Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 25
fólk - viðtal 2520. apríl 2018 lagið var á hverfanda hveli og mik- il þörf á endurskoðun allra hug- mynda, hjá blaðamönnum ekkert síður en í stjórnmálum, stjórn- sýslu eða öðrum stofnunum sam- félagsins. En eins og aðrar stofn- anir voru ritstjórnirnar of veikar til að mæta þessum straumhvörf- um, þær tróðu marvaða og breyttu litlu í sinni umfjöllun, sjónarhorni og áherslum á tíma þar sem þær hefðu átt að breyta öllu,“ segir Smári og heldur áfram: „Umræð- an á Íslandi er oft eins og endur- ómur af árunum fyrir hrun fremur en að vera sú deigla sem vera ætti. Þú heyrir þetta til dæmis í Kast- ljósi þar sem sjónarhóll spyrilsins er oft af einhverjum ruslahaug ný- frjálshyggjunnar. Auðvitað eimir enn eftir af nýfrjálshyggjusjónar- miðum í fjölmiðlum í nágranna- löndunum en það má sjá skýr merki þess að tímabili nýfrjáls- hyggjunnar er lokið og fólk er far- ið að leita að nýjum grunni, nýjum sjónarhornum og öðrum áhersl- um. Hér hefur þessi endurnýjun varla byrjað. Meira að segja gagn- rýnin á hrunið er oft út frá sjón- arhóli nýfrjálshyggjunnar, eins fá- ránlegt og það hljómar.“ Sami rassinn undir þeim öllum Þegar Gunnar Smári kom að Fréttatímanum í árslok 2015 brá honum í brún við að sjá hvern- ig umhverfi fjölmiðlanna hafði breyst eftir hrun. Hversu ágengir og frekir auglýsendur voru orðn- ir. Hann segist hafa viljað búa til alþýðublað sem fjallaði um raun- verulega reynslu og vandamál venjulegs fólks. „Fólk hefur engan áhuga á þessu svokallaða fræga fólki. Fólk- inu sem talar um bækur í Kiljunni, ræðir fréttir vikunnar í Vikunni hjá Gísla Marteini eða stjórnmál- in í Silfrinu og ferðast um fjöll með Róberti Marshall,“ segir Smári og bætir við að fólki standi á sama hvort Gísli Marteinn sé vegan eða Smári sjálfur farið í þarmaspegl- un. „Umfjöllun fjölmiðla vill lok- ast inni í hryllilega þröngri búbblu þar sem elítan er sífellt að fjalla um elítuna og áhugamál henn- ar. Við á Fréttatímanum vildum endurspegla stærri heim vegna þess að þegar þú gefur fjölmiðil út í örsmátt samfélag geturðu ekki minnkað það enn meira með því að ávarpa aðeins hluta af fólkinu.“ Smári bætir við að merkja megi endurkomu hinna ríku og frægu á forsíður blaðanna. Það sé engu líkara en að elítan þrái að kom- ast aftur í ástandið sem ríkti fyrir hrun. Smári segir að honum hafi orðið ljóst að hann gæti ekki breytt samfélaginu með því að hafa áhrif á umræðuna á síðum blaðanna. Fjölmiðlar væru komnir undir vald hinna ríku og það væri í raun tómt mál að ætla að hafa áhrif á samfélagið innan þeirra. Valdaó- jafnvægið væri slíkt að eina leiðin til að breyta samfélaginu væri að taka völdin. Hann ákvað því að stofna Sósíalistaflokk Íslands. „Markmið framboðsins er að koma því fólki að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, sem á allt sitt undir að hinum sameiginlega lýð- ræðisvettvangi og að sameiginlegir sjóðir og velferðarkerfið þjóni fjöld- anum en ekki hinum fáu. Framboð- ið er eðlilegt framhald af kosningun- um í Eflingu, þar sem láglaunafólkið stóð upp og náði aftur völdum yfir verkalýðsfélaginu sínu af þröngri klíku sem hafði haldið þar völdum áratugum saman og í raun drepið niður félagið.“ Smári heldur áfram og er mikið niðri fyrir: „Það hafa kannski kom- ið þrír fátækir í Silfur Egils á þessari öld. Það er aldrei talað við fátækt fólk og það er aldrei ávarpað. Inga Sæland gerði það í kosningasjón- varpinu í haust og fór inn með fjóra þingmenn. Aðrir sem voru í settinu með henni höfðu aldrei ávarpað fólk sem býr við vanda. Það hafði talað um það, en aldrei ávarpað. Millistéttin talar um hina fátæku og verr settu á sama hátt og nýlenduherrar töluðu um íbúa Afríku á sínum tíma, það hvarfl- ar ekki að henni að gefa völdin til hinna verr stæðu og hún efast ekki um forræði sitt yfir henni, að hinum verr stæðu sé best borgið undir hjartahlýrri leiðsögn hinna betur megandi. Umræðan um öll mál er á forsendum hinna ríku og voldugu og sú umræða hljómar eins og þvæla í eyrum hinna verst settu. Þeir tengja ekkert við hana. Það skiptir heldur engu máli hvað þau kjósa því að eftir kosningar ganga Katrín og Bjarni saman út af sviðinu, enda hafa þau meiri sam- kennd hvort með öðru heldur en með kjósendum sínum.“ Ríkir, feitir, hvítir karlar sterk- asti minnihlutahópurinn Samkvæmt Smára er Sósíalista- flokkurinn byggður á baráttu fá- tæks fólks síðustu hundrað og fimmtíu árin, á grunni stétta- baráttunnar, og telur að engar breytingar verði á samfélaginu nema fyrir breiða samstöðu hinna verr settu. Þrátt fyrir mikinn árang- ur við að framkalla kröfur verka- lýðshreyfingarinnar frá fyrri hluta síðustu aldar lentu vinstri flokk- arnir í vanda á sjöunda og áttunda áratugnum. Kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar frá því í krepp- unni náðu ekki að halda utan um breytingar á samfélaginu, frelsis- baráttu svartra, kvenna, samkyn- hneigðra og annara undirsettra hópa. Smári talar sífellt hærra og hraðar þegar hann greinir þennan vanda vinstrisins. „Mannréttindabaráttan klofn- aði því í marga farvegi og hinir sós- íalísku flokkar misstu forystuna. Þeir leiddu ekki lengur baráttu fjöldans heldur reyndu með tím- anum að elta hana. Það er óraun- hæft að hægt sé að sameina ólík- ar frelsisbaráttur innan eins flokks. Þú finnur aldrei margt fólk sem er sammála um alla skapaða hluti og það er jafnvel ekki eftirsóknar- vert. Og með áherslum á baráttu einstakra hópa á tímum „identity“ stjórnmálanna þá gerðist tvennt. Í fyrsta lagi var efnahagslegum grundvelli samfélagsins ekki rask- að og því vann enginn hópur aðra sigra en auðvaldið var tilbúið að láta af hendi. Kjör og aðstæður millistéttarkvenna bötnuðu en staða fátæku pólsku skúringakon- unnar sem býr með ofbeldisfulla manninum hefur ekkert batnað síðan 1970. Heldur versnað.“ Smári bætir við að þegar mann- réttindabaráttan sé klofin með þessum hætti í einstök málefni vinni sá minnihlutahópur sem sé valdamestur en í þeim hópi eru ríkir, miðaldra, feitir, hvítir karl- ar. „Þess vegna eru þeir alltaf til í að ýta undir hina klofnu mann- réttindabaráttu. Þeir voru bara nokkuð hressir með Martin Luther King jr. Þangað til að hann fór að tala um sameiginlega hagsmuni allra fátækra og um að mikilvæg- ast væri að vinna gegn efnahags- legu óréttlæti. Þá skutu þeir hann,“ segir Smári. „Það er hin sorglega niðurstaða síðustu áratuga að sig- urvegari þeirra er Donald Trump og karlarnir sem sitja með honum í ríkisstjórn.“ En talar Trump ekki einmitt til þessa hóps? „Hann, líkt og aðrir popúlistar, hefur á réttu að standa um vanda vinstrisins og að elítan hafi svik- ið alþýðuna. Tökum sem dæmi Vinstri græn. Það er engin lág- stéttarmanneskja á Íslandi sem kýs VG, engin!“ segir hann með þungri áherslu. „Kjósendur þeirra koma úr menntaðri millistétt enda hefur flokkurinn enga tengingu við lágstéttirnar. Það sama á við um stofnanavinstrið úti í heimi. Forystan hefur svikið fólkið sem hún átti að þjóna. Þetta er rétt hjá popúlistunum. En lausn þeirra er engin. Þeir segja: „Forystan sveik ykkur svo ég skal vera leið- togi ykkar.“ Sósíalistar segja hins vegar: „Forystan sveik ykkur svo þið verðið að rísa upp og endur- vekja baráttutæki ykkar.“ Markmið sósíalista er alltaf að virkja hina verst settu því þeir vita að án virkr- ar þátttöku lágstéttarinnar munu ekki verða neinar breytingar á samfélaginu. Leiðtogar breyta engu og millistéttin breytir engu. Breytingar geta aðeins orðið þegar þau sem líða mest vegna óréttlætis samfélagsins rísa upp.“ Ávarpa sama hóp og Útvarp Saga Mikil vakning hefur átt sér stað innan verkalýðsfélaganna undan- farið ár eftir kjör Ragnars Þórs Ingólfssonar hjá VR og Sólveigar Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu. Hill- ir nú undir að Gylfa Arnbjörns- syni, sem hefur verið nánast sjálf- kjörinn um langa hríð, verði steypt úr formannsstóli ASÍ í haust. Þetta hefur glatt bæði róttæka vinstri- menn á borð við sósíalistana en einnig hægrisinnaða popúlista. Mætti segja að þessir tveir hópar bítist um byltinguna. „Það er rétt að báðir hópar berj- ast gegn því ástandi sem verið hef- ur. En ég veit ekki hvort gagnlegt sé að skilgreina þetta sem andstæðar fylkingar. Ég held að til þess þurfi fólk að ganga út frá flokkadráttum sem í raun tilheyra fallinni heims- mynd. Búsáhaldabyltingin var stærsta alþýðuuppreisn á Íslandi en því miður auðnaðist hvorki verkalýðshreyfingunni né vinstri flokkunum að styðja við kröf- ur hennar. Þessi fyrirbrigði höfðu fyrir löngu orðið klíkuvæðingu að bráð og gátu ekki skilið og brugð- ist við nýjum aðstæðum. Það var því fólk með annan bakgrunn sem tók upp baráttu fyrir almenning sem skuldara. Verkalýðshreyfingin varði fjármálakerfið og lífeyris- sjóðina og það gerðu líka vinstri flokkarnir í ríkisstjórn.“ Helsta sökudólginn í klíkuvæð- ingu verkalýðshreyfingarinnar og vanhæfni hennar á að takast á við þarfir umbjóðenda sinna tel- ur Smári vera Samfylkinguna og að minna leyti Vinstri græn. Leið- togar sem sátu áratugum saman hafi svo til allir komið úr Samfylk- ingunni, eins og til dæmis Gylfi Arnbjörnsson. „Það er mikill glæpur hjá þessu fólki að taka baráttutækin, hreyf- inguna og flokkana, úr höndum fólksins sem er algjörlega háð því að lýðræðislegur vettvangur virki fyr- ir það. Að drepa niður alla virkni í verkalýðshreyfingunni til þess að gera hana að einhvers konar klapp- stýru fyrir umsókn um Evrópu- bandalagið, upptöku evru og öðr- um áhugamálum elítunnar er voðaverk. Á sama tíma tók Sam- fylkingin arfleifð baráttusögu verka- lýðshreyfingarinnar frá síðustu öld og flokkanna sem hún gat af sér og breytti sér í eins konar lífsstílsflokk fyrir hina menntuðu millistétt, flokk sem á í dag aðallega samleið með Viðreisn, Bjartri framtíð og slík- um viðrinisflokkum. Samfylkingin á ekkert erindi lengur inn í alvöru stéttabaráttu og er á engan hátt í stakk búin til að takast á við nýfrjáls- hyggjuna. Til þess skortir hana fólk innanborðs sem hefur upplifað á eigin skinni ranglæti samfélagsins.“ Fulltrúar Sósíalistaflokksins munu djöflast á kerfinu Nú er unnið að því að raða á lista Sósíalistaflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar en leiðtog- inn verður þar ekki á lista. Hann telur sig vera of mikinn forréttinda- mann til þess. Kjörnefnd sem skip- uð var með slembiúrtaki velur fólk á listann með það að leiðarljósi að hafa sem breiðastan hóp þeirra sem ekki hafa haft rödd hingað til. Meðal helstu stefnumálanna verða hækkun launa hjá Reykjavíkur- borg, bygging húsnæðis fyrir þau sem eru í mestri neyð og krafa um að hin verr settu komist að borðinu þar sem ákvarðanir um framtíð þeirra eru teknar. Það kemur flatt upp á Smára þegar spyrillinn ber hina hefðbundnu spurningu um mögulega samstarfsflokka upp. „Stjórnmálin eru ónýt og við getum því ekki gert neitt eins og hinir eru að gera. Fólk á Íslandi treystir ekki stjórnmálunum eins og þau hafa verið stunduð og allra síst borgarmálunum. Við stefnum því í raun ekki á að taka þátt í þess- um stjórnmálum. Lítum á fram- boðið fremur sem uppreisn gegn stjórnmálunum en umsókn um að fá að vera með.“ Hvað ætlið þið þá að gera ef þið náið fulltrúum inn í borgarstjórn? „Við stillum fram fólki sem hef- ur upplifað algert varnarleysi gagn- vart Reykjavíkurborg og hefur verið háð velferðarsviði um afkomu sína. Fólki sem leigir í félagsbústöðum og hefur reynslu af störfum barna- verndar, fátækum lífeyrisþegum, innflytjendum sem aldrei heyrist í, leigjendum og öðrum hópum sem upplifa dags daglega óréttlæti sam- félagsins. Ef við fáum fólk kjörið í borgarstjórn mun það verða full- túar fólksins en ekki valdsins. Við getum vonandi rekið eins kon- ar klögunarskrifstofu innan borg- arstjórnar fyrir hina verst settu, þröngvað hagsmunum og sjónar- miðum þeirra inn í hvert mál sem kemur til umfjöllunar. En það er til einskis að ræða nein málefni fyrr en lýðræðishallinn hefur verið lag- aður.“ n „Samfylkingin á ekkert erindi lengur inn í alvöru stéttabaráttu og er á engan hátt í stakk búin til að takast á við nýfrjálshyggjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.