Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 30
 20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar Við höfum alla tíð verið úti á Granda og það eru því mikil tímamót fyrir okkur að vera komin í hina raunverulega miðju borgarinnar, hérna í Skeifunni. Við elskum Grandann en þetta er frá- bært,“ segir Emil Þór Guðmundsson hjá Kría Hjól. Fyrirtækið er nú flutt í glæsilegt húsnæði að Skeifunni 11b og er þar bæði til húsa hjólaverslun og reiðhjólaverkstæði. Kría Hjól er fyrir allt hjólreiðafólk: „Hingað kemur fólk sem vantar bara hjól til að komast á í vinnuna eða út í ísbúð og síðan aðrir sem hugsa varla um neitt annað en hjólasportið. Það var hins vegar alltaf markmið okkar með versluninni að fjölga hjólanörd- um á Íslandi og ég held að það hafi tekist,“ segir Emil. Kría Hjól var stofn- uð árið 2009 en Emil hefur æft og keppt í hjólreiðum allt frá 12 ára aldri. Kría Hjól flytur inn og selur hin róm- uðu Specialized-hjól frá Bandaríkjun- um sem er eitt þekktasta reiðhjóla- merki í heiminum. Gífurleg breidd og fjölbreytni einkenna úrvalið af Speci- alized-hjólunum hjá Kría Hjól: „Hér er hægt að fá hjól frá 20.000 krónum og upp í tvær milljónir – og allt þar á milli,“ segir Emil. Kría rekur öfluga viðgerðarþjón- ustu í Skeifunni. Pantaður er tími með því að senda tölvupóst á netfangi info@kriahjol.is eða með því að hr- ingja í síma 534 9164. Hjól sem komið er með í viðgerð að morgni dags er síðan klárt úr viðgerð samdægurs. Eins og fyrr segir hentar Kría Hjól öllum tegundum af hjólreiðafólki, þeim sem þurfa að fá viðgerð eða eru að kaupa sér nýtt hjól eða vantar varahlut í hjólið – en líka þeim sem hafa ástríðu fyrir hjólreiðum og lifa og hrærast í heimi hjólasportsins. Það er sérstaklega gaman fyrir það fólk að koma í Kría Hjól í Skeifunni 11b, skoða vöruúrvalið, spjalla og fá sér kaffi- sopa: „Við vorum einmitt að fá nýja Rocket-kaffivél en það tilheyrir þess- um kúltúr að fara í góðan hjólatúr og fá sér síðan kaffisopa hérna á eftir og spjalla,“ segir Emil. Eigendur Kría Hjól stofnuðu árið 2011 hjólreiðaklúbbinn Tind sem í dag er næststærsti hjólreiðaklúbbur landsins. Eigendur Kría Hjól eru ekki lengur í stjórn klúbbsins en keppa í mótunum á vegum hans og fjölmargir viðskiptavinir eru virkir í þessum klúbbi og keppa á hjólreiðamótum hans. Það er opið hjá Kría Hjól mánu- daga–föstudaga frá kl. 10 til 18 og frá 11 til 15 á laugardögum. Verkstæðið er opið virka daga frá 9 til 18 en lokað um helgar. Nánari upplýsingar og vefverslun eru á vefsíðunni kriahjol.is Á nýjum og glæsi- legum stað í Skeifunni TÍmamóT Hjá KRÍa Hjól:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.