Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 59
menning 5920. apríl 2018
H
öfundurinn Duncan
Macmillan (skoskara verð-
ur það varla) er nýjasta
stjarnan á evrópska leik-
húshimninum. Það sem er
óvenjulegt við eyjarskeggjann er
að hann hefur líka náð fótfestu
í leikhúsinu í Berlín og Vín. Verk
hans, bæði eigin höfundarverk og
leikgerð annarra höfunda, hafa
farið sigurför um leiksvið Evrópu.
Hann var (að eigin sögn) mis-
heppnaður leikari, en áttaði sig
á því sjálfur í tæka tíð. Þar með
hófst frægðarferill hans sem höf-
undar, leikgerðarhönnuðar og
leikstjóra.
Það er auðfundið að sem fyrr-
verandi leikari þekkir Macmillan
leikhúsið út og inn. Hann skynjar
meira að segja að hlutverkið get-
ur verið leikaranum eins konar
vímugjafi. Til vitnis um það nefn-
ir hann þekkta norska leikkonu,
sem þurfti sinn skammt af am-
fetamíni þegar hún lifði sig inn
í aðalhlutverk grísku harmleikj-
anna, eins og Antígónu, Medeu og
Elektru. Þetta er ekkert einsdæmi.
Eru það ekki viðtekin sannindi nú
til dags að snilligáfan sé á mörk-
um geðbilunar, og að afburða-
listamenn leiti á náðir vímuefna
til að örva sköpunarkraftinn?
Duncan Macmillan, höfund-
ur leikritsins, kom sérstaklega til
landsins á föstudaginn til að vera
viðstaddur frumsýninguna. Hér
er hann ásamt Gísla Erni Garðars-
syni, leikstjóra sýningarinnar.
Sjálfur segir höfundur að leik-
húsið sé leikkonunni Emmu – að-
alpersónu verksins – (eða Söru,
því hún lýgur oft til nafns), eins
konar flótti frá áfallastreitu hvers-
dagslífsins: „Maður fær að standa
á sviðinu og segja eitthvað, sem
er svo satt, þrátt fyrir að vera
skáldað. Maður fær að gera hluti,
sem virðast hafa stærri tilgang en
þú finnur í þínu eigin lífi.“
Höfundur sem skynjar þetta
á auðvelt með að leggja leikur-
um sínum orð í munn. Kannski
er það höfuðstyrkur þessa verks.
Samtöl Emmu við lækninn eru
eins og flugeldasýning. Orða-
skiptin springa út í stjörnugliti,
heilla og töfra og afvegaleiða
áhorfandann auðveldlega. Sjálf-
hverfa sjúklingsins og hroki fá á
sig birtingarmynd andlegra yfir-
burða.
En það er þvert á veruleikann,
sem er sá að Emma er fársjúk,
veikburða, niðurbrotin – sár-
lega hjálparþurfi. „Hún á í erf-
iðleikum með raunveruleikann,“
eins og hún kemst sjálf að orði
– hversdagsleikann í öllum sín-
um birtingarmyndum – sorg og
gleði. „Það eitt að komast fram úr
og takast á við daginn er mér of-
viða.“
Það sem er mér efst í huga
– eftir að hafa fylgst með ör-
væntingu, niðurlægingu, skömm
og afneitun Emmu á vegferð
hennar inn og og út af meðferðar-
stofnun – er samtal móður og
dóttur í lokin – reyndar föður líka,
þótt samband þeirra sé ekki eins
náið – þegar hún er snúin heim
aftur í faðm fjölskyldunnar, kom-
in í gamla herbergið sitt og reyn-
ir að horfast í augu við vandamál
hversdagsins á ný.
Það er grimmt, hatrammt og
sársaukafullt samtal, þar sem
engum er hlíft. Það er ekki bara líf
Emmu sem er í rúst, heldur líka
foreldra hennar. Botninum er
náð. Árum saman hafa þau fórn-
að öllu, staðið með henni í blíðu
og stríðu, en nú er komið nóg.
Pabbi óskar þess eins að hún væri
dauð, og mamma viðurkennir í
þessu samtali að hún hafi orðið
að hætta að spila á píanóið, eftir
að Emma braut á henni fingurna
í æðiskasti.
Kannski er það loksins á þessu
augnabliki sem Emma viður-
kennir að hún er alkóhólisti og
verður að horfast í augu við það.
Hún hefur ekki bara eyðilagt sitt
eigið líf, heldur líka líf foreldra
og aðstandenda. Það er ekki fyrr
en þá sem það rennur upp fyrir
henni. Hingað til hefur hún bara
vorkennt sjálfri sér, aldrei hugsað
út í þær þjáningar sem hún hefur
valdið sínum nánustu.
Fyrst eftir uppgjörið getur
bataferlið hafist. Það er kannski
von.
Leikmyndin – hvít og mjó eins
og ofvaxin pilla – liggur þvert í
gegnum salinn. Góð lausn. Þar er
stöðug umferð. Læknar og hjúkr-
unarfólk á þeytingi með rúm og
borð og stóla, áhöld og tæki –
jafnvel klósett til að æla í. Aldrei
stundarfriður, sífelldur erill. Nýir
sjúklingar koma, aðrir fara. Mik-
ið grátið, jafnvel öskrað. Framan
af er Emma utangarðs í þessari
hópsálarfræði.
Nína Dögg Filippusdóttir
vinnur eftirminnilegan leiksigur í
hlutverki Emmu. Hún er hrikaleg,
fer hamförum, líkaminn nötrar
og skelfur, froðan fellur úr munn-
vikum hennar. Hún er eins og dýr
í búri, fer út úr sjálfri sér – kom-
in á endastöð. Ég minnist þess
ekki að hafa séð slík tilþrif á sviði
áður. Slíkan ofurleik, kraft, úthald
og hrollvekjandi áhrif. Samt líka
samúð. Meiri háttar.
Fast á hæla henni kemur Björn
Thors. Berskjaldaður í barnslegri
einlægni, sem fer honum svo vel.
Samtöl þeirra tveggja eru marg-
slungin, blæbrigðarík og áleitin.
Sigrún Edda á líka sterka inn-
komu, mátulega stjórnsöm, en
samt svo mannleg í öllum þrem-
ur hlutverkum, sem hún birtist
okkur í. Og það eru þau reyndar
öll, Jóhann Sigurðsson – sem fer
hamförum á sviðinu og sýnir okk-
ur inn í hugarheim vitfirringsins
– Hannes Óli og stelpurnar, Edda
Björg og Maríanna Clara, eru
hófstillt og íhugul, eins og góðu
starfsfólki ber að vera.
Sú hugsun læðist að manni
í allri þessari innhverfu sjálfs-
vorkunn – því að allt eru þetta
sjálfskaparvíti – að þessi um-
kvörtunarefni séu harla fáfengi-
leg í samanburði við hin raun-
verulegu vandamál, sem hrjá
meirihluta mannkyns. Ætli þeim
þætti ekki harla lítið til þessar-
ar sjálfsvorkunnar koma í eit-
urefnaskýinu í Damaskus eða í
gaddavírsgirtum flóttamanna-
búðum heimsins? Út frá því sjón-
arhorni er pólitísk nærsýni okkar
í neysluþjóðfélögum Vesturlanda
nánast skammarleg. Ofgnótt, of-
drykkja, offita, kvíðaköst, þung-
lyndi, sjálfsvorkunn, sjálfsmorð.
Maðurinn er sjálfum sér verstur.
Það fylgir sögunni að þessi
leiksýning hafi fengið firna góð-
ar undirtektir í Noregi, og að sýn-
ingin hafi vakið heitar umræður
um áfengisbölið og vímuefna-
vandann. Við höfum það fyrir
satt, að þrátt fyrir ríkidæmið séu
Norðmenn sýnu hófsamari en
við, enda arfgengur órói í okkar
keltneska blóði.
Í ljósi þessa er ekki fjarri að
ætla að þessi sýning skírskoti
rækilega til landans og slái jafn-
vel öll aðsóknarmet.
Leikstjórinn, Gísli Örn
Garðarsson, má með sanni vera
stoltur af þessu sköpunarverki
sínu. n
Lúxusvandamál
á fyrsta farrými
Bryndís Schram
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Fólk, staðir og hlutir
Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Katja Ebbel Fredriksen
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Tónlist: Gaute Tönder og Frode Jacobsen
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Sýningarstjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir
Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Björn
Thors, Hannes Óli Ágústsson, Edda Björg
Eyjólfsdóttir og Maríanna Clara Lúthers-
dóttir.
Frumsýnt í Borgarleikhúsinu
þann 13. apríl síðastliðinn.