Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 ✝ Bára BjörgOddgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí 1945. Hún lést á Landspítal- anum við Hring- braut 20. nóv- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Kristín Kristjóns- dóttir húsfreyja, fædd 9.1. 1915 á Skólavörðustíg 26 í Reykjavík, d. 12.8. 2004, og Oddgeir Bárð- arson, sölustjóri í Ræsi hf., fæddur 28.6. 1913, í Bolung- arvík, d. 27.3.1992. Bróðir Báru var Jón Rúnar, fulltrúi, f. 28.10. 1938, d. 28.7. 2006. Bára Björg giftist 26. október 1968, Gunn- ari Gregor Þorsteinssyni Helgasyni, viðskiptafræðingi, síðast staðgengill forstjóra Samkeppnisstofnunar, f. 8.5. 1946 í New York. Foreldrar Gunnars voru Helgi Þor- Björgu, f. 1.2. 2009, og Hjördísi, f. 1.2. 2009. c) Katrín Erla Gregor, félagsfræðingur, f. 24.6. 1979, gift Elís Rúnarssyni, stjórnmálafræðingi, f. 15.11. 1981, og eiga þau tvö börn: Mó- eyju Mörtu, f. 29.7. 2012, og Flóka Frey, f. 27.8. 2015. Bára Björg gekk í Gagn- fræðaskóla Réttarholts og lauk gagnfræðaprófi frá versl- unardeild Hagaskóla. Hún fór til Danmerkur og stundaði nám í Rødding Højskole árin 1962- 1963. Bára lauk prófum frá FB síðar á ævinni ásamt því að stunda sjálfsnám í spænsku. Hún vann í tvö ár í sparisjóði Útvegsbankans þar til hún gerðist flugfreyja hjá Loftleið- um síðar Icelandair og starfaði hún sem flugfreyja í 45 ár. Hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir FFÍ og er ein af stofnfélögum Svalanna, góðgerðarfélags flugfreyja. Bára gekk í Odd- fellowregluna árið 1997 og hef- ur verið virk í starfi í Rb St. Nr. 4 Sigríði og RBB Nr. 2 Þór- unni. Útför Báru Bjargar verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 30. nóvember 2017, og hefst at- höfnin klukkan 13. steinsson, fram- kvæmdastjóri, f. 6.10. 1906, d. 19.2. 1967, og Elizabeth Steel Þorsteinsson, fædd Gregor, f. 6.11. 1908, d. 26.12. 1950. Stjúpmóðir Gunnars var Þor- björg Ólafsdóttir, f. 17.12. 1917, d. 6.1. 2012. Bára og Gunnar eiga þrjár dætur. Þær eru: a) Kristín Birgitta, grafískur hönnuður, MBA, f. 25.2. 1966, gift Mar- teini Stefánssyni, tölvunarfræð- ingi, f. 10.8. 1962, sonur þeirra er Ásgeir, f. 31.5. 1996. Sonur Kristínar og Viktors Jens Vig- fússonar, f. 20.7. 1967 er Stefán Andri, f. 17.11. 1991. b) Helga Gregor viðskiptafræðingur, f. 26.4. 1969, gift Jónasi Þórð- arsyni, viðskiptafræðingi, f. 24.1. 1970 og eiga þau þrjú börn: Gunnar Þórð, f. 8.2. 2007, Elsku yndislega mamma mín, blómarósin mín, minn besti vinur og fyrirmynd. Kveðjustundin er runnin upp. Sá dagur sem ég hef óttast að takast á við frá því ég var lítil stúlka. Þú varst alla tíð minn helsti aðdáandi og ég þinn. Ekkert var fegurra en ljómi augna þinna þegar augu okkar mættust. Kossar þínir og faðmlög ætíð svo yfirfull af ást og umhyggju. Ást þín var alla tíð skilyrðislaus, djúp og sönn. Ég er ævinlega þakklát fyrir samband okkar, það var með sanni einstakt. Það er hugljúft og gefandi að rifja upp allar skemmtilegu og góðu minningarnar sem við eig- um. Allar utanlandsferðirnar, af- mælisveislurnar sem voru klár- lega þær flottustu og skemmtilegustu, enda ávallt ævintýraljómi yfir heimili flug- freyjunnar. Í aðdraganda jólanna naustu þín svo vel enda mikill snillingur í skreytingum og huggulegheitum. Jólin með þér voru einstök og falleg. Þú varst líka dásamlegur sam- starfsfélagi. Það var svo gaman að ná að vinna með þér og fylgj- ast með þér vinna. Þú nostraðir við farþega líkt og þeir væru gestir á þínu eigin heimili. Sam- starfsfélagarnir báru virðingu fyrir þér enda reynslumikil, ljúf og skemmtileg í samstarfi. Mannleg samskipti lágu vel fyrir þér. Nærvera þín og útgeislun var einstök. Fólk laðaðist að þér og manneskjur urðu betri í ná- vist þinni. Þú lýstir sannarlega upp allt í kringum þig. Ekkert gladdi þig meira en elsku ömmubörnin. Þú varst fyrirmyndaramma, alltaf til í leik, föndur eða að búa til ein- stakan ævintýraheim með ömmublómunum þínum. Það er sorglegt að þau fái ekki að njóta þín lengur. Lífið verður tómlegt án þín, elsku mamma, en þakklæti er mér efst í huga. Minning þín mun lifa um ókomna tíð, í hjörtum okkar sem og öllum okkar gjörðum. Ég kveð þig með þessu fallega ljóði sem við ræddum svo oft um. Það minnir á að lífið er stutt en á sama tíma svo fallegt, og á mik- ilvægi þess að njóta lífsins. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Þín Katrín Erla. Við söknum þín öll svo mikið. Undanfarna daga hafa minning- ar um þig streymt fram, við eig- um svo góðar minningar tengdar þér. Ég mun aldrei gleyma hve vel þú tókst á móti mér fyrir rúm- lega fimmtán árum þegar ég kom inn í fjölskylduna. Hlýjar móttökur þínar voru einstakar, falleg orð og væntumþykja. Ég sá fljótt hversu næm þú varst á mannleg samskipti og velviljuð. Við þessi fyrstu kynni okkar sannfærðist ég um að ég hefði líka unnið í tengdamömmuhapp- drættinu. Ég mun aldrei gleyma heim- sóknum og matarboðum í Álfta- mýrina. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Gunnars, heimilið svo fallegt, hlaðið fal- legum hlutum sem þú hafðir viðað að þér og stillt upp með ákveðnum listamannsbrag. Í fyrstu heimsókn minni til ykkar var ógleymanleg myndasýning þar sem farið var yfir liðin ár. Í matarboðum ykkar var ekkert til sparað. Ég veitti því fljótlega at- hygli að jafnmikið var lagt upp úr eldamennsku og skreytingum. Þar naut sín svo vel listamað- urinn í þér. Þú varst mikið hátíð- arbarn og á jólum og páskum var heimili þitt sem listaverk. Ég mun aldrei gleyma ferða- lögum okkar saman, í sumarbú- staði eða annað. Þegar þú varst með í för var drifið í að gera hina ólíklegustu hluti og alltaf var glatt á hjalla. Þér fylgdi svo mik- il glettni og jákvæð orka. Ég mun aldrei gleyma hversu hlý þú varst börnunum okkar, umvafðir þau og faðmaðir. Á jól- um og í afmælum naust þú þín vel, þér fannst svo gaman að hitta fólk og gleðja með góðum gjöfum sem voru fallega pakk- aðar inn. Sérstaklega minnist ég þess þegar þú færðir Gunnari Þórði afmælisgjöf að kveldi afmælisdags hans síðasta vetur. Þann sama dag hafðir þú fengið slæmar fréttir um framvindu sjúkdómsins en vildir samt færa honum gjöfina á sjálfan afmæl- isdaginn. Ég var þakklátur fyrir það, við föðmuðumst og tárin streymdu. Við vissum bæði að þetta gat orðið síðasti afmælis- dagurinn sem þú yrðir með börnunum en við ræddum það ekki, héldum auðvitað í vonina. Þetta var lýsandi dæmi um þig og þínar gjörðir, þú hugsaðir alltaf fyrst til fjölskyldunnar og vildir allt fyrir hana gera. Í minninganna landi er himinninn svo heiður, hæg er sunnangolan og liturinn er skær. Þangað liggur vegurinn alltaf beinn og breiður, þar búum við í fortíð, sem alltaf var í gær. Þar geng ég oft í huganum og hugsa stundum mikið ef hentar mér að flýja þá stund, er skugga á ber. Því hvenær sem ég vil get ég í sólskin- inu setið í sófanum með kaffi í stofunni hjá þér. (Hólmfriður Bjartmarsdóttir á Sandi.) Guð blessi minningu þína, Bára, þitt skarð verður ekki fyllt. Ég kveð þig með sömu þremur orðum og síðustu orð þín til mín voru þegar þú lást á dán- arbeðinum, þú varst yndisleg. Þinn tengdasonur, Jónas Þórðarson. Elsku Bára tengdamóðir mín hefur nú kvatt okkur. Þrátt fyrir að sorgin sé nú allsráðandi eru minningarnar ljúfar og fallegar. Minningar um glæsilega og hlýja konu sem sá fegurðina í lífinu. Hún hafði einstaka nærveru, tók manni alltaf fagnandi og umvafði mann með sinni jákvæðu hlýju. Þegar Bára færði manni heimagerða kæfu eða sultu var það ekki bara ljúffengt. Það kom aldrei öðruvísi en í handskreyttri krukku með fallegum merki- miða, slaufu og með ást. Þar sameinaði hún einstaka hæfi- leika sína við matargerð, skreyt- ingar og vilja til að gleðja aðra. Rúmlega tvítug bjuggum við Katrín í kjallaranum í Álftamýr- inni hjá þeim Gunnari og Báru. Þau tvö ár voru dásamleg og reyndust þau okkur unga parinu einstaklega vel. Yfirleitt gerðu þau ráð fyrir okkur í mat og vita allir sem þekkja Báru hversu mikil gæfa það er. Matmaður eins og ég var þarna kominn í góðar álnir, enda maturinn hjá Báru himneskur. Ég minnist þessa tíma með mikilli hlýju. Fyrir þetta verð ég ævinlega þakklátur. Heimili þeirra í Álfta- mýri er hlýlegt og fallegt. Garð- urinn einstakur sælureitur og þar hafa kostir Báru heldur bet- ur fengið að njóta sín. Bára kunni þá list að rækta garðinn sinn og gerði sér grein fyrir mikilvægi þess. Það er merkilegt að sitja þar á fallegum degi og virða fyrir sér afrakstur garð- yrkjuhæfileika Báru og þeirra hjóna. Blómin í garðinum nutu sömu ástúðar og væntumþykju og allt annað sem Bára tók undir sinn verndarvæng. Það eru for- réttindi að fá að vera blóm í garði Báru. Bára var sérstaklega góð amma. Hlý, áhugasöm og hug- myndarík. Það var alltaf mikið ævintýri að fara til elsku ömmu Báru. Hún var alltaf til í leika við ömmubörnin. Hún hafði unun af því að föndra með þeim, bjóða þeim í húsdýragarðinn og gera eitthvað skemmtilegt með afa Gunnari og ömmu Báru. Bára kunni vel við sig í ömmuhlut- verkinu og þar skinu hennar fal- legu kostir skært. Það er mikill missir fyrir ömmubörnin að ömmu Báru njóti ekki lengur við. Það eru þó forréttindi þeirra að hafa átt hana að. Minningin um elskulega ömmu mun lifa með þeim alla tíð eins og með okkur hinum. Við höldum minn- ingu hennar lifandi. Verðum dugleg að tala um hana og hugsa til hennar. Hversu heppin og glöð við séum að eiga hana í hjarta okkar. Og í hvert sinn sem við föndrum, tínum blóm og gerum eitthvað Bárulegt og fal- legt munum við minnast elsku ömmu Báru. Það er með sorg í hjarta og einlægu þakklæti sem ég kveð elsku Báru. Glæsileiki, hlýja og jákvæðni Báru hafa ratað í hjörtu fjölskyldu hennar og af- komenda og bera börn hennar og barnabörn sterk merki um þessa dásamlegu eiginleika. Þannig lifir Bára áfram í huga og hjörtum okkar sem erum svo heppin að hafa verið henni sam- ferða. Minningarnar um Báru veita okkur yl og birtu, þakklæti og von. Með kosti Báru að leið- arljósi hlúum við hvert að öðru. Sorgin er afrakstur þess að við nutum einstakrar góðmennsku, alúðar og skilyrðislausrar vænt- umþykju. Eins og blómin í garði Báru. Elís Rúnarsson. Við þekkjum flest tilfinn- inguna sem um okkur fer þegar nær dregur fyrsta fundi við verðandi tengdamóður. Í mínu tilfelli veraldarvön, tignarleg kona, sem flaug um allan heim, vildi taka á móti mér. Ég hafði dottið í lukkupottinn og náð að fanga hug elstu dótturinnar. Nú myndi reyna á að sýna sínar bestu hliðar. Þetta voru óþarfa áhyggjur og ég hafði ekkert að óttast. Bára tók á móti mér af hlýju og sýndi mér og því sem ég hafði fyrir stafni strax áhuga. Það kom fljótt í ljós að við áttum vel saman og aldrei bar neinn skugga á samskipti okkar. Við deildum sömu lífsgildum og urð- um fljótt mjög góðir vinir. Við áttum bæði auðvelt með að sjá það spaugilega í lífinu og slógum við oft á létta strengi þegar við ræddum málefni líðandi stundar. Hún var eiginlega drauma- tengdamóðir. Bára var mikill fagurkeri og gekk aldrei frá óloknu verki. Hún og Gunnar bjuggu sér og sínum fallegt og hlýlegt heimili sem bar vott um fágað hand- bragð húsfreyjunnar. Hún var fyrirmynd fyrir dætur sínar. Fyrstu ár okkar hjóna áttum við Báru svolítið fyrir okkur sjálf þegar við fórum að eignast börn. Heimili Báru og Gunnars var ávallt opið fyrir syni okkar og hverskonar hjálp ef á þyrfti að halda. Það kom þó að því að yngri dæturnar kynntu til sög- unnar sína vonbiðla og við urð- um því að deila henni með fleir- um. En Bára hafði nóg að gefa enda reyndust þetta vænstu menn sem mér stóð engin ógn af. Við vorum ásáttir um að hún hafi þó verið heppin með tengdasyni. Nærvera Báru var einstak- lega þægileg. Hún sýndi öðrum einlægan áhuga og dró aldrei at- hyglina að sjálfri sér. Henni tókst að ná því besta fram í fólki, reynd í því að stjórna hlutunum í háloftum um borð í flugvélum Icelandair megnið af sínum starfsframa þar sem hún öðlaðist virðingu síns samstarfsfólks. Ferðalög voru hennar áhuga- mál og eftir að hún lauk farsæl- um ferli sem flugfreyja voru hjónin duglega að ferðast til ann- arra landa og fóru þau að dvelja lengur á stöðum sem þau kynnt- ust og líkaði vel við. Þetta ár sem nú er að líða var Báru erfitt sökum snöggra um- skipta í heilsu og ekki varð við neitt ráðið. Hún tókst á við sjúk- dóminn af æðruleysi, kvartaði aldrei og vildi ekki að við hefðum áhyggjur af sér. Gunnar tengda- faðir minn hefur sýnt sannkallað sálarþrek í hennar umönnun og á mína samúð. Það er erfitt til þess að hugsa að ég muni ekki lengur heyra út- undan mér löng símtöl þeirra mæðgna á laugardagsmorgnum þar sem hamingjan ein ríkti. Hennar verður sárt saknað og við yljum okkur við minningar um góða konu sem við elskuðum og dáðum. Ég kveð Báru mína með þakk- læti en veit að ég verð þó að sætta mig við hið orðna. Marteinn Stefánsson. Elsku amma mín. Ég er sorgmædd og leið yfir því að þú sért dáin. Allir eru að hugsa til þín. Það er leiðinlegt að geta ekki knúsað þig aftur. Það var alltaf svo gaman að vera með þér, búa til hálsfestar með þér, spila lúdó, föndra, skoða öll blómin þín í garðinum, og borða myntu og jarðarber úr garðin- um. Það var líka svo gaman að vera á Tenerife með ykkur afa. Við hlógum svo mikið í apagarð- inum. Þú varst skemmtileg. Ég sakna þín mikið. Ég ætla alltaf að hugsa til þín þegar ég sé fal- leg blóm. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt, og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðzt við hvern geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðmundsson) Þitt ömmublóm Móey Marta. Ég kynntist henni Báru þegar hún giftist Gunnari bróður mínum og saman gengu þau lífsins veg hönd í hönd. Gleðin og bjartsýnin voru einkenni mág- konu minnar frá því ég fyrst man eftir henni fyrir margt löngu. Ungur drengur var um- vafin umhyggju og ást á þeirri stund í lífinu þegar tilveran var dimm og drungaleg. Það verður seint fullþakkað. Nú er hún farin frá okkur allt of snemma og svo skyndilega. Það er margt sem kemur upp í hugann. Hún var móðir barnanna sinna og umhyggjan fyrir þeim og barnabörnum tók hug hennar allan. Mér fannst hún alltaf líka vera dálítið mamma mín, svo innilega sem hún passaði upp á mig alla tíð. Hún var sem gluggi út í um- heiminn fyrir lítinn dreng sem hlustaði hugfanginn á allar sög- urnar frá útlandinu. Mér fannst ég ekki vera að koma í fyrsta skipti til New York þegar ég löngu seinna var þar á ferð. Helstu staðarheitin hafði ég heyrt oft og mörgum sinnum í ótalmörgum frásögnum í gegn- um tíðina. Það voru dýrmætar stundirnar sem við áttum saman úti í Kaupmannahöfn í þau skipti þegar hún og Gunnar heimsóttu okkur Dóru þar. En tíminn er skrítin trunta. Steinn orti svo fallega: Tíminn er eins og vatnið og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs (Steinn Steinarr) Farðu í friði, elsku Bára mín. Hörður. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Báru Björgu Oddgeirs- dóttur. Það eru liðin tæp 50 ár frá því að Gunnar kynnti okkur fyrir Báru sinni og allar götur síðan höfum við fylgst að og átt ótal ánægjustundir. Hér á heimaslóðum, á ferðalögum um landið okkar og víða erlendis. Við og Bára og Gunnar áttum sama giftingardag, með árs millibili, og smám saman fórum við að halda upp á daginn sam- eiginlega. Þegar svo í ljós kom að annað vinapar okkar, Dröfn og Örn, átti einnig sama gifting- ardag bættust þau í hópinn. Upp á ýmsu var tekið til að gera sér dagamun og þar má nefna ferðir til Kaupmannahafnar, en sú borg var okkur öllum mjög kær. Það var alveg sama hvað margar borgir bættust í safnið hjá flug- freyjunni Báru, alltaf þurfti að kíkja til Kaupmannahafnar. Síð- ustu ferðina til Kaupmannahafn- ar fórum við með Báru og Gunn- ari fyrir síðustu jól og áttum þar yndislega daga. Skömmu síðar greindist hún með þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli. Allt of snemma og við erum á ný óþyrmilega minnt á hve skjótt veður getur skipast í lofti. Bára var glæsileg kona og einkar alúðleg í viðmóti. Þessir kostir hennar nutu sín vel í flug- freyjustarfinu sem hún gegndi með miklum sóma í áratugi. Bára var félagslynd og sýndi vin- um sínum og samferðafólki um- hyggju og ræktarsemi. Við minnumst margra góðra stunda á fallegu heimili Báru og Gunnars og ekki spillti fyrir ef veður var gott að geta setið sam- an úti á pallinum í garðinum, þeirra fögru gróðurvin og dást að rósunum sem Bára var svo natin við að halda í blóma. Allt eru þetta dýrmætar minningar sem við erum innilega þakklát fyrir. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, elsku Bára. Við vottum Gunnari, Kristínu, Helgu, Katrínu og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð. Soffía og Georg. Bára Björg Oddgeirsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Bára, takk fyrir að vera alltaf svo góð við okkur. Við elskum þig mjög mikið og söknum þín. Okkur langar til að kveðja þig með bæninni sem þú fórst oft með fyrir okkur áður en við fórum að sofa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Gunnar Þórður, Björg og Hjördís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.