Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Síða 28
 20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar Gunnar Örn Svavarsson byrjaði í hjólasporti árið 2011 og hafði áður reynslu af Motor Cross. Árið 2013 gekk hann í Hjólreiðafélag Reykjavíkur en félagið stendur meðal annars fyrir tæknilegum hjólreiðaæf- ingum í Öskjuhlíðinni og á fleiri stöð- um. Á slíkum æfingum er notast við svokölluð fulldempandi hjól en þau nýtast við leiðir þar sem ekki er hægt að hjóla á hefðbundnari reiðhjólum. „Fyrir nokkrum árum tókum við að finna fyrir minnkandi áhuga á æfingum með venjulegum fjallahjól- um en auknum áhuga á þessum fulldempandi hjólum sem kallast á ensku all mountain bikes. Á þeim er hægt að hjóla meira krefjandi leiðir. Hér áður fyrr voru ráðandi svokölluð „down hill“-hjól sem fólk þurfti jafnvel að leiða upp fjallið og svo var hægt að hjóla á því niður,“ segir Gunnar Örn. Að sögn hans er hægt að hjóla á svona hjóli t.d. langleiðina upp Esju eftir gönguleiðinni. Síðastliðinn sunnudag breyttu félagar í Hjólreiða- félagi Reykjavíkur út af venjunni og fluttu sig úr Öskjuhlíðinni að Helgafelli í Hafnarfirði. Hjólreiðafólkið bar þá hjólin á öxlunum hluta af leiðinni og hjólaði þar sem fært var. Æfingarnar sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur stendur fyrir í Öskjuhlíð- inni eru vikulega. Frí er yfir sumar- mánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst, en æfingar byrja á nýju í september og standa út maí. „Þegar það er hálka eða snjór erum við á negldum dekkjum en við æfum í hvaða veðri sem er og það er afar sjaldgæft að það falli niður æf- ingar vegna veðurs,“ segir Gunnar en félagið notar Öskjuhlíðina mikið sem æfingasvæði undir erfiðar fjallahjól- reiðar. „Við erum að æfa okkur á því að fara yfir hindranir í Öskjuhlíðinni, sambærilegar þeim sem mæta fjallahjólafólki á erfiðum leiðum annars staðar. Þessar æfingar hafa verið í gangi síðan árið 2015 og maður sér gífurlegar framfarir hjá þeim sem hafa verið með okkur allan tímann. En í heildina þá auka þessar æfingar færni og öryggi fjallahjóla- fólks við erfiðar aðstæður.“ Starfsemi Hjólreiðafélags Reykja- víkur er blómleg og fjölbreytt en auk æfinganna í Öskjuhlíð heldur félagið meðal annars hjólreiðaæfingar fyrir börn og unglinga. Vinsæl fjallahólakeppni Annar félagsskapur sem Gunnar er í, Enduro Ísland, heldur fjallahjóla- keppnir þrisvar á ári. Er þar um að ræða tímatöku við krefjandi aðstæð- ur, sambærilegar við æfingarnar sem Hjólreiðafélagið heldur í Öskjuhlíðinni. „Við erum hópur fimm stráka sem stofnuðum þetta félag haustið 2015. Þessar fjallahjólakeppnir byggja á svokölluðum enduro-reglum þar sem farin er sérleið og það er tímataka. Þessar keppnir eru vinsælar og þátt- takendur að jafnaði um 100 talsins,“ segir Gunnar. Keppnirnar bera heitið Vorfagn- aður, Sumarfagnaður og Haustfagn- aður. Næsta mót er Vorfagnaðurinn sem fer fram þann 5. maí. Skráning stendur yfir og er takmarkaður fjöldi þátttakenda leyfð- ur. Nánar má lesa um þetta á vefsíð- unni enduroiceland. com en einnig er að finna upplýsingar á vefsíðunni www. facebook.com/ enduroiceland. Upplýsingar um starfsemi Hjólreiða- félags Reykjavíkur er að finna á vef- síðunni hfr.is og á Facebook-síðunni https://www.face- book.com/groups/ hjolreidafelag. Hjólreiðaæfingar í Öskjuhlíðinni auka færni og öryggi fjallahjólafólks hjolreidafelag hfr.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.