Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 20

Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Kanadíski prófessorinn og sálfræð- ingurinn Jordan Peterson er vænt- anlegur hingað til lands næsta sumar og mun halda fyrirlestur í ráð- stefnusal Hörpu, Silfurbergi, 4. júní. „Við þurftum að stækka salinn, því minni salurinn seldist upp mjög hratt. Við vissum ekki að hann væri svona vinsæll hérna, þótt okkur grunaði að það gæti verið,“ segir Gunnlaugur Jóns- son, einn skipu- leggjenda við- burðarins. Peterson er einn vinsælasti fyrirlesari heims í dag en hann hefur birt fleiri en 100 vís- indagreindar, sem þó nokkuð er vísað til, en frægastur er hann þó að sögn Gunnlaugs fyrir fyrirlestra sína. „Honum tekst að sameina það að gera þá áhugaverða, jafnvel heillandi, á sama tíma og þeir eru afar gagn- legir. Það eru til poppsálfræðingar en hann er alvöruvísindamaður og hugs- uður sem kemur efninu frá sér á heillandi hátt.“ Merkingin í sögunni Einna frægastir eru fyrirlestrar Petersons um merkingu sagna, goð- sagna og erkitýpa, þar sem hann fjallar um sögur, allt frá Biblíunni, gömlum trúarbrögðum og að Disney- myndum. „Það má segja að fyrirlestrarnir séu stundum skemmtilegri en sögurnar sjálfar. Hetjusagnir hafa áhrif á mann, enda má segja að við séum hvert og eitt hetja í okkar litla heimi að fást í grundvallaratriðum við það sama, hið þekkta og hið óþekkta, samfélag og náttúru og berjast við dreka, sem birt- ast í ýmsum myndum. Hvernig Pet- erson tvinnar svo inn í þetta fræðin og þannig ráð um það hvernig við getum tekist á við lífið er mjög grípandi, svo ekki sé talað um gagnlegt,“ segir Gunnlaugur og bendir jafnframt á að Peterson haldi fyrirlestra um per- sónuleikagerðir og umbreytingu per- sónuleika. „Það er mjög áhugavert. Það er líka gaman að leggja niður fyrir sér eigin persónuleika og taka tiltölulega létt próf sem hægt er að fá fyrir nokkra dollara á understandmyself.com. Það, í samhengi við meiri þekkingu á per- sónuleikagerðum, er mjög skemmti- legt og gagnlegt.“ Heimsfrægðin Jordan Peterson komst á kortið, ef svo má segja, þegar hann mótmælti frumvarpi í Kanada sem kallað er C-16 og gengur út á að skylda fólk m.a. til að nota nýtilbúin persónu- fornöfn um alls kyns ný kyn. „Hann mótmælti þannig tjáning- arnauðung, að fólk væri neytt til tján- ingar á ákveðinn hátt. Þetta telur hann runnið undan rifjum ákveðins pólitísks rétttrúnaðar sem tröllríður öllu vestanhafs um þessar mundir og tengist póstmódernisma og nýmarx- isma. Hann telur mjög hættulegt að taka nýmarxískar kenningar og refsa fólki á grundvelli þeirra. Ég verð að segja að ég er sammála honum um það.“ Peterson hefur hlotið þónokkra gagnrýni fyrir þessa afstöðu sína og saka hann margir um að ýta undir öfgakennd sjónarmið og öfgastefnur. „Þær ásakanir á hann eru mjög sér- kennilegar. Það eru til mörg hundruð klukkutímar af efni með honum á You- tube þar sem ekki finnst nein stoð fyr- ir slíku. Þó geta þeir sem reyna að segja svona um hann leitað og klippt það sem þeir vilja úr því í árás á hann. Hann er mjög hófsamur og þvert á móti því að vera öfgamaður er til mjög mikið efni með honum þar sem hann greinir öfgastefnur, komm- únisma og nasisma. Hvað er það sem liggur að baki þeirra og hvers vegna leiðist venjulegt fólk út í hið illa. Ég held reyndar að hann hitti gagnrýn- endur sína marga með þessu,“ segir Gunnlaugur og bendir á að Peterson togi reyndar marga unga menn til hófsemdar. „Hann bendir fólki á, eins og Solzhenitsyn, á að línan á milli góðs og ills liggur í gegnum hjarta okkar sjálfra, ekki á milli okkar og hinna vondu, sem séu einhverjir aðrir. Það er einmitt þegar við drögum lín- una á milli okkar og annarra sem við helst leiðumst út í fólskuverkin. Það var undanfari margra blóðsúthellinga, frá Rússlandi til Þýskalands og Rú- anda, Viðbrögð manna við öfgum til vinstri eru stundum öfgar til hægri. Hann stöðvar það hjá stórum hópi ungra manna.“ Lífsreglurnar tólf Spurður um fyrirlesturinn í sumar segir Gunnlaugur að Peterson muni fjalla um tólf lífsreglur. „Það kemur út bók með sama titili eftir hann í janúar eða febrúar: 12 Rules for Life – An Antidote to Chaos. Hann skrifaði mjög vinsælt svar á samfélagsmiðilinn Quora fyrir fimm árum, þar sem spurt var um lífsreglur. Þar svaraði hann held ég með 42 lífs- reglum. En hann nær góðri yfirferð yfir margt með bara tólf. Þetta verður bæði skemmtilegt og gagnlegt. Ég mæli með miðum á þetta sem jólagjöf. Það er stundum talað um að maður eigi frekar að gefa fólki lífsreynslu en hluti. Þetta er lífsreynsla sem skiptir máli,“ segir Gunnlaugur en það seldist upp á viðburð hans nánast um leið og hann fór í sölu fyrr í þessum mánuði og þurfti að bæta við miðum. „Hann er 4. júní í Silfurbergi í Hörpu. Við þurftum að stækka salinn, því minni salurinn seldist upp mjög hratt. Við vissum ekki að hann væri svona vinsæll hérna, þótt okkur grun- aði að það gæti verið.“ Berst gegn öfgum og ofstæki  Prófessorinn og sálfræðingurinn Jordan Peterson verður með fyrirlestur í Hörpu næsta sumar  Einn vinsælasti fyrirlesari heims í dag og Youtube-stjarna auk þess að vera ötull talsmaður tjáningarfrelsis Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fræðimaður Jordan Peterson hefur birt yfir 100 vísindagreinar. Gunnlaugur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.