Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Umsóknarfrestur um starf for- stjóra Framkvæmdasýslu ríkisins rann út 20. nóvember. Alls bárust 27 umsóknir og er úrvinnsla hafin, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu stofnunarinnar. Skipuð hefur verið ráðgefandi hæfninefnd sem mun koma að úr- vinnslu umsókna og mati á umsækj- endum. Í hæfninefndinni eru Sig- ríður Sigþórsdóttir arkitekt, Stefán B. Veturliðason verkfræðingur og Aldís Stefánsdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Með nefndinni starfar einnig Jóna Björk Sigurjónsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent. Fjármála- og efnahags- ráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Fráfarandi forstjóri er Halldóra Vífilsdóttir. Hún hefur ráðið sig til Landsbankans og mun vinna að undirbúningi við nýjar höfuð- stöðvar bankans á Hörpureit. sisi@mbl.is Margir vilja stýra FramkvæmdasýsluSpring Copenhagen hnotubrjótur Verð 9.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli unnar. Þá má einnig nálgast upp- lýsingarnar á heimasíðu Sjálfs- bjargar. Eldri laugar oft mjög erfiðar „Meðal þess sem við litum til í þessari úttekt var hvort við kæm- umst inn í húsið, hvort til staðar væri sérstök skiptiaðstaða og hvort við kæmumst ofan í laugina, annað- hvort með rampi eða lyftu,“ segir Bergur Þorri og heldur áfram: „Al- menningssundlaugar eru fyrir þá Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Sundlaugar á Íslandi eru, þegar á heildina er litið, ekki nógu aðgengi- legar. Oft er það þannig að fólk hreinlega kemst ekki inn í bygg- inguna, en ef viðkomandi kemst hins vegar inn, þá lendir sá hinn sami oft í því að komast ekki ofan í laugina,“ segir Bergur Þorri Benja- mínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, í samtali við Morgunblaðið, en sam- bandið fór í sumar af stað með verkefni sem hefur það að mark- miði að taka út aðgengi hreyfihaml- aðra að almenningssundlaugum víðsvegar um land. Að sögn Bergs Þorra áttu ekki öll aðildarfélög Sjálfsbjargar kost á því að taka þátt í verkefninu, sem lauk nýverið, og ekki reyndist held- ur raunhæft að taka út allar sund- laugar á starfssvæði félaganna sem þátt tóku. Var aðgengi skoðað í alls 24 sundlaugum og var viðkomandi sveitarfélögum og forstöðumönnum sundlauganna send niðurstaða vinn- einstaklinga sem eru sjálfbjarga og mjög margir fatlaðir eru það að miklu leyti, en menn þurfa aftur á móti ákveðinn aukabúnað til þess að geta nýtt sér aðstöðuna.“ Aðspurður segir hann flestallar eldri sundlaugar, þ.e. þær sem byggðar eru fyrir árið 2000, geta reynst fötluðum erfiðar. „Það er t.a.m. engin lyfta ofan í Grafarvogs- laug og sú sundlaug fór í byggingu árið 1996,“ segir Bergur Þorri og bætir við að þær sundlaugar, þar sem aðstaða sé best samkvæmt út- tekt Sjálfsbjargar, séu Laugardals- laug í Reykjavík, Ásvallalaug í Hafnarfirði, Sundlaugin á Egils- stöðum, Sundlaug Eyjafjarðarsveit- ar og Kópavogslaug. „Við höfum áður tekið út ein- staka byggingar með þessum hætti, en þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem við tökum ákveðna teg- und af mannvirkjum kerfisbundið út. Á næsta ári höfum við svo í hyggju að gera slíkt hið sama við almenningssöfn – það á eflaust eftir að verða dálítið skrautlegt,“ segir Bergur Þorri enn fremur. Flestar lítt aðgengilegar  Sjálfsbjörg kannaði aðstæður í sundlaugum víða um land Morgunblaðið/Golli Sund Skoðaðar voru alls 24 laugar. Austari varnargarðurinn í Víkur- fjöru, svokallaður sandfangari, er að verða kominn í fulla lengd. Hann er þegar byrjaður að vinna sitt verk því sandur er farinn að lengja fjör- una út vestan megin garðsins. Víkurfjara er fyrir opnu hafi og hefur brim oft brotið land svo þorp- ið hefur verið talið í hættu auk þess sem sandur hefur fokið yfir. Sér- fræðingar Vegagerðarinnar lögðu til að byggðir yrðu sandfangarar að erlendri fyrirmynd til að hjálpa ströndinni við að ná jafnvægi. Til- raunagarður var byggður við Vík- urá á árunum 2011 og 2012 og var honum ætlað að verja ströndina á milli Víkurár og Reynisfjalls og þar með fjöruna framan við þorpið. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri segir að þótt þekkt sé erlendis að byggja slíka garða til að verja strandir hafi það, samkvæmt hans upplýsingum, ekki fyrr verið gert á sandströnd á móti opnu hafi. Sand- fangarinn virkaði strax vel og segir Ásgeir að frá því hann var tilbúinn hafi ekkert brotnað úr fjörunni og jafnvægi komist á. „Það var alltaf ætlunin að byggja annan garð, ef sá fyrri sannaði gildi sitt, til að verja fjöruna við iðnað- arhverfið. Síðan gerðist það í óveðri sem gekk yfir um mánaðamótin nóvember og desember 2015 að við misstum 48 metra af fjörunni sunn- an við iðnaðarhverfið. Þá var ákveð- ið að gera annan garð,“ segir Ás- geir. Garðurinn sem verktaki er langt kominn með að leggja út er 230 metra langur, um 50 metrum styttri en sá eldri. Sá síðarnefndi hefur látið verulega á sjá enda brýt- ur brimið á honum. Þótt í enda hans séu allt að 20 tonna þung björg fær- ir brimið þau til og frá og skolar í burtu smærra grjótinu. Verktakinn mun ljúka sinni vinnu með því að laga eldri garðinn. Verkið í heild kostar hátt í 300 milljónir kr. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vík Nýi sandfangarinn er kominn í fulla lengd og fjaran farin að lengjast fyrir innan. Eftir er að gera við skemmdir á eldri varnargarðinum. Nýi sandfangarinn í Vík er farinn að vinna sitt verk  Lagning eystri varnargarðsins í Víkurfjöru er langt komin Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stefnt er að því að opin samkeppnin um Flensborgarhöfn í Hafnarfirði verði auglýst í byrjun komandi árs og niðurstöður verði kynntar í maí 2018. Framtíðarskipulag á svæðinu hefur um nokkurt skeið verið til um- ræðu í Hafnarfirði og þá meðal ann- ars tenging við mannlífið í miðbæn- um, sem er steinsnar frá. Að sögn Lúðvíks Geirssonar, hafnarstjóra í Hafnarfirði, lá keppn- islýsing að mestu fyrir í lok síðasta árs. Samkeppninni var hins vegar frestað meðan unnið var að skipulagi vegna byggingar fyrir Hafrann- sóknastofnun, sem á að rísa við Fornubúðir og er inni á skipulags- svæðinu. Nú er þeirri skipulags- vinnu lokið og þráðurinn verið tek- inn upp að nýju vegna hafnarinnar. Dómnefnd mun á næstunni yfir- fara eldri gögn og auglýsa og senda út keppnisgögn, væntanlega í upp- hafi komandi árs. Áætlað er að úrslit keppninnar og tillögur um skipulag liggi fyrir í lok kjörtímabilsins. Breytt ásýnd hafna Umrætt svæði Flensborgarhafnar nær frá gamla Drafnarslippnum við Strandgötuna fyrir kverkina að Óseyrarbryggju og Fornubúðum, en á svæðinu er höfn fyrir fiski-, smá- báta- og skemmtibáta. Einnig nær skipulagssvæðið yfir svæði milli Hvaleyrarbrautar og Óseyrarbraut- ar að Stapagötu. Lúðvík bendir á að hafnir í dag séu annars vegar lokaðar stórskipahafn- ir með öryggissvæðum þar sem eng- inn fari um nema eiga erindi. Hins vegar séu opin hafnarsvæði eins og í Flensborgarhöfn og við Óseyrar- bryggju Markmiðið sé að tengja þetta opna svæði betur við miðbæinn og gera í raun að hluta hans. Hafnarsvæði séu að breyta um svip, þar séu lista- smiðjur, veitingahús og alls konar fjölbreytt mannlíf. Nú þegar sé ým- iskonar miðbæjarstarfsemi farin að teygja sig inn á svæðið auk þess sem íbúðahverfi séu ekki langt undan. Hafnarsvæðið tengt mannlífi og miðbænum  Opin samkeppni framundan um Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Framtíðarskipulag Flensborgarhafnar Heimild: Hafnarfjarðarbær Drafnarslippur Óseyrarbryggja Fornubúðir Stra ndg ata C ux ha ve ng at a Hvaleyrarbraut Mörk skipulagssvæðis Tölvumynd/Batteríið Arkitektar ehf. Byggingar Hús fyrir Hafrannsókna- stofnun á að rísa við Fornubúðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.