Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 82

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 82
82 Fyrirtækið KAPP ehf. kynnir OPTIM-ICE ísþykknibúnað sinn í bás B 20 á Ís-lensku sjávarútvegssýningunni en fyr- irtækið hefur selt yfir 300 kerfi til útgerða víða um heim. „Á þessari sýningu munum við kynna þær frábæru lausnir sem við bjóðum í kælingu á matvælum, einkum fiski, en við teljum að þær séu þær bestu og hagkvæmustu sem til eru á markaðnum í dag. Hin snögg kæling, strax eftir að fiskur er dreginn úr sjó, tryggir ferskleika hráefnis- ins mun lengur en áður var og lengir þar með hillutíma afurðanna eftir að í verslanir er komið,“ segir Heimir Halldórsson þjón- ustustjóri hjá KAPP ehf. Þrautreyndur búnaður KAPP ehf. er í eigu hjónanna Freys Friðriks- sonar og Elfu Hrannar Valdimarsdóttur en þau sameinuðu fyrirtækin Kapp ehf. og Op- timar Ísland ehf. í ársbyrjun 2016 og nefndu þá fyrirtækið Optimar-Kapp ehf. Nú hefur nafninu verið breytt í KAPP ehf. Auk fram- leiðslunnar á OPTIM-ICE ískrapakerfunum rekur KAPP véla- og renniverkstæði og býður til sölu og útleigu kæli- og frysti- vagna en sá þáttur hefur verið vaxandi und- anfarin misseri. „Þessi búnaður okkar er orðinn þraut- reyndur hér á landi enda verið í framleiðslu allt frá árinu 1998. Mest af framleiðslunni fer á erlenda markaði og þá til margs konar fyrirtækja í matvælaiðnaði en á síðustu ár- um hefur færst í vöxt að búnaðinum sé komið fyrir í fiskiskipum af öllum stærðum. Kælivélarnar eru alfarið smíðaðar hér í okk- ar verksmiðju og við framleiðum þær í mörgum stærðum, allt frá smærri vélum fyrir smábáta upp í stór kerfi fyrir stærri skip. Þá býður KAPP einnig upp á annan kælitengdan búnað eins og t.d. CARRIER kæli- og frystivélarnar en fyrirtækið hefur annast sölu og þjónustu þeim um nokkurt árabil,“ segir Heimir ennfremur. Viðhald og þjónusta „Okkar menn sjá um uppsetningar og við- hald á ísvélum og búnaði til þeirra, ásamt frysti- og kælibúnaði, vakúm dælum og öðrum tengdum búnaði. Við erum ekki að- eins að selja þessa góðu tækni okkar heldur sendum við menn út á skipin til að kenna á búnaðinn við réttar aðstæður og þjónustum hann hvenær sem á þarf að halda, allan sólarhringinn ef því er að skipta. Hér er einnig rekið véla- og renniverkstæði með þrautreyndu starfsfólki og hægt að bregð- ast hratt og vel við ef eitthvað bilar hjá okk- ar viðskiptavinum. KAPP ehf. leggur mikla áherslu á að eiga alltaf helstu varahluti á lager þegar þess gerist þörf.“ Heimir bætir því við að menntun og viðhald þekkingar starfsmanna skipti miklu máli „enda er þró- unin á fleygiferð og mikil samkeppni á þessu sviði frá öflugum aðilum út um allan heim. Það er því eins gott að vera alltaf á tánum eins og sagt er.“ Leiga á kæli- og frystivögnum Eins og áður segir býður KAPP kæli- og frystivagna til sölu og leigu og rekur tugi slíkra vagna sem eru hjá aðilum í m.a. flutn- ingageiranum, útgerðaraðilum og í verslun- um um land allt. „Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir og við bjóðum upp á eftirlit með þessum tækjum allan sólarhringinn. Með nettengingu fylgjumst við með vögn- unum í rauntíma og getum strax gripið inn í og t.d. látið bílstjóra, sem aka flutningabíl- unum, vita ef eitthvað kemur upp á í bún- aðinum. Snögg viðbrögð þarna skipta auð- vitað öllu máli og koma í veg fyrir stórtjón eins og ljóst má vera.“ KAPP ehf. er til húsa að Miðhrauni 2 í Garðabæ þaðan sem öll framleiðsla fyrir- tækisins fer fram svo og sölu- og markaðs- starf. Þá er fyrirtækið með umboðsaðila er- lendis, m.a. í Rússlandi og Noregi. kapp.is Heimir Halldórsson þjónustustjóri KAPP ehf. við ísþykknibúnað sem verið var að setja saman í verksmiðju fyrirtækisins í Garðabæ þegar ljósmyndara bar að garði. KAPP ehf. tryggir ferskleika hráefnisins OPTIM-ICE ísþykknivélarnar eru ein af aðalstoðunum í rekstri KAPP ehf. og þrautreyndar við erfiðustu aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.