Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 34
 20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar Reiðhjólasalan er orðin aðal-búgreinin hérna, ég byrjaði að flytja inn reiðhjól fyrir þrem- ur árum en er búinn að vera miklu lengur í viðgerðum,“ segir Eiríkur Ingi Kristinsson hjá Reiðhjóla- og sláttuvélaþjónustunni, Vagnhöfða 6 í Reykjavík, og segir jafnframt að reiðhjólasala og reiðhjólaviðgerðir fari prýðilega vel saman. Eiríkur byrjaði að gera við reiðhjól árið 1986. Hann lagði þann starfa af mörgum árum síðar en í hruninu gerðist hvort tveggja að Eiríkur sjálfur þurfti að skipta um starfsvettvang og eftirspurn eftir viðgerðum stórjó- kst og hann stofnaði Reiðhjóla- og sláttuvélaþjónustuna. „Þegar rignir þá er meira að gera í sláttuvélunum og þegar það er gott veður er meira að gera í reiðhjólun- um,“ segir Eiríkur sem hefur reynt að gæta þess að reksturinn verði ekki of umfangsmikill því hann vill halda þessu sem fjölskyldufyrirtæki. Hann hefur lengst af starfað einn í fyrir- tækinu en sonur hans, Eyþór Eiríks- son, sem er mikið í hjólasporti, starfar þar nú með föður sínum. „Sláttuvélaviðgerðirnar hafa held- ur verið á undanhaldi og við höfum jafnvel verið að bræða með okkur að hætta með þær og einbeita okkur að reiðhjólasölu og reiðhjólaviðgerðum því það er svo mikill vöxtur í því. Ég gæti líklega selt miklu fleiri reiðhjól en ég geri en ég vil ekki að þetta vaxi mér yfir höfuð, ég vil halda þessu sem litlu fjölskyldufyrirtæki,“ segir Eiríkur en vöxtur hljóp í starfsemina vorið 2015 er hann hóf að flytja inn hollensku reiðhjólin Sensa. Hafa þessi reiðhjól notið mikilla vinsælda en alls konar gerðir af Sensa-hjólum eru í boði, fjallahjól, götuhjól, keppnishjól og margt fleira. „Sensa á það sameiginlegt með okkur að vera líka fjölskyldufyrirtæki en fyrirtækið hefur vaxið mikið og þeir selja nú hátt í 30.000 hjól á ári,“ segir Eiríkur en alls konar aukahlutir og varahlutir í hjólin eru líka til sölu í versluninni. Verkstæðið er vel tækjum búið enda liggur áratuga reynsla í við- gerðum að baki. „Við erum hér með öll helstu tól og tæki til viðgerða á reiðhjólum og sláttuvélum. Ekki þarf að panta tíma í viðgerðir heldur nægir að koma á staðinn með bilaða reiðhjólið eða sláttuvélina og við- gerð er oftast lokið samdægurs eða næsta dag,“ segir Eiríkur. Sem fyrr segir er Reiðhjóla- og sláttuvélaþjónustan til húsa að Vagnhöfða 6, 110 Reykjavík. Opið er mánudaga–fimmtudaga frá kl. 10–18, föstudaga 10–17 og laugardaga 13–16. Nánari upplýsingar eru á vef- síðunni reidhjol.com. Fjölskyldufyrirtækið sem selur þér framúrskarandi reiðhjól og gerir við þau Eyþór Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.