Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 12
12 20. apríl 2018fréttir
Alþingismenn á leigumarkaði
F
immtíu og fimm af 63 al-
þingismönnum búa í eig-
in húsnæði samkvæmt út-
tekt DV. Sjö alþingismenn
búa í leiguhúsnæði en einn í for-
eldrahúsum. Það þýðir að 87%
þingmanna eiga sitt eigið hús-
næði, 11% eru á leigumarkaði og
2% eru í foreldrahúsum. Sam-
kvæmt könnun MMR undir lok
síðasta árs eiga 70% af Íslending-
um, sem eru eldri en 18 ára, sitt
eigið húsnæði, 18% búa í leigu-
húsnæði en 10% í foreldrahúsum.
Hlutfall þeirra sem eiga húsnæði
sitt er hærra eftir því sem ald-
ur þátttakenda er hærra. Þannig
eiga 93% Íslendinga á aldrinum
50–67 ára eigið húsnæði og aðeins
5% eru á leigumarkaði. Það er því
hægt að segja að staða þingmanna
á húsnæðismarkaði sé ágætis
þverskurður af stöðu þjóðarinnar
sem þeir þjóna.
Píratar eru sá stjórnmálaflokk-
ur sem flestir þingmanna sem ekki
eiga sitt eigið húsnæði tilheyra.
Alls eru tveir þingmenn Pírata á
leigumarkaði en einn býr í for-
eldrahúsum. Það þýðir að 50% af
sex manna þingflokki Pírata á ekki
sitt eigið húsnæði. Sama hlutfall er
hjá Flokki fólksins, tveir þingmenn
af fjögurra manna þingflokki er
á leigumarkaði. Að auki eru tve-
ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
á leigumarkaði sem og einn þing-
maður Vinstri grænna.
Rétt er að geta þess að í úttekt
DV eru ekki tilteknir þeir alþingis-
menn af landsbyggðinni sem
leigja sér íbúð í höfuðborginni og
halda þannig tvö heimili. n
Sjö leigja og einn í foreldrahúsum
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þingflokksformaður Pírata leigir íbúð í fallegu húsi við Miðstræti 10 í hjarta
miðbæjarins. Leigusamningi er ekki þinglýst. Þórhildur Sunna svaraði ekki
fyrirspurn DV um upplifun hennar af leigumarkaði.
Ásmundur
Friðriksson
Ásmundur sker sig svolítið
frá öðrum þingmönnum á
leigumarkaði því hann á
sitt eigið íbúðarhúsnæði.
Ásmundur og eiginkona
hans seldu einbýlishús sitt
í sveitarfélaginu Garði á
síðasta ári en fjárfestu síðan
í íbúð í Innri-Njarðvík sem
þau leigja út. Sú íbúð er um
115 fermetrar að stærð og er
leiguverðið yfir 200 þúsund
krónur á mánuði. Á meðan
leigja hjónin tæplega 90
fermetra íbúð við Vatns-
nesveg 29 í Reykjanesbæ
og er leiguverðið 80 þúsund
krónur á mánuði.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Ólafur Ísleifsson
Samherji Ingu leigir íbúð að Melabraut 7 á Seltjarnarnesi en fyrrverandi
eiginkona hans, Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, á íbúðina í gegnum félagið
Málsefni ehf. Í stuttu svari til DV sagði Ólafur að sér liði ágætlega þar sem
hann býr. Um skoðanir sínar á íslenska leigumarkaðinum sagði Ólafur: „Ég
tel æskilegt að leigumarkaður fyrir íbúðarhúsnæði á Íslandi þróist í svipaða
átt og gerst hefur í nágrannalöndunum. Fólk hefur þá val um hvort það vill
fjárfesta í húsnæði eða leigja en nýtur í báðum tilfellum svipaðs langtíma-
öryggis. Það er nauðsynlegt að skapa skilyrði til þess á húsnæðismarkaði að
hann einkennist af auknu og fjölbreyttara framboði en verið hefur til þessa.“
Inga Sæland
Búseta Ingu hefur verið til umfjöllunar á síðum DV undanfarin misseri. Inga hefur
leigt íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, undanfarin sjö ár. Samkvæmt
þinglýstum leigusamningi var húsaleigan rúmlega 110 þúsund krónur á mánuði en í
kjölfar fyrirspurnar DV og umfjöllunar um málið þá steig Inga fram og sagðist hafa
gert samkomulag við sjóðinn um að greiða tvöfalda húsaleigu á meðan hún sæti á
þingi, þar sem hún þiggur um 1,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Rétt er að geta þess að
sú húsaleiga er enn talsvert undir markaðsverði. Var Ingu tíðrætt um illgirni blaðsins
þegar þeirri spurningu var varpað fram hvort eðlilegt gæti talist að hún héldi enn í
íbúðina í ljósi þess að 500 öryrkjar eru á biðlista eftir íbúð og biðtíminn er um fjögur ár.
í skjóli fyrrverandi
tækifærin leynast víða