Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 NÝTT NÝTT Verið velkomin • Peysur • Bolir • Ponsjó • Skinn • Leðurtöskur • Hanskar • Húfur • Treflar • Sjöl og silkislæður Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ævintýri Lísu í Undra-landi eftir LewisCaroll, sem var höf-undarnafn breska heimspekingsins og stærðfræð- ingsins Charles Lutwidge Dodg- son, hefur verið þýdd á 174 tungu- mál frá því bókin kom fyrst út árið 1865. Auk þess að vera sjötta mest þýdda bók heims er hún til í nokkrum þýðingum í mörgum löndum, t.d. á Íslandi þar sem fyrsta þýðingin kom út 1937. Að sama skapi hefur Lísa sjálf, hvíta kanínan, sem hún eltir ofan í holu, allar kynjaver- urnar og gjörvallt undra- landið þar neðra verið viðfangsefni fjölda listamanna síðan skop- myndateiknarinn John Tenniel myndskreytti fyrstu bókina. Walt Disney kynnti sína útgáfu til sög- unnar 1951 og Tove Jansson, skapari Múmínálfanna, og spænski listamaðurinn Salvador Dali myndskreyttu sína útgáfuna hvort á sjöunda áratug liðinnar aldar – svo aðeins fáein dæmi séu tekin. Árið 2012 gaf breska bókaút- gáfan Penguin svo út Ævintýri Lísu í Undralandi með mynd- skreytingum eftir hina nær ní- ræðu Yoyoi Kusama, einn fremsta samtímalistamann Japans. Hún er þekkt fyrir sín doppóttu mynstur og að nýta sér fjölbreytta miðla í listsköpun sinni; málverk, teikningar, skúlptúra, mynd- bönd, gjörninga og umlykj- andi innsetningar – oftast doppóttar. Kominn tími á nýja Lísu María Rán Guðjóns- dóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir stóðust ekki mátið þegar þær rákust á gripinn í bókabúð í London á dögunum. Þær vildu þá doppóttu til Íslands. Og núna hefur Ang- ústúra, bókaforlag sem þær stofn- uðu í fyrrahaust, gefið hana út í þýðingu Þórarins Eldjárns. „Við einfaldlega féllum fyrir þessari fallegu útgáfu. Sjálf þekki ég svo- lítið til verka Kusama og hef lengi verið hrifin af list hennar. Mál og menning gaf út Ævintýri Lísu í Undralandi í þýðingu Þórarins ár- ið 1996, en hún hafði lengi verið ófáanleg og því var kominn tími á nýja Lísu. Okkur fannst engin ástæða til að láta þýða bókina upp á nýtt, enda ómögulegt að gera betur en Þórarinn,“ segir María Rán. Þær stöllur eru prýðilega dómbærar á góðar þýðingar og ís- lenskt mál. Báðar eru bókmennta- fræðingar og lærðar í menningar- stjórnun, María Rán frá Háskól- anum á Bifröst, Þorgerður Agla frá háskóla í Edinborg. María Rán hefur unnið við þýðingar og þýtt margar bækur úr spænsku. Ein þeirra sem Angústúra gefur út, Veisla í greninu eftir mexíkóska rithöfundinn Juan Pablo Villalo- bos, var meðal fimm verka sem tilnefnd voru til Íslensku þýðinga- verðlaunanna 2017 í liðinni viku. Eins og mannæturunninn í Halastjörnunni Leiðir þeirra Maríu Ránar og Þorgerðar Öglu höfðu oft legið saman í bókmenntakreðsum hér heima sem og á bókamessum í út- löndum. Þær kynntust svo á einni slíkri í Gautaborg þegar María Rán vann hjá Crymogea bókaút- gáfu og Þorgerður Agla hjá Mið- stöð íslenskra bókmennta. Þær áttu sér sama drauminn; að stofna eigin bókaútgáfu. Og Angústúra varð að veruleika. „Þetta er nafnið á mannæturunnanum í Halastjörn- unni eftir Tove Jansson,“ svara þær, spurðar um nafngiftina. Þeim finnst nafnið fallegt og láta sér fátt um finnast þegar ýjað er að því að það geti verið tungubrjótur. Angústúra hefur gefið út fjór- tán bækur af margvíslegu tagi. Barnabækur, þýddar bækur í létt- ari kantinum fyrir fullorðna og bókmenntaverk frá ýmsum lönd- um, sem bjóðast í áskrift. „Aðalbókin í fyrra var mat- reiðslubókin Ómótstæðileg Ella og hver veit nema Ævintýri Lísu í Undralandi verði okkar „aðal“ í ár. Eitt af markmiðum okkar er að gefa út vandaðar og fallegar bækur, eigulega gripi úr góðum pappír. Innihaldið skiptir vissu- lega mestu máli en við pælum ekki síður í útlitinu og leggjum áherslu á fallega hönnun og gæði í prentun. Við viljum gefa út bækur fyrir fagurkera. Þótt ég hafi upp- haflega heillast af myndskreyt- ingum Kusama og útliti bókar- innar er sagan auðvitað einstök,“ segir María Rán og talar af reynslu því hún las hana nýverið fyrir börnin sín þrjú, 7, 9 og 12 ára. Þótt hún hafi lesið hana áður kveðst hún hafa verið jafnspennt og þau. Saga fyrir 6 til 106 ára Þær María Rán og Þorgerður Agla eru sannfærðar um að ný- stárleg myndskreyting Kusama falli í kramið hjá flestum 6 til 106 ára lesendum, sem sagan höfði einkum til. Annað sé varla hægt, enda útgáfan í senn bókmennta- verk og listaverkabók. Með mörg- um doppum. Eins og sjálfsmyndin af listakonunni aftast í bókinni. Eða er hún kannski af Lísu? Renna þær saman í eitt, listakon- an og söguhetjan? „Ég, Kusama, er Lísa í Undralandi nútímans,“ eru lokaorðin í þessari útgáfu frá Angústúru. Og þau eru ekki eftir Lewis Caroll, öðru nafni Charles Lutwidge Dodgson. Eins og svo margir lifir Yoyoi Kusama sig inn í söguna í sínum eigin undraheimi. Doppótt Lísa að hætti Kusama Eitt af markmiðum Maríu Ránar Guðjónsdóttur og Þorgerðar Öglu Magnúsdóttur hjá bókaforlaginu Angústúru er að gefa út fallegar bækur – eigulega og innihaldsríka gripi. Ævintýri Lísu í Undralandi með doppóttum teikningum eftir japönsku listakonuna Yoyoi Kusama er í þeim flokki. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bókaútgefendur María Rán og Þorgerður Agla hafa árum saman lifað og hrærst í bókmenntaheiminum. John Tenniel Myndskreyting frá 1865. Lísa eða Kusama Er listakonan Lísa í Undralandi nútímans? Kusama Úr 5. kafla, Tólffótungur gefur góð ráð. Doppurnar á sínum stað. Tove Jansson Myndskreyting frá 1966. Salvador Dali Mynd- skreyting frá 1969.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.