Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 22

Morgunblaðið - 30.11.2017, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Meira til skiptanna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignafélagið Blómaþing hefur sett í sölu nýjar íbúðir á Frakka- stígsreit. Um er að ræða eitt um- fangsmesta verkefnið við þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur. Reiturinn afmarkast af Lauga- vegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Annars vegar eru komnar í sölu 8 íbúðir í nýju bakhúsi/garðhúsi, Frakkastíg 8e, og hins vegar 15 íbúðir í tveimur stigagöngum í nýju fjölbýlishúsi á Hverfisgötu 58a og 58b. Þær verða afhentar í febrúar. Íbúðirnar á Frakkastíg 8e eru 3 herbergja og 78,7-120 fermetrar. Þær kosta að meðaltali 61 milljón, eru 95,9 fermetrar að meðaltali og fermetrinn að meðaltali á 636 þús. Á Hverfisgötu 58a og 58b eru íbúð- irnar 1-3 herb. og 71,9-97,9 ferm. Þær kosta að meðaltali 60,7 millj- ónir, eru að meðaltali 89,9 fermetrar og ferm. að meðaltali á 675 þús. Íbúðir án stæða eru ódýrari Alls eru þetta 23 íbúðir. Með þeim fylgja 23 bílastæði í kjallara. Íbúðir á reitnum án bílastæða eru ódýrari. Tvær sýningaríbúðir hafa verið innréttaðar á Frakkastíg 8e. Næsta vor koma í sölu 43 íbúðir til viðbótar í nýju fjölbýlishúsi sem er í smíðum við Frakkastíg og í nýju hornhúsi á Laugavegi 45a. Þær íbúðir verða afhentar í apríl og maí. Verða því alls 66 íbúðir á reitnum. Á jarðhæð húsanna á Hverfisgötu og Frakkastíg verða verslanir og veitingastaðir en íbúðir á 2. til 6. hæð. Sérstakt loftræstikerfi, svo- nefnt óson-kerfi, mun hreinsa loft og gufu frá veitingarýmum Húsnúmerin Laugavegur 41b til 45 tilheyra líka reitnum. Lokið var við nýbyggingu á Laugavegi 41b í fyrra. Þar var opn- að íbúðahótel með 23 herbergjum í fyrrasumar. Á horni Frakkastígs og Laugavegs er að rísa nýtt hornhús, Laugavegur 45a, sem er hluti af reitnum. Samhliða þessu hafa gömul hús á Laugavegi 43 og 45 verið endurbyggð. Stærstu íbúðirnar á reitnum verða tvær þakíbúðir á inn- dreginni 6. hæð, 130 og 165 fer- metra. Frá þeim verður útsýni út á sundin og yfir miðborgina. Þeim fylgja stæði í bílakjallara. Hulda Sif Þorsteinsdóttir og Kristján Magnason eru fram- kvæmdastjórar hjá Blómaþingi. Hulda Sif segir íbúðirnar afhend- ast fullbúnar með eldunar- og hrein- lætistækjum og fataskápum. Bað- herbergi eru flísalögð en meginrými afhendast án gólfefna. Hún segir verð íbúðanna munu verða frá 44 milljónum. Má í þessu efni benda á að fermetraverð er jafnan hlutfallslega hæst í litlum íbúðum, meðal annars vegna kostn- aðar við votrými. Allar íbúðirnar hafa svalir Á miðjum reitnum verður garður fyrir íbúa. Lyftur eru í öllum stiga- göngum. Hjólageymslur eru í bíla- stæðahúsi og geymslur fylgja öllum íbúðum. Þá eru allar íbúðirnar með svölum og snúa þær ýmist inn að eða út frá reitnum. Sjálfvirk aðgangs- stýring er að stigagöngum og hjóla- geymslum. Lagt er fyrir tenglum í hvert bílastæði fyrir hleðslu rafbíla. Kristján segir íbúðirnar henta fjölbreyttum hópi. Þær minnstu henti til dæmis ungu fólki. „Það er lúxus að hafa lokaðan garð milli húsanna. Svæðið verður hellulagt með upphækkuðum beðum og setbekkjum, pallar verða fyrir framan íbúðir og lögð er áhersla á fallega lýsingu. Svæðið verður meira í ætt við skrautgarð en leiksvæði.“ Kristján bendir svo á að hönn- unar- og framkvæmdatími verksins sé mun lengri en að jafnaði þegar byggt er í úthverfi. Hönnunarferlið hófst 2013 og fyrsta skóflustungan var tekin 2014. Við uppbygginguna voru nokkur hús rifin. Nýjar íbúðir á Frakkastígsreit  Blómaþing setur 23 íbúðir í sölu  Þær verða afhentar í febrúar  Yfir 40 íbúðir koma síðar í sölu Norðurhlið Framkvæmdum er að ljúka við Hverfisgötu 58a og 58b. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fimmtu hæðinni Kristján Magnason og Hulda Sif Þorsteinsdóttir eru framkvæmdastjórar hjá Blómaþingi. Sýningaríbúð Allar íbúðirnar á Frakkastíg 8e eru þriggja herbergja. Nýr bakgarður Aðgengi verður að portinu/bakgarðinum frá Frakkastíg. Skjólpallur í miðborginni Með þessari íbúð á Frakkastíg 8e fylgir garðpallur sem snýr í vestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.