Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 31
20. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Hjólreiðar
Einhver mesti hjólreiðakappi heims, George Hincapie, verður heiðursgestur KIA Gullhringsins í
sumar. Enginn maður í heiminum hef-
ur hjólað í fleiri Tour De France keppn-
um og aðeins einn annar hefur verið
jafn oft í sigurliði Tour De France.
Margir af gömlu liðsfélögum og
mótherjum George gera sér ferð
hingað og keppa í mótinu og eru
goðsagnir eins og Þjóðverjinn Erik Za-
bel, Bobby Julich og Christian Vande
Velde meðal keppenda.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
George kemur til Íslands en sumarið
2015 hjólaði hann í WOW Cyclothon
að frumkvæði Þorvaldar Daníelsson-
ar.
Endurbætur gerðar á keppninni
Mótshaldarar KIA Gullhringsins hafa
síðan í haust unnið að endurskoðun
keppninnar vegna slysa sem urðu í
henni í fyrra. Fundað hefur verið með
Lögreglunni á Suðurlandi og Vega-
gerðinni í Reykjavík og á Suðurlandi
síðan í september um hvernig efla
megi öryggi keppenda. Hugsanleg
lokun fyrir bílaumferð á þeim stutta
tíma sem keppendur fara um svæðið
hefur verið til skoðunar. Vel hefur ver-
ið tekið í allar hugmyndir mótshaldara
og gagnlegar ábendingar einnig kom-
ið frá þessum aðilum.
Ræsingartími færður og lokun á
umferð
Ræsingartími mótsins verður verið
færður til 19.00 í stað 18.00 til þess að
gera lokun brautarinnar auðveldari í
framkvæmd. Þá er umferð um svæðið
enn umfangsminni. Sérstakur öryggis-
stjóri hefur verið fenginn inn í teymið
sem mun samhæfa vinnu Björgunar-
sveita, viðbragðsteymis, lögreglu og
Vegagerðar svo allt sé á einni hendi.
Einnig verður gæsla efld enn meira
bæði innan og utan brautar. Móts-
haldarar hafa samið við Lögregluna á
Suðurlandi um þjónustu þriggja lög-
reglubíla sem munu fylgja keppninni og
vinna með keppninni í kringum lokanir.
Kemur þetta til viðbótar við allt annað
viðbragðsteymi sem við höfum verið
með. Þá munum við bæta við brautar-
bílum og gera fleiri öryggisráðstafanir.
Óháður sérfræðingur í umferðar
öryggi ráðinn
Ólafur Kr. Guðmundsson hefur verið
fenginn til þess að vinna öryggis-
úttekt á keppnisbrautum KIA Gull-
hringsins í komandi keppni næsta
sumar. Ólafur er helsti sérfræðingur
landsins í umferðaröryggi. Hann er
varaformaður FÍB og fulltrúi Eur-
oRAP (European Road Assessment
Programme) en verkefni þess er að
kortleggja vegi og ástand þeirra út
frá öryggissjónarmiðum.
Ólafur mun vinna þá úttekt mánuði
fyrir keppni og munu mótshaldarar
birta þá skýrslu á heimasíðu keppn-
innar og vinna að öryggisúrbótum
með viðeigandi aðilum fram að
keppni. Önnur úttekt verður svo unn-
inn síðasta sólarhringinn fyrir keppni
en þá verður ljóst hvaða svæði verða
orðin örugg og hvaða svæði verða
metin sem sérstök öryggis áhættu-
svæði og séð til þess að þau verði
merkt sem slík og athygli keppenda
vakin á því.
Innri öryggisstjóri skipaður í teymið
Þá hefur Þórir Erlingsson verið skip-
aður öryggisstjóri KIA Gullhringsins.
Þórir er með meistaragráðu í al-
þjóðlegri ferðaþjónustu frá Háskól-
anum í Suður-Karólínu. Hann kennir
ferðaþjónustustjórnun við Háskólann
á Hólum. Þórir rak um tíma fyrir-
tæki sem sérhæfði sig í öryggis- og
forvarnarlausnum og vörum fyrir
heimili og fyrirtæki og þá hefur hann
áratuga reynslu af björgunarsveit-
arstörfum á Íslandi og starf hans
mun felast í úrvinnslu ábendinga úr
öryggisúttektum EuroRAP, öryggis-
merkingum í keppnisbrautum og
samhæfingu og samskiptum björg-
unar- og viðbragðsaðila mótsins við
stjórnendur.
Áhersla á umfangsmikið viðbragðs
teymi
Áfram verður unnið með Björg-
unarsveitum á Laugarvatni og
Selfossi, Lögreglunni á Suðurlandi
og Sjúkraflutningum í Árnessýslu
að því að á Laugarvatni verði öfl-
ugasta viðbragðsteymi sem völ er
á í hjólreiðakeppni á Íslandi. Tvær
björgunarsveitir með viðbragðsbíla,
sjúkraflutningabíll, læknir og sjálf-
boðliðar hafa komið að innri öryggis-
málum í keppninni til þessa og munu
gera áfram. Í keppninni í fyrra voru
viðbragðsteymi lögreglu og sjúkra-
flutninga í fyrsta sinn staðsett á
Laugarvatni ofan á annan viðbúnað
keppninnar þar. Eins og flestir vita
varð alvarlegt slys í keppninni í fyrra,
en eftir að slysið var tilkynnt var allt
tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga, og
björgunarsveita komið á slysstað á
um það bil 15 mínútum.
Njóta eða þjóta
Gildi keppninnar verða áfram: Vin-
átta, virðing og keppni – og verða
þau í hávegum höfð. Keppendur í
Silfurhring geta valið um „njóta“ eða
„þjóta“ ræsingu. Sú fyrrnefnda er fyrir
þá sem eru umfram allt hjóla til að
hafa gaman og keppa við sjálfa sig en
sækjast ekki eftir að slá brautarmetin.
Í stað drykkjastöðvar verða „gleði-
stöðvar“ þar sem bæði verður boðið
upp á mat, drykk og alls konar uppá-
komur.
KÍA Gullhringurinn 2018
Hér er hægt að skrá sig í Gullhringinn: http://gullhringurinn.competiz.com/
Meira um KIA Gullhringinn: www.kiagullhringurinn.is
Meira um KIA: http://www.kia.com/is/
Meira um EuroRap: http://www.eurorap.org/partnercountries/iceland/
George Hincapie