Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 54
54 sport 20. apríl 2018 Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt É g er mjög ánægður hérna, ég kann vel við fólkið hér og það hefur verið tekið virkilega vel á móti mér. Ég er mjög sáttur, þegar það gengur vel innan vallar er lífið auðveldara“ sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður El- aziğspor Kulübü Derneği̇ í Tyrk- landi, þegar við slógum á þráðinn til hans í vikunni. Elmar var þá í fullu fjöri að leika við dreng sinn í blíðskaparveðri í Tyrklandi. Theodór Elmar hafði í níu ár búið á Norðurlöndunum, fyrst í Noregi áður en hann hélt til Sví- þjóðar og þaðan lá leiðin til Dan- merkur. Elmar vildi prufa nýtt æv- intýri og tilboðið frá Elaziğspor var spennandi, bæði nýtt umhverfi og fjárhagslega var það gott. Liðið leikur í næstefstu deild þar í landi. „Það er mikill munur á menn- ingunni hérna og ég hafði vanist í Skandinavíu, þetta er heldur ekki stór bær (Elazig) ef maður tekur mælikvarðann hérna í Tyrklandi. Hér búa um 400 þúsund manns, það er reyndar stærra en allt Ís- land. Þetta er mjög rólegt og nota- legt hérna, maður eyðir miklum tíma með fjölskyldunni og getur einbeitt sér að fótboltanum. Þegar ég vissi af áhuga þeirra þá fór mað- ur í tölvuna og fór á Google, þetta lítur miklu verr út á Google en það er í raun og veru. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ Tæknileg geta mjög góð Eftir mörg ár í svipuðum fótbolta hefur Elmar þurft að venjast nýj- um fótbolta og leikstíl, það virð- ist hins vegar henta honum. El- mar hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. „Ég myndi segja að tæknilega sé þetta miklu betra en í Skandinavíu, það eru fleiri hágæða leikmenn. Laun- in eru líka töluvert betri hérna, það vantar aðeins upp á taktískan skilning. Það verður mörgum lið- um að falli hérna að menn skilja ekki taktík nógu vel. Það eru fleiri betri leikmenn, við höfum ver- ið að spila mjög vel eftir áramót og erum bara tveimur stigum frá umspili, við eigum möguleika en þurfum að vinna alla þrjá leikina. Við höfum verið öflugir gegn betri liðum deildarinnar en misstigið okkur gegn þeim slakari." Þrír þjálfarar á einu ári Stjórnarmenn liða í Tyrklandi hafa ekkert sérstaklega mikla þolin- mæði og eru fljótir að reka þjálf- arann ef eitthvað bjátar á. „Fyrsti þjálfarinn var bara rekinn í upp- hafi tímabils, það var svo annar rekinn um daginn. Sá sem er með okkur núna var útsendari hérna og ég þekkti hann því vel. Þetta er spes, maður þarf samt held ég bara að venjast þessu. Svona er þetta oftar en ekki hérna, þjálf- arinn er fljótur að fara ef eitthvað gengur ekki upp. Þeir fá ekkert allt of mikinn séns. Ég býst við því að vera hérna áfram nema að það komi eitthvað úr úrvalsdeildinni, það hefur verið áhugi í gangi og því veit maður aldrei. Það er rosa- lega spennandi deild, mikið af frá- bærum leikmönnum. Ég held að ein af þeim ástæðum að ég sé að spila svona vel er að fótboltinn hérna hentar mér mjög vel. Ég hef mest spilað á miðjunni og þar líð- ur mér best, þetta hefur bara verið gaman.“ Bjartsýnn á HM-sæti Theodór er einn af þeim sem er í harðri baráttu um að komast með í 23 manna leikmannahóp Íslands sem heldur á Heimsmeistara- mótið í Rússlandi. Íslenska liðið er vel mannað og datt Elmar úr myndinni um tíma í undankeppni HM, hann er hins vegar mættur aftur inn og á góða möguleika. „Maður er bjartsýnn, ég er keppn- ismaður og vona bara það besta,“ sagði Elmar sem veit hins vegar að samkeppnin um stöður er hörð. „Ég er meðvitaður um það að samkeppnin hérna er mjög hörð, hópurinn hefur stækkað á síðustu árum og það er samkeppni um að vera með. Það eru menn í mínum stöðum sem eru að spila mjög vel og eru öflugir, ég reyni að hugsa eins lítið um þetta og hægt er. Þetta er samt handan við hornið, það sem gerist mun gerast. Mað- ur tekur bara því sem kemur, ég lít á björtu hliðarnar og er vongóður. Það væri óeðlilegt ef maður yrði ekki svekktur ef maður verður ekki í hópnum. Þetta er stærsti íþrótta- viðburður sem Ísland hefur verið með á, ef maður hefur verið ná- lægt þessum hópi þá vonast mað- ur eftir því að vera með. Fótbolt- inn er harður heimur, maður fær hlutina í andlitið þegar ekki geng- ur vel og maður fær mikið hrós þegar vel gengur.“ n „Lítur miklu verr út á Google en það er í raun og veru“ Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Fótboltinn er harður heimur, maður fær hlutina í andlitið þegar ekki gengur vel. n Theodór Elmar ánægður í Tyrklandi n Bjartsýnn á að komast í HM-hópinn n Lið úr úrvals- deildinni hafa áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.