Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2017, Side 86

Ægir - 01.07.2017, Side 86
Ný tölvustýrð flökunarvél frá Curio Það hefur verið góður gangur í þessu hjá okkur undanfarin ár og viðtökur markaðarins framar vonum. Langmest af okkar framleiðslu fer á markað erlendis og við erum að bæta þar þjónustu okkar með opnun útibúa í bæði Skotlandi og Nor- egi. Við verðum á Íslensku sjávarútvegssýn- ingunni í Kópavogi og þar munum við svipta hulunni af nýrri tölvustýrði flökunarvél sem við köllum Curio 4011,“ segir Elliði Hreins- son, framkvæmdastjóri Curio í Hafnarfirði. Verkefnið að gera góðar vélar enn betri Á sýningunni í Laugardalshöll sl. haust frumsýndi Curio nýja roðdráttarvél sem nefnist Curio 2031 en sala á henni hefur gengið mjög vel og þurfa starfsmenn Curio að hafa sig alla við til að anna eftirspurn. El- liði segir Curio í sífelldri vöruþróun og tækniframfarir stöðugar. Hann segir hlut- verk fyrirtækisins vera það að gera góðar vélar enn betri og þá sé horft til margra þátta, bæði afkasta vélanna og getu þeirra og nýtingu hráefnis jafnframt því sem miklu máli skipti hvernig útlit vörunnar sé þegar flökin koma úr flökunarvélunum. „Þetta er þáttur sem enn meira er horft til með aukinni vinnslu á ferskmarkaði. Á sýningunni núna erum við m.a. með Curio 4011, sem er ný tölvustýrð flökunarvél með snertiskjá þar sem valið er um fiskteg- undir þannig að hún sker fiskinn með hlið- sjón af tegund og stærð. Einnig eru í vélinni inn- byggðar mynda- vélar svo hægt sé að fylgjast með flökun. Þetta býður m.a. upp á fínstillingar á skurðarferlum án þess að stoppa þurfi vélina. Skjámyndakerfið býður upp á aukna möguleika varðandi viðhald og þjónustu en hægt er að fylgjast með álagi á mótorum og hita ásamt stöðu öryggis- nema. Einnig er boðið upp á uppskriftakerfi, þannig að hafi vélin verið stillt eftir ákveð- inni fisktegund þá er hægt að kalla þá still- ingu fram aftur, næst þegar sú fisktegund er í vinnslu. Vélin býður líka upp á netteng- ingu þannig að við getum aðstoðað við bil- anagreininingu og stillingar yfir netið,“ segir Elliði ennfremur. Starfsstöðvar í Hafnafirði, á Húsavík og í Skotlandi Aðalstöðvar Curio eru við Eyrartröð 4 í Hafnarfirði en að auki er rekið útibú á Húsa- vík og í Skotlandi. Curio framleiðir flökunar- vélar, hausara, roðflettivélar og brýningar- vélar og er vélbúnað fyrirtækisins að finna í fiskvinnslum um allt land en stærstur hluti framleiðslunnar er þó seldur til erlendra fiskvinnslna og útgerða eins og áður sagði. „Við byrjuðum hægt og rólega fyrir norðan og réðum þar einn starfsmann fyrir fjórum árum. Nú erum við þar með þjónustudeild og framleiðslu í 800 m2 hús- næði þar sem eru fjórir starfsmenn og fyrir- hugað að ráða þrjá til viðbótar á næstu mánuðum. Til að mæta kröfuhörðum mörk- uðum erlendis erum við einnig að færa út kvíarnar. Í borginni Peterhead í Skotlandi höfum við verið með sölu- og þjónustudeild en erum nú að opna þar framleiðsludeild einnig, m.a. til að geta betur sinnt vara- hluta- og viðgerðarþjónustu. Þá er fyrirhug- að að opna útibú í Tromsö í Noregi en við höfum verið að auka markaðshlutdeild okk- ar þar í landi verulega.“ Mun betri aflameðhöndlun en áður „Á þeim árum sem ég hef verið í þessu hef ég séð miklar framfarir í meðhöndlun afla allt frá því fiskur kemur úr sjó, þ.e. í blóðg- un, kælingu, aflameðferð og öllum frágangi til frekari vinnslu. Okkar vélbúnaður kemur auðvitað við sögu í vinnslunni á þessum afla þar sem allt miðast við að á endanum verði til enn betri og verðmætari afurðir. Ég er ekki í vafa um að að íslenskur sjávarútvegur hefur mikið forskot hvað hráefnismeð- höndlun í hvítfiskvinnslunni varðar saman- borið við það sem almennt þekkist erlend- is.“ curio.is Elliði Hreinsson, framkvæmdastjóri Curio í Hafnarfirði sem vart hefur undan að framleiða vélbúnað í fiskvinnslur hér heima og erlendis. Roðdráttarvélin, Curio C2031, var til sýnis á sýningunni í Laug- ardalshöll sl. haust og hún selst jafnt og þétt. 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.