum á Cannondale-hjóli og er komin á Cannondale-fjallahjól núna líka sem ég ætla að fókusera á. í sumar eru tvær bikarkeppnir í fjallahjólum fljótlega: Morgunblaðs- hringurinn og krónumótið. íslands- meistaramótið Vesturgatan tekur svo við,“ segir Hrönn, sem mun hins vegar missa af síðasta bikarmótinu sem er í lok ágúst. Hrönn keppti í Uphill-mótinu í vetur og varð í öðru sæti. „já ef ég hef tíma og möguleika,“ svarar Hrönn aðspurð um hvort að hún sé farin að keppa í öllum hjólakeppnum hérlendis. „í sumar forgangsraða ég fjallahjólakeppnunum og tek síðan þátt í þeim götukeppnum sem ég kem fyrir í dagskránni,“ en Hrönn er farin að skipuleggja sumarið eftir keppnum, til dæmis hefur hún hliðrað sumarfríinu til að geta tekið þátt í Bláalóns-þrautinni í byrjun júní. „í fyrra gat ég því miður ekki tekið þátt. Ég forgangsraðaði fjölskyldunni, þar sem að það var verið að gæsa systur mína. að fólk taki ekki tillit til þess að maður þurfi að hjóla,“ segir Hrönn og hlær. „svo gifti hún sig sömu helgi og íslandsmeistaramótið var í götuhjólreiðum og bað mig meira að segja að vera veislustjóra.“ Hvetur fólk að reyna hjólreiðarnar „Ég vil hvetja fólk til að prófa hjól- reiðarnar. ísland er kjörið land fyrir fjallahjólreiðarnar, náttúran hér er alveg geggjuð. endilega að mæta í hjólafélögin, það eru allir velkomnir og vel tekið á móti nýjum félögum,“ segir Hrönn og segir nýja „idolið“ sitt nýjan hjólafélaga sem orðinn er sjötugur og nýbyrjaður í sportinu. Það er því ljóst að hjólreiðar eru fyrir alla og um að gera að hjóla sér bara af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.