Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 100

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 100
100 Ég er búinn að fá ágæta reynslu á skipið í þessum fyrstu túrum og hér um borð eru allir alsælir. Þetta er gjörbreyting í aðbúnaði fyrir áhöfnina frá gamla Ásbirni og svo er það sjálfvirknin í vinnslunni og tæknilausnirnar um borð. Þetta er frábært,“ segir Friðleifur Einarsson skipstjóri á Engey RE 91, nýjasta ferskfiskskipi HB Granda hf. Skipið kom hingað til lands í janúar síðast- liðnum og var fyrst af þremur samskonar togurum sem fyrirtækið lætur smíða fyrir sig hjá Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Skipin eru hönnun frá Alfreð Tul- inius, skipaverkfræðingi hjá Nautic ehf. Þau eru 58 metra löng og 13 metra breið en auk Engeyjar RE tók HB Grandi á móti Akurey AK í byrjun sumars og fær þriðja skipið, Viðey RE undir árslok. Sjálfvirkasti ferskfisktogari heims Þegar heim var komið tók við lokaáfanginn í smíði Engeyjar RE á Akranesi, þ.e. uppsetn- ing fiskvinnslubúnaðar á milliþilfar skipsins og lestarkerfi sem hvergi hefur sést í togara í heiminum hingað til. Lestin er fullkomlega sjálfvirk og mannshöndin kemur þar hvergi nærri, hvorki við lestun úti á sjó né við lönd- un að loknum veiðiferðum. Auk heldur er vinnslukerfið frá Skaganum 3X þannig að fiskurinn er fullkældur niður í mínus 0,1 gráðu áður en hann fer í lestina og því þarf ekki að ísa í kerin með hefðbundum hætti. Með öðrum orðum er Engey RE búin mestu sjálfvirkni sem sést hefur í ferskfisktogara í heiminum hingað til. Engey RE 91 er rúmlega 55 metrar að lengd og 13,5 á breidd. Ganghraði skipsins er 13 hnútar og hefur það 45 tonna togkraft. Fiskvinnslusvæði er 265 fermetrar en lest rúmar 635 ker, 440 lítra. „Loksins kominn með alvöru spil“ Fyrstu prufutúrar voru farnir snemma sumars og síðan fór skipið í fyrstu veiðiferð- irnar eftir miðjan ágúst og var aflinn í fyrstu tveimur túrunum samanlagt rösklega þrjú hundruð tonn. Friðleifur skipstjóri segir við því að búast að fyrstu túrana þurfi til að slípa vinnsluferlið og fínstilla kerfi skipsins. „Það tekur sinn tíma að læra á þetta allt, bæði í vinnslunni og fyrir okkur í brúnni. Skipið er vel búið nýjustu tækni, hvert sem litið er,“ segir Friðleifur. Í fyrstu túrunum var aflinn blandaður, bæði togað á karfamiðum suður af Reykjanesi og á þorskmiðum úti fyrir Vestfjörðum. En hvað er það sem Frið- leifi þykir sjálfum mest um vert í þessu nýja skipi. „Frá mínum bæjardyrum þá eru það spilbúnaðurinn. Hann er gjörólíkur því sem maður hefur átt að vernjast í skipstjórn fram að þessu. Það má kannski orða það einfald- lega þannig að nú sé maður loksins kominn með alvöru spil í hendurnar. Bæði er það hversu öflug þau eru og líka þessi sjálfvirkni í stjórnbúnaði. Breytingin í þessum efnum frá gamla Ásbirni er mjög mikil,“ segir Frið- leifur og nefnir einnig mannlausu lestina og aðra byltingarkennda þætti í aflameð- höndluninni um borð. Hin byltingarkenndi ferskfisktogari, Engey RE 91, hefur lokið fyrstu veiðiferðum „Allir alsælir um borð“ segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri Friðleifur Einarsson í brúnni á Engey. Systurskipin Engey RE og Akurey AK í höfninni á Akranesi. Engey er nú kominn í fullan rekstur en unnið er að uppsetningu vinnslubúnaðar og lestarkerfis í Akurey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.