Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 23
fólk - viðtal 2320. apríl 2018 „Ég ætlaði ekki að verða eins og pabbi, sem var fyllibytta á mörkunum við að vera róni“ fullorðinsárin einkenndust af rót- leysi og stefnuleysi. Smári flosn- aði upp úr Menntaskólanum við Sund og vann við eitt og annað víða um landið. Um tíma ferðað- ist hann líka töluvert erlendis. „Unglingadrykkjan fór aldrei úr böndunum líkt og hjá mörg- um. Ég var ekki að sniffa lím á Hlemmi. En upp úr sextán ára aldri fór ég að drekka um hverja helgi. Ég fór líka að nota hass og örvandi efni þó að áfengi hafi alltaf verið minn aðal vímugjafi. Um tvítugt var mér ljóst að ég væri alkóhólisti. Ég vissi bara ekki hvað fólst í því.“ Elti misnotaða stúlku út úr þjáningunni Árið 1985 datt Smári fyrir tilvilj- un inn í blaðamennsku á dagblaðinu NT og þar opnaðist fyrir honum nýr heimur. Upp úr því kynntist hann konu og hóf sambúð með henni og kornungum syni hennar. En með tímanum reyndist erfitt að samrýma fasta vinnu, fjölskyldulíf og það drykkjumynstur sem hann var fastur í. „Blaðamennskan var upp- götvun fyrir mér. Hún var lykill til að opna dyr að heiminum og mér fannst það stórkostlegt,“ seg- ir Smári upptendraður. „Ég mátti skoða allt sem mér datt í hug. Fram að þessu var ég engu bund- inn og hafði engar skyldur. Ég gat drukkið þegar ég vildi. En svo komu árekstrarnir við fjölskyldu sem ég elskaði og starf sem mér fannst mikilvægt og eftir fjögur ár var ég farinn í meðferð.“ Meðferðin bjargaði ekki sam- bandinu en þar lærði Smári hvað alkóhólismi er, arfgengur sjúk- dómur sem á endanum tortímir sjúklingnum ef hann hættir ekki að drekka. Þar var honum einnig kennt að lausnin væri að vera ærlegur maður, standa við orð sín og koma hreint fram við aðra. Brodd- borgari sem borg- ar skattinn sinn og stendur sína plikt. Þessu tók Smári fagnandi og bókstaflega og gætti þess að halda samskipt- um sínum við alla hreinum og skýrum. Á sama tíma fékk hann aukna ábyrgð í starfi þegar hann var ráðinn ritstjóri á Pressunni 1989. „Ég stóð mína plikt en eftir nokkur ár kom í ljós að það var ekki nóg. Ég þurfti dýpri fyllingu í lífið. Ég var kominn í öngstræti sem manneskja sem er kannski best lýst með hugtökum úr guðfræðinni. Marteinn Lúth- er lýsir því hvernig hinn reiði guð gamla testamentisins setur ómanneskjulegar kröfur á mann- inn. Mannskepnan getur sett á sig meiri kröfur en hann getur staðið undir og hann fyrirgefur sjálfum sér ekki. Að lifa undir slíkum kröf- um verður óbærilegt og þú verð- ur að harðneskjulegri manneskju. Til að losna út úr þessu ástandi ákvað ég að byrja að drekka aftur. Það var leiðin sem ég kunni. Ég var enn alkóhólisti.“ Það var meðvituð og erfið ákvörðun. Fyrstu drykkina píndi hann ofan í sig og upplifði hvorki vímu né ánægju. Næstu helgi drakk hann aftur og helgina eft- ir það. Næstu þrjú árin var Smári meira og minna í dagdrykkju og á virkilega vondum stað í tilver- unni. „Ég vissi að leið AA og SÁÁ var leiðin út en hún var bara ekki fær mér. Ég hafði reynt hana en hún hafði ekki dugað. Það var því engin lausn í boði fyrir mig önnur en að drekka og væla ekki of mikið yfir örlögum mínum. Ég brenndi kertið í báða enda, vann mikið og drakk stíft þar til ég var orðinn þreklaus. Ég feikaði mig í gegn- um daginn með gömlum töktum og stælum. Það var enginn neisti í skrifum mínum og ég var orðinn ráðalaus sem manneskja.“ Á þessum tíma hafði hann kynnst núverandi eiginkonu sinni, Öldu Lóu Leifsdóttur, en sambandinu stóð ógn af drykkj- unni. Árið 1994 féllst Smári á að reyna aftur meðferð á Vogi án þess að hafa trú á henni. Í eft- irmeðferðinni á Staðarfelli gerð- ist hins vegar nokkuð óvænt sem hann lýsir með bros á vör eins og kraftaverki. „Þarna inni var ung stúlka frá Vestfjörðum sem hafði lifað ömurlega æsku, verið misnot- uð, orðið fyrir ofbeldi og lifað við hryllilegar heimilisaðstæður. Hún hafði flúið veruleikann með því að drekka og dópa og særði sig og skar undir áhrif- um, bar ör bæði að innan og utan. Einn daginn, þar sem við sátum í hópavinnu, hvert okkar lokað inni í sínum helli sjálfsvor- kunnar, ákvað hún að stíga upp og út og yfirgefa þjáninguna. Ég sá á svipnum á henni að allt hafði breyst. Hún fór að tala um hvað hún vildi og hvert hún gæti far- ið. Ég hugsaði með mér að úr því að þessi stúlka gat yfirgefið sinn helli, sem hún svo sannarlega hafði allan rétt á að búa í, þá hlyti ég að geta yfirgefið minn auma sjálfsvorkunnarhelli. Morguninn eftir sá ég á yfirbragði stúlkunnar að hún var enn úti, björt og glöð. Ég ákvað því að elta þessa stúlku út úr hellinum, skilja þjáninguna eftir og taka sæng mína og ganga af stað. Síðan hef ég reynt að taka á móti lífinu með opnum faðmi og hlýju hjarta.“ Lærði hjá reynsluboltunum Á þrjátíu ára ferli í blaðamennsku hefur Gunnar Smári komið víða við. Eftir stuttan tíma á NT fór hann á Helgarpóstinn og síðan DV. Eftir að hafa ritstýrt Pressunni ritstýrði hann Heimsmynd, Ein- taki, Morgunpóstinum og Fókus og skrifaði í Alþýðublaðið, flutti pistla fyrir Ríkisútvarpið, Bylgjuna og Stöð 2. Hann vann að stofnun Fréttablaðsins 2001 og varð rit- stjóri þess og síðan forstjóri 365. Fór síðan í víking til Danmerkur með Nyhedsavisen árið 2006. Síð- asta verkefni hans var hjá Frétta- tímanum sem hætti útgáfu vorið 2017. Á þessum tíma hefur hann einnig skrifað tvær bækur og þýtt eina til. „Blaðamennska verður að hafa tilgang og þá á ég ekki við persónulegan tilgang. Hún verð- ur að þjóna. Fólk sem er ekki í blaðamennsku til að bæta sam- félagið og gera gagn er á röngum stað. Þetta snýst ekki einungis um að miðla upplýsingum heldur að þjóna og boða erindi og tilgang líkt og hjá rithöfundum, prestum og stjórnmálamönnum. Blaða- menn fletta ofan af þeiri heims- mynd sem valdið heldur að okkur og vilja sýna fólki hvernig heimur- inn raunverulega er. Ég stundaði mína blaðamennsku lengst af á jaðrinum og reyndi að brjóta þá „Þar sem ég missti föður minn í raun ungur, hann gat ekki fyllt upp í föðurhlutverkið, hef ég alla tíð upplifað mig sem föðurleysingja m y n d h a n n a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.