Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 10
10 20. apríl 2018fréttir H inn fjögurra mánaða gamli Ívar Hrafn Baldurs- son, sem fæddist þann 12.desember síðastliðinn, glímir við lífshættulegan  lifrar- sjúkdóm. Hann greindist með sjúkdóminn í lok febrúar síðast- liðinn og fór í átta klukkustunda aðgerð nokkrum dögum síðar. Þá var hann aðeins ellefu vikna gam- all. Að sögn föður Ívars Hrafns, Baldurs Kristinssonar, var að- gerðin mjög umfangsmikil og erf- ið fyrir litla snáðann. Fyrir eiga Baldur og eiginkona hans, Linda, þrjú börn en fjölskyldan er búsett á Húsavík.  Sjúkrahúslega Ívars Hrafns hefur reynst fjölskyldunni erfið og kostnaðarsöm en hjón- in voru um tíma aðskilin. Linda á Húsavík með hin börnin þrjú og Baldur í Reykjavík á Landspítalan- um með Ívari Hrafni. Það var því talsvert áfall þegar fjölskyldunni var synjað um umönnunarbæt- ur frá tryggingafélagi þeirra, VÍS, vegna sjúkrahúslegu Ívars Hrafns. Bætur sem fjölskyldan taldi sig eiga rétt á. Ástæða höfnunarinn- ar var sú að Ívar Hrafn greindist með lifrarsjúkdóminn fyrir þriggja mánaða aldur. „Við eigum bágt með að skilja þetta. Ef Ívar Hrafn hefði greinst nokkrum vikum síð- ar með sjúkdóminn þá hefðum við verið tryggð,“ segir Baldur í sam- tali við DV. Sjaldgæfur lifrarsjúkdómur Sjúkdómurinn sem Ívar Hrafn þjá- ist af lýsir sér þannig að það vant- ar að stórum hluta alla tengingu á milli lifrar og meltingarvegs. „Um það bil eitt af hverjum 25 þúsund börnum á Norðurlöndun- um fær þennan sjúkdóm. Það veit í sjálfu sér enginn af hverju þetta gerist og hvort þetta gerist á með- göngu eða eftir fæðingu,“ segir Baldur. Ívar Hrafn dvaldi á spítala í viku eftir að hann fæddist. Algengt er að ungbörn fæðist gul og séu gul í einhverja daga eftir að þau fæð- ast. „Við vorum svo send heim og þetta hefur verið svona með öll börnin okkar, að þau voru gul í fæðingu og svo hefur það lagast,“ segir Baldur. Ástand Ívars Hrafns lagaðist ekki og þegar hann var um 8 vikna gamall leist foreldrun- um ekki á blikuna enda var hann enn gulur, bæði í augum og húð. „Það endaði með því að við fór- um með hann á sjúkrahúsið á Ak- ureyri og þar fór hann í ýmis próf sem komu öll tiltölulega illa út fyr- ir hann.“ Ívar var þá sendur suður til Reykjavíkur og undirgekkst átta klukkustunda aðgerð. Þarf að öllum líkindum nýja lifur „Í heilbrigðri manneskju eru svo kallaðir gallgangar, sem skila gall- inu úr lifrinni í gallblöðru og nið- ur í þarma. Þetta vantar að stórum hluta hjá Ívari og frá fæðingu hefur honum aldrei tekist að koma gall- inu niður í þarmana. Það safnast upp í lifrinni og þar með í blóðinu. Mjög fljótt fer lifrin að skemmast. Í aðgerðinni sem hann fór í var tek- inn hluti af smáþörmum, tengt við lifrina og aftur niður í þarmana, til að búa til einhvern veg fyrir gallið til að komast á réttan stað. Gallið er alveg lífsnauðsynlegt til að geta brotið niður fitu í matnum,“ segir Baldur. „Í 85 prósent tilvika fá börn sem eru með þennan sjúkdóm nýtt líf- færi fyrir tuttugu ára aldur. Nærri því helmingur barnanna fær nýja lifur fyrir fimm ára aldur því tjónið á lifrinni er það mikið.“ Ótrúlega sprækur miðað við aðstæður Baldur segir að Ívar sé ótrúlega sprækur miðað við aðstæður. „En hann þarf mun meiri  um- önnun  og athygli heldur en hin börnin okkar. Það er einnig ótrú- lega mikið stress í kringum þenn- an sjúkdóm og hvað er lítið vitað um hann. Það eru svo fáir læknar á Íslandi sem hafa einhvern tíma þurft að hafa áhyggjur af þess- um sjúkdómi. Okkur var sagt að venjulega fari eitt barn á sjö til átta ára fresti í svona aðgerð hér á landi,“ segir Baldur. „Aðgerðin lukkaðist nokkuð vel, en þetta er hryllileg aðgerð á svona litlu kríli. Við konan þurft- um svo að vera hvort í sínu lagi, hún á Húsavík með hin börnin okkar og ég var fyrir sunnan með drenginn. Við höfum fengið viðtal við félagsráðgjafa og allt er í ferli varðandi bætur og hvaða stuðning foreldrar í okkar stöðu geta feng- ið. Það er náttúrlega þannig að Ívar Hrafn er langveikt barn. Það er verið að vinna í því að athuga hvernig Tryggingastofnun tekur á þessu og við eigum einnig rétt á að fá ferðakostnað að einhverju leyti endurgreiddan,“ segir Baldur. Neitað um bætur Fjölskyldan er með F+ fjölskyldu- tryggingu hjá VÍS og þar er inn- ifalin umönnunartrygging fyrir veik börn. Baldur og Linda sóttu um þessar bætur og sendu viðeig- andi skjöl til VÍS. Þrjár vikur liðu þar til svar barst í tölvupósti en þá vildi svo til að Baldur hafði einmitt heimsótt tryggingarsalann sinn til þess að spyrja frétta. „Í tölvu- póstinum kom fram að einhver nefnd væri búin að fara yfir mitt mál og umsókn minni hafi verið hafnað. Það var vitnað í einhverja grein þar sem kemur fram að ekki séu borgaðar bætur með börnum sem fæðast með sjúkdóm, eða eru greind með sjúkdóm fyrir þriggja mánaða aldur. Ég var vægt til orða tekið gjörsamlega brjálaður þarna inni. Ég sagði við tryggingarsalann minn að ég ætlaði að fara áður en ég myndi segja eitthvað sem ég myndi sjá verulega eftir, en mér fyndist þetta verulega skítt.“ Munaði örfáum vikum Baldur segir að Ívar Hrafn hafi ver- ið endanlega greindur með sjúk- dóminn 24. febrúar. En þá var Ívar Hrafn tíu og hálfs vikna gam- all. Það munar því tæplega þrem- ur vikum á að hann hefði verið greindur eftir þriggja mánaða ald- ur. „Ég fór fyrir  forvitni sakir  að skoða hvernig þetta er hjá öðrum tryggingafélögum og þar sem ég skoðaði er þetta sama sagan. Það virðist sem svo að þessi blessuðu tryggingafélög hefðu samið þessa reglugerð saman. Þetta er ótrúlega keimlíkt allt saman. Það er í sjálfu sér engin skýring gefin á af hverju þetta er svona. Af hverju það eru borgaðar bætur með barni sem er þriggja mánaða en ekki barni sem er tveggja mánaða og þriggja vikna. Af hverju er þetta klippt og skorið þarna? Ég hef það svolítið á tilfinningunni að menn telji lík- ur á að ef börn greinast svona ung þá geti þetta orðið vesen til fram- búðar og það sé verið að fría sig af ábyrgð. Mér var allavega ekki bent á það að ég gæti sótt um einhverjar aðrar bætur. Ég svaraði póstinum sem ég fékk sendan frá VÍS en hef ekki fengið nein svör,“ segir Baldur. Að sögn Baldurs eru bæturnar sem um ræðir samtals um 75 þús- und krónur, það gera 25 þúsund krónur á viku fyrir hverja viku á spítala eftir fimm daga spítalavist. „Upphæðin er ekki aðalatriðið hjá mér, heldur þessi endalausi eltingarleikur við þessi félög með allt svona. Ef hann hefði verið að- eins eldri þá hefði ég fengið bæt- ur. Við vitum í sjálfu sér aldrei neitt nema það sem dagurinn í dag býð- ur upp á. Það er nógu erfitt að eiga barn með lífshættulegan sjúkdóm. En að þurfa svo að berjast með kjafti og klóm fyrir einhvers konar bótum eða aðstoð við þessar að- stæður er ekki alveg það sem geð- heilsan þarfnast,“ segir Baldur. Óvissa við fæðingu barns Í áðurnefndum skilmálum VÍS segir orðrétt að ekki séu greidd- ar bætur „vegna sjúkdóma sem eru fyrir hendi við fæðingu eða greinast innan þriggja mánaða frá fæðingu“. Í svari frá fyrirtæk- inu kemur fram að um alþjóðlega skilmála sé að ræða. „Ástæðan fyr- ir þessu ákvæði er sú að það ríkir mikil óvissa um hvað sé verið að tryggja við fæðingu barns,“ seg- ir Andri Ólafsson, samskiptastjóri fyrirtækisins. Að hans sögn hef- ur fyrirtækið fundið fyrir eftir- spurn um að hægt sé að kaupa tryggingar sem nái yfir þetta við- kvæma tímabil í lífi hverrar fjöl- skyldu. „Slík vara er í þróun og kemur vonandi fljótlega á mark- að,“ segir Andri. n Hefðu fengið bætur ef sonurinn hefði greinst þremur vikum síðar n Hinn 4 mánaða gamli Ívar Hrafn glímir við lífshættulegan lifrarsjúkdóm Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is „Þetta er hryllileg aðgerð á svona litlu kríli Baldur Kristinsson. Alþjóðlegir skilmálar Mikil óvissa ríkir um hvað verið sé að tryggja við fæðingu barns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.