Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 28
 20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar Gunnar Örn Svavarsson byrjaði í hjólasporti árið 2011 og hafði áður reynslu af Motor Cross. Árið 2013 gekk hann í Hjólreiðafélag Reykjavíkur en félagið stendur meðal annars fyrir tæknilegum hjólreiðaæf- ingum í Öskjuhlíðinni og á fleiri stöð- um. Á slíkum æfingum er notast við svokölluð fulldempandi hjól en þau nýtast við leiðir þar sem ekki er hægt að hjóla á hefðbundnari reiðhjólum. „Fyrir nokkrum árum tókum við að finna fyrir minnkandi áhuga á æfingum með venjulegum fjallahjól- um en auknum áhuga á þessum fulldempandi hjólum sem kallast á ensku all mountain bikes. Á þeim er hægt að hjóla meira krefjandi leiðir. Hér áður fyrr voru ráðandi svokölluð „down hill“-hjól sem fólk þurfti jafnvel að leiða upp fjallið og svo var hægt að hjóla á því niður,“ segir Gunnar Örn. Að sögn hans er hægt að hjóla á svona hjóli t.d. langleiðina upp Esju eftir gönguleiðinni. Síðastliðinn sunnudag breyttu félagar í Hjólreiða- félagi Reykjavíkur út af venjunni og fluttu sig úr Öskjuhlíðinni að Helgafelli í Hafnarfirði. Hjólreiðafólkið bar þá hjólin á öxlunum hluta af leiðinni og hjólaði þar sem fært var. Æfingarnar sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur stendur fyrir í Öskjuhlíð- inni eru vikulega. Frí er yfir sumar- mánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst, en æfingar byrja á nýju í september og standa út maí. „Þegar það er hálka eða snjór erum við á negldum dekkjum en við æfum í hvaða veðri sem er og það er afar sjaldgæft að það falli niður æf- ingar vegna veðurs,“ segir Gunnar en félagið notar Öskjuhlíðina mikið sem æfingasvæði undir erfiðar fjallahjól- reiðar. „Við erum að æfa okkur á því að fara yfir hindranir í Öskjuhlíðinni, sambærilegar þeim sem mæta fjallahjólafólki á erfiðum leiðum annars staðar. Þessar æfingar hafa verið í gangi síðan árið 2015 og maður sér gífurlegar framfarir hjá þeim sem hafa verið með okkur allan tímann. En í heildina þá auka þessar æfingar færni og öryggi fjallahjóla- fólks við erfiðar aðstæður.“ Starfsemi Hjólreiðafélags Reykja- víkur er blómleg og fjölbreytt en auk æfinganna í Öskjuhlíð heldur félagið meðal annars hjólreiðaæfingar fyrir börn og unglinga. Vinsæl fjallahólakeppni Annar félagsskapur sem Gunnar er í, Enduro Ísland, heldur fjallahjóla- keppnir þrisvar á ári. Er þar um að ræða tímatöku við krefjandi aðstæð- ur, sambærilegar við æfingarnar sem Hjólreiðafélagið heldur í Öskjuhlíðinni. „Við erum hópur fimm stráka sem stofnuðum þetta félag haustið 2015. Þessar fjallahjólakeppnir byggja á svokölluðum enduro-reglum þar sem farin er sérleið og það er tímataka. Þessar keppnir eru vinsælar og þátt- takendur að jafnaði um 100 talsins,“ segir Gunnar. Keppnirnar bera heitið Vorfagn- aður, Sumarfagnaður og Haustfagn- aður. Næsta mót er Vorfagnaðurinn sem fer fram þann 5. maí. Skráning stendur yfir og er takmarkaður fjöldi þátttakenda leyfð- ur. Nánar má lesa um þetta á vefsíð- unni enduroiceland. com en einnig er að finna upplýsingar á vefsíðunni www. facebook.com/ enduroiceland. Upplýsingar um starfsemi Hjólreiða- félags Reykjavíkur er að finna á vef- síðunni hfr.is og á Facebook-síðunni https://www.face- book.com/groups/ hjolreidafelag. Hjólreiðaæfingar í Öskjuhlíðinni auka færni og öryggi fjallahjólafólks hjolreidafelag hfr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.