Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 13
20. apríl 2018 fréttir 13
Sjö leigja og einn í foreldrahúsum
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28
220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500
www.isfell.is, isfell@isfell.is
Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum,
pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að
finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.
Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna!
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Varaþingflokksformaður Vinstri grænna leigir íbúð í húsi við Njálsgötu 22 í mið-
bænum. Kolbeinn var í opinskáu helgarviðtali við DV á dögunum þar sem hann
ræddi um hvernig hann hafði Bakkus undir í orrustu sem og glímu við fjármála-
óreiðu af þeim sökum. Gjaldþrot blasti við en að lokum náði Kolbeinn nauðasam-
ingum og talaði um í viðtalinu hversu góð tilfinning það væri að geta greitt skuldir
sínar. Leiguverðið er 220 þúsund krónur á mánuði.
Jón Þór Ólafsson
Búseta Jóns Þórs komst í kastljósið í
aprílbyrjun í fyrra þegar í ljós kom að
eiginkona hans leigði íbúð á Stúdenta-
görðum á meðan hún stundaði nám í
Háskóla Íslands. Þar bjó þingmaðurinn
með spúsu sinni og þótti það sérstakt
í ljósi þess að mánaðarlaun hans voru
yfir 1,3 milljónum króna. Í kjölfarið
ákvað fjölskyldan að víkja úr íbúð sinni
fyrir annarri fjölskyldu sem væri í verri
stöðu. Hjónin fluttu ásamt tveimur
börnum sínum til foreldra Jóns Þórs í
Grafarholti. Fastlega má gera ráð fyrir
því að sú lausn sé tímabundin.
Hótel mamma
Halldóra Mogensen
Halldóra leigir íbúð við Hringbraut 47 í Reykjavík. Í svari til DV segist hún hafa verið á leigumarkaði alla sína tíð. „Ég hef aldrei sóst sérstaklega eftir því að kaupa mitt eigið húsnæði. Í gegnum
tíðina hef ég ekki átt sparifé til að leggja út fyrir húsnæði né ríka ættingja til að aðstoða við kaup,“ segir Halldóra í stuttu svari til DV. Hún segist vel geta hugsað sér að vera á leigumarkaði
áfram ef að Íslendingar byggju við eðlilegan leigumarkað. „Við núverandi aðstæður neyðist maður til að kaupa ef maður hefur ráð á því,“ segir þingkonan.
Birgir
Ármannsson
Birgir, sem gegnir embætti formanns
þingflokks Sjálfstæðisflokksins, leigir
íbúð við Laufásveg 22 í miðbænum.
Birgir er einstæður faðir þriggja dætra
en hann hefur verið á leigumarkaði
síðan hann skildi við eiginkonu sína.