Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 62
62 lífsstíll - ferðalög 20. apríl 2018 R agnhildur Þórðardótt- ir, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, ætlaði aldrei að flytja til Kaupmanna- hafnar. Örlögin höguðu því þó þannig að þar hefur hún búið ásamt eiginmanni sínum síðast- liðin níu ár og eru þau síður en svo á heimleið.  „Við hjónin erum kreppuflóttamenn. Við fluttum út korteri eftir kreppu árið 2009 í kjölfar þess að við urðum bæði atvinnulaus. Ég ætlaði aldrei að flytja til Köben. Ég ákvað þó að gefa þessu séns í nokkra mánuði eftir áróðursræðu frá karlinum. Við ákváðum bara að pakka ofan í tösku, leigðum út íbúðina og vor- um komin út þremur mánuðum seinna, eða í janúar 2009. Ég var búin að búa hérna í viku þegar ég vissi að ég vildi aldrei flytja héðan,“ segir Ragga, sem deilir sínum upp- áhaldsstöðum í Kaupmannahöfn með lesendum DV.  Ástæðan fyrir því að Ragga heillaðist af Kaupmannahöfn var ekki síst lífsmynstrið ytra sem er talsvert ólíkt því sem hún átti að venjast á Íslandi. „Það er allt ann- að tempó á lífinu hérna og mun minni streita og kapphlaup við tímann eins og á Íslandi. Hjart- slátturinn og hvíldarpúlsinn er mun lægri hér. Ég kann að meta litlu hlutina hérna og hef lært mikið af Dönum eins og nægju- semi og sparsemi. Hér er ekki sama lífsgæðakapphlaupið enda hef ég ekki hugmynd um hvaða innanstokksmunir eru í tísku. Ég læt mér nægja einn vasa og tvo kertastjaka,“ segir Ragga. Þá kann hún vel að meta umhverfisvitund Dana sem er mjög mikil. „Ég lærði fljótt að taka með mér taupoka út í búð, endurvinna allt rusl og nota eigið vöðvaafl á hjólfáki til að koma mér milli staða,“ seg- ir Ragga. Þá sjaldan að um sé að ræða ferð sem tekur meira en hálftíma á hjóli eða veðr- ið viðurstyggð þá hoppar hún stundum upp í lest eða strætó. „Við höfum því enga þörf fyrir að eiga bíl en við höfum stund- um leigt okkur bíl til að fara út úr bænum,“ segir Ragga.  Hjartað slær á Nørrebro Þau hjónin hafa búið í flest- um hverfum Kaupmanna- hafnar á þessum níu árum en ákváðu loks að kaupa sér íbúð á Nørrebro.  „Hér sló alltaf hjartað. Þetta hverfi er í mikilli sókn og er mjög vinsælt með ungs fólks. Hér er gríðarleg fjölmenning og kynþáttafordómar hverf- andi,“ segir Ragga. Þess- um suðupotti menningar hafa þó fylgt ýmis vanda- mál.  „Það hafa verið vandamál með gengjastríð og fíkniefnasölu en lögreglan hefur náð ótrúlegum árangri í að stemma stigu við því,“ segir Ragga. Þó að hún sé að eig- in sögn „urlandi“ sátt við sinn sess  á Nørrebro þá gæti hún einnig vel hugsað sér að búa á Stefansgade eða í kringum St. Hans Torv og El- megade en þá vegna mannlífsins þar á góðviðrisdögum.   DV kom ekki að tómum kof- unum þegar Ragga var spurð hverjir væru eftirlætisveitinga- staðir hennar, hversdags og til hátíðabrigða. „Ég þarf reglulega að fara á Tight á Hyskenstræde og fá skammtinn af „Surf & turf“ eða „Landið og miðin“ eins og ég kalla eftirlætisréttinn minn sem samanstendur af nautalund og rækjum. Ég á meira að segja fastakúnnaborð á staðnum,“ segir Ragga. Þá fer hún reglulega á tvo frábæra indverska staði sem heita Rasoi og The Cave. Aðrir uppá- haldsstaðir eru Ranees, taílenskur veitingastaður við Blågårdsplads og Susu sushi við Møllegade. „Ég borðaði svo yfir mig á Kate's joint við Blågårdsplads á dögunum og því er sá staður í smá pásu,“ segir Ragga kímin.  Þegar hún fer út að borða til há- tíðabrigða þá á er veitingastaður- inn Sokkelund hennar uppáhald. „Þeir bjóða upp á besta ribeye-ið í borginni,“ segir Ragga. Hún nefn- ir einnig Kul restaurant í Kød- byen, sérstaklega yrir hóp og þá er málið að panta marga smárétti á borðið. Þá sé PS Restaurant og bar afar huggulegur, steikurnar góðar og mikið líf á staðnum að kvöldi til. „Ég borða mig síðan alltaf í óminnisástand á The Market, sem er asískur fusion-staður. Virkilega flottur,“ segir Ragga. Myndi ekki rata á næt- urklúbb með áttavita Þegar kemur að kaffi- húsum og börum þá segist Ragga halda sig í sinni heimabyggð. Henn- ar uppáhaldskaffihús er Café Taxa á Stefansgade. „Það er hverfisbúllan mín og þar sit ég oft drykk- langa stund með tölvuna mína og horfi á mann- lífið í Nørrebro Park.“ Þá mælir hún með Laundro- mat Café á Elmegade sem og Mikkeller-börunum sem eru víða um borgina. „Fyrsti staðurinn, sem er flaggskipið þeirra, var opn- aður á Stefansgade og þar er oft góð stemming.“ Að öðru leyti segist Ragga ekki vera með sérfræðiþekk- ingu á næturlífi borgarinn- ar. „Ég flokkast víst undir miðaldra, hvíta forréttinda- konu og mínir næturlífs- dagar eru liðnir. Ég drekk ekki áfengi og er yfirleitt komin heim í bólið ekki seinna en á miðnætti. Mér finnst ég hafa farið hamför- um ef ég lafi til klukkan eitt. Ég myndi því ekki rata á næturklúbb með áttavita,“ segir Ragga.  Heilsa og líkamsrækt er Röggu ofarlega í huga og því er ekki úr vegi að spyrja hana hver sé besta líkamsræktin í Kaupmanna- höfn. „Ég hef æft í hrútakofanum á Nørrebro, í Fitness DK, í níu ár eða síðan ég flutti til Danmerk- ur. Þar hef ég rifið í járn og slitið upp stál innan um slæðuklæddar meyjar og vel hærða dökkbrýnda múslíma. Þar hef ég notið þeirra forréttinda að eignast marga góða vini, ekki bara danska heldur af ýmsum uppruna. Það hefur gef- ið mér tækifæri til að skyggnast inn í daglegt líf annarra menn- ingarheima. Það er nýbúið að gera stöðina upp og nú er þarna frábær aðstaða fyrir crossfit-hamagang og ólympskar kraftlyftingar. Ég er þarna reglulega með kalk upp á bak og skil ekkert eftir nema eigin rasssvita.“ Ef Ragga ætti að skipuleggja heimsókn gesta sem aldrei hafa sótt borgina heim þá myndi hún ráðleggja þeim að koma á vorin og sumrin. „Þá lifnar allt við og það er líf á hverju horni. Lifandi tónlist á kaffihúsum, hálfberrassað fólk á Dronning Louise-brúnni, piknikk í almenningsgörðum og sund í sjónum við Íslandsbryggju.“ Hún segir alltaf við sína gesti að þeir geti sjálfir farið í Tívolíið, Nyhavn, Strikið og Magasin en að hún sjái svo um að sýna þeim hliðar á borginni sem aðeins innfædd- ir þekki. Til dæmis  flóamarkað- inn á Jægersborggade, ströndina á Svanemøllen, göngutúr í kring- um Søerne, kebab á Nørrebro og öl á Vesterbro. „Það er nauðsyn- legt að leigja sér hjól og hjóla um borgina. Hún er nefnilega svo passlega stór að maður nær að dekka hana nánast alla á hálf- um degi. Eins er æðislegt að fara í siglingu um síkin eða leigja sér bát á Íslandsbryggju og fara í Lou- isiana-safnið í Humlebæk,“ seg- ir Ragga. Þá er skylda að heim- sækja Fríríkið í Kristjaníu eða Stínu eins og svæðið er kallað. „Flestar borgir hafa markverðar byggingar, kirkjur og söfn en Stína er eitthvað sem þú finnur ekki annars staðar.“  Vorið lúrir handan við horn- ið og segir Ragga að það þýði ein- faldlega að fram undan séu sex mánuðir af botnlausri gleði. „Nú er bara að krossa fingur og vona að sú gula heiðri okkur Kaup- mannahafnarbúa með meiri nærveru en tvö síðustu sumur.“ n „Hjartað sló á Nørrebro“ Borgin mín: Kaupmannahöfn Ragga Nagli ætlaði aldrei að flytja til Kaupmannahafnar. Nú ætlar hún aldrei að flytja þaðan Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Frá Nørrebro Ragga Nagli vill hvergi annars staðar vera í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.