Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 57

Morgunblaðið - 30.11.2017, Síða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 ✝ Júlíus Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1943. Hann lést af slysförum 18. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Magnhildur Sigurðardóttir, fædd í Efstadal í Laugardal 4. desember 1922, og Sigurður Friðrik Jónsson fæddur á Grund í Svarf- aðardal 12. október 1914, d. 3. janúar 2003. Systkini Júlíusar eru Sigurður, f. 1945, Jórunn, f. 1951, Sigrún, f. 1955, Jón, f. 1957, og Hilmar Steinar, f. 1963. Júlíus giftist 1963 eftirlif- andi eiginkonu sinni Jóhönnu Ellý Sigurðardóttur, fædd í Keflavík 1943. Börn þeirra eru: 1) Erlendur Ásgeir, f. braut og síðar í Skaftahlíð í Reykjavík. Hann lauk meist- aranámi í pípulögnum frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1973. Hann hóf ungur nám á harm- onikku og síðar saxófón. Júl- íus var sjálfstætt starfandi pípulagningameistari og sam- hliða því starfaði hann sem tónlistarmaður. Hann spilaði með ýmsum hljómsveitum, m.a. Glæsi, Sóló og Lúdó sext- ett ásamt því að spila og syngja á jólaböllum og öðrum skemmtunum. Júlíus veiktist 1998 og markaði það kaflaskil í lífi hans. Júlíus og Ellý hófu búskap í Lyngbrekku í Kópa- vogi og bjuggu um tíma í Jörfabakka í Breiðholti. Fjöl- skyldan flutti í Njarðarholt í Mosfellsbæ og síðar byggðu þau hús í Lækjarseli í Breið- holti. Síðustu árin hafa Júlíus og Ellý búið í Dynsölum í Kópavogi. Útför Júlíusar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 30. nóvember 2017, og hefst at- höfnin klukkan 13. 1964, d. 2011, maki er Guðrún Stephensen, f. 1958, sonur þeirra er Jökull, f. 1992. 2) Hildur, f. 1966, maki er Þorleifur Rúnar Örnólfsson, f. 1965, synir Hildar eru Jóhann Elí, f. 1992, Eð- vald Atli, f. 1998, og Eyþór Alex- ander, f. 2000, synir Þorleifs eru Örnólfur Stefán, f. 1988, og Alexander Maron, f. 1993. 3) Júlíus Þór, f. 1975, maki er Íris Guðrún Ragnarsdóttir, f. 1975, börn þeirra eru Karen Lóa, f. 2006, og Ragnar Kári, f. 2009. 4) Davíð, f. 1978, maki er Kristín Inga Guðmunds- dóttir, f. 1973, börn þeirra eru Helgi Freyr, f. 2002, og Katrín Sól, f. 2004. Júlíus ólst upp við Snorra- Við andlát bróður míns, Júl- íusar Sigurðssonar, pípulagn- ingameistara og hljómlistar- manns, komu fram nokkur minningabrot liðinna áratuga, en hann lést 18. nóvember síðastlið- inn, 74 ára að aldri. Júlíus var tveimur árum eldri en ég þannig að óhjákvæmilega vorum við bræður mjög nánir og margar minningar tengjast upp- eldi okkar og síðar samveru- stundum á ýmsum æviskeiðum þar sem skiptust á skin og skúrir. Uppvaxtarárin með systkinum og fjölskyldu liðu eins og ljúfur draumur enda mikil samheldni, tengsl og samgangur í fjölskyld- unni. Þar sem við bræður vorum tíðir gestir hjá Steinu frænku, móðursystur okkar í Múla við Suðurlandsbraut, var eins og við ættum annað yndislegt heimili þar enda samgangur milli fjöl- skyldna þá mun nánari en gerist í dag. Einstaka sinnum fengum við bræður að sitja í hestvagni frá heimili okkar við Snorrabraut inn í Múla með Garðari, þar sem mjólkin var flutt með hestvagni í bæinn. Þarna í sveitinni við Suðurlandsbraut fengum við og frændur okkar, Siggi og Gísli, að valsa frjálsir um Laugardalinn og Múlakampinn auk þess sem heyskapur í Fossvogi á sumrin gerði þetta æviskeið okkar að ógleymanlegu ævintýri. Ekki voru síðri ferðir okkar með fjölskyldunni að Efstadal í Laugardal þaðan sem móðir okk- ar er ættuð, en Júlíus var þar í sveit um tíma og undi hag sínum vel enda áttu þeir skap saman Júlíus og frændi okkar Sigurður bóndi í Efstadal. Júlíus með sinn kraft, glaðværð og hæfileika var mikils metinn í sveitinni enda mikið um að vera og enginn tími til að bíða eftir að hlutirnir gerð- ust af sjálfu sér. Júlíus fór ungur í fótbolta og aðrar íþróttir og stóð sig einstak- lega vel enda sterkur og kraft- mikill keppnismaður. Þá var hann leiðandi í útileikjum og uppákomum í hverfinu svo sem áramótabrennu og útgerð á myndarlegan dúfnakofa í grenndinni. Þetta gat varla verið betra og við yngri krakkarnir fengum að vera með. Fjölþættir hæfileikar Júlíusar opnuðu fyrir honum margar eftirsóknarverðar leiðir í lífinu og veittu honum brautargengi með- al fólks í ólgusjó lífsins. Hann lærði ungur að spila á harmóniku hjá Karli Jónatanssyni og fór fljótlega að spila á ýmis hljóðfæri í samkvæmum og á skemmtun- um um allt land og tók þátt í að stofna og gera út með félögum sínum nokkrar hljómsveitir. Eftir að hann hóf ævistarf sitt sem pípulagningameistari, spil- aði hann oftar en ekki einnig í hljómsveitum um helgar þannig að hann vann iðulega alla daga vikunnar. Auk þess bjó hann og kona hans fjölskyldu sinni ein- staklega myndarlegt heimili í glæsilegum húsakynnum og fjöl- skyldan ræktaði vandlega vin- áttu við ættingja og vini. Bróðir minn á sérstakar þakk- ir skildar fyrir einstaka hjálp- semi, hlýju og alúð sem hann sýndi móður okkar alla tíð. En áður en varir er allt horfið sem var. Ekkert er eilíft – en minningar um hjartahlýjan og góðan dreng lifa. Elsku Ellý, börn og barnabörn – missir ykkar er sár og sökn- uður okkar allra er mikill. Við fjölskyldan vottum ykkur innilega samúð okkar. Sigurður Sigurðsson. Í dag fer fram útför elsku pabba, en hann lést sviplega af slysförum 18. nóvember síðas- tliðinn. Ég kveð glaðlyndan, um- hyggjusaman og duglegan mann sem átti það til að vera fastur á skoðunum sínum og þrjóskur. Hann var réttsýnn og átti mjög erfitt með að umbera óheiðar- leika. Ég var svo lánsöm að eiga dag með honum fyrir stuttu þar sem við tvö fórum í búðir, heimsóttum Möggu ömmu, útréttuðum ýmis- legt og enduðum svo í kaffi heima. Hann var glaður og ánægður eftir daginn. Við föðm- uðumst innilega þegar ég kvaddi hann seinnipart dags og reyndist það síðasta faðmlagið okkar. Margar minningar rifjast upp frá æskuárum en það er óhætt að segja að pabbi hafi verið dugleg- ur og unnið mikið. Fyrir utan að vinna sem pípulagningameistari fannst mér eins og hann væri alltaf að byggja hús yfir okkur fjölskylduna. Á unglingsárum var ég í byggingarvinnu hjá hon- um. Að auki var hann tónlistar- maður og því fylgdi mikil vinna um helgar og þegar aðrir áttu frí. Sem lítilli stelpu þótti mér ég af- skaplega lánsöm að eiga pabba sem spilaði á mjög mörgum jóla- böllum. Ég hef ekki tölu á því hvað ég fór oft á jólaböll með honum þar sem hann spilaði á nikkuna og söng. Á unglingsárum fór ég sjálf að hafa áhuga á söng og tónlist og þá kom hann mér í kynni við tónlistarmenn þar sem ég fékk tækifæri að spreyta mig. Ég á minningar um upptökur í Hljóð- rita þegar ég var 16 ára og eins kom hann mér í samband við fé- laga sinn Stefán Jökulsson, sem leiddi til nokkurra ára samstarfs okkar Stefáns. Ég á góðar minningar um tjaldútilegur fjölskyldunnar þar sem mikið var sungið og spilað. Síðar byggði pabbi sumarbú- stað í Biskupstungum fyrir fjöl- skylduna og þar fannst honum gott að vera. Þar hafði hann út- sýni yfir Efstadal þar sem mamma hans hafði alist upp og þekkti allt umhverfið vel. Ég átti margar góðar stundir með drengjunum mínum í bústaðnum með honum og mömmu. Í mínum huga var pabbi hetja. Í ágúst 1998 varð hann fyrir miklu áfalli aðeins 56 ára gamall þegar hann fékk heilablæðingu. Hann lamaðist og gat hvorki gengið né tjáð sig fyrst á eftir. Fram undan var stórt verkefni að takast á við. Leiðin lá á endur- hæfingardeild Grensáss og þar komu þrjóskan og dugnaðurinn sér vel, því pabbi ætlaði sér að komast aftur á fætur og í vinnu. Á stuttum tíma náði hann að standa upp úr hjólastólnum, henda frá sér hækjunum og ganga óstuddur. Á þeim tíma var talað um hann sem kraftaverkið á Grensás. Hann náði þeim árangri að geta ekið bíl aftur en það skipti hann mjög miklu máli. Þannig gat hann auðveldlega verið á ferðinni, boðið mömmu í bíltúra um Reykjanesið og rækt- að vini og kunningja. Hann átti gott samband við móður sína og undanfarin ár hittust þau nær daglega. Elsku mamma, megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Blessuð sé minningin um pabba. Hildur. Kæri pabbi. Þú varst skemmtilegur, lífs- glaður og vinamargur maður. Þú kynntist mörgum félögum þínum í gegnum pípulagnirnar og tón- listina. Ég var ungur þegar þú varst sem öflugastur í tónlistinni en þau fáu skipti sem ég fékk að upplifa þig á sviðinu eru mér dýr- mætar. Ég man t.d. mjög vel eftir jólaballi í Norræna húsinu þar sem ég fékk að fylgjast með þér. Þú varst einn að skemmta fyrir fullum sal af börnum og foreldr- um, spilandi á harmonikkuna og syngjandi og dansaðir jafnvel um salinn og spilaðir. Þetta gerðir þú vel og það eru svona minningar sem eru mér dýrmætar. Bara ef ég hefði upplifað fleiri svona stundir með þér. Þú lifðir tveimur ólíkum lífum. Fyrrihlutinn var líf með gleði og frelsi. Þú gerðir það sem þú vildir gera. Þú varst þinn eigin herra í pípulögnunum. Spilaðir á böllum um helgar og stofnaðir hljóm- sveitir. Þú byggðir okkur stórt heimili og sumarhús. Þú varst mjög vinnusamur og gerðir hlut- ina vel. Þegar þú fékkst heilablæðingu árið 1998 var ég 23 ára og þú varst 55 ára. Það var mér mikið áfall og í raun erfitt fyrir okkur að skilja það fyllilega hvernig þér leið. Þér, sem varst svo virkur öll þessi ár, var í raun kippt út úr öllu og þú varst ekki sami mað- urinn eftir þetta. Ég skildi þetta betur eftir því sem árin liðu og ég varð eldri. Við systkinin vorum ung þegar þetta gerðist og við misstum svo stóran hluta af þér í þessu áfalli. En sem betur fer varstu áfram í okkar lífi og þú hefur fengið tækifæri til að fylgj- ast með okkur öllum í gegnum árin. Ég kveð þig nú með söknuði. Ég óska þess að við hefðum nýtt okkar tíma betur saman og upp- lifað meira saman. Ég sé þig fyrir mér á öðrum góðum stað, brosandi og hlæj- andi, eins og þú varst. Þinn Júlíus. Í dag kveð ég stórvin minn, hann Júlíus Sigurðsson. Við kynntumst fyrir 63 árum þegar foreldrar okkar voru að byggja í Skaftahlíðinni. Á þeim árum vor- um við saman í Gaggó Aust, spil- uðum daglega saman fótbolta ásamt því að bralla ýmislegt sam- an. Síðan skildu leiðir eins og gengur og gerist hjá ungum mönnum en fyrir ca þremur ár- um endurnýjuðum við vinskap okkar. Ég var þá fluttur á öldrunar- heimili og þótti mjög vænt um hversu duglegur hann Júlli vinur minn var að heimsækja mig og bjóða mér í bíltúra þrátt fyrir hans veikindi. Minningin um góð- an mann lifir. Ég sendi fjölskyldu Júlíusar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hvíldu í friði, kæri vinur. Kristinn J. Sölvason. Júlíus Sigurðsson ✝ Guðrún Berg-mann fæddist 4. febrúar 1944 í Kaupmannahöfn. Hún lést 20. nóvem- ber 2017. Foreldrar henn- ar voru Helgi M. S. Bergmann, f. 15. nóvember 1908, málarameistari og listmálari, og Þór- ey Brynjólfsdóttir, f. 23. maí 1913, húsmóðir og föndurkennari. Bræður sam- mæðra eru Leifur Pétursson, f. 1934, og Ottó Pétursson, f. 1935. Albróðir er Þórður Helgi Berg- mann, f. 1945 Maki Guðrúnar, Árni Brynjólfur Guðmundsson, f. 16. apríl 1942. Dóttir þeirra er Þórey Ósk Árnadóttir, f. 16. jan- úar 1980, maki hennar er Heiðar Gunnars- son, f. 27. apríl 1979, dóttir þeirra er Guðrún Árný Heiðarsdóttir, f. 28. ágúst 2013. Guðrún útskrif- aðist úr Kvenna- skóla Íslands. Vann við skrifstofustörf framan af starfsævi hjá Flugfélagi Ís- lands og síðan Baader þjónustunni. Hún hóf nám við Fjölbrautaskóla Breið- holts og útskrifaðist þaðan sem matarfræðingur 1992. Hún vann við það á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi og síðan í Skógarbæ hjúkrunarheimili. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 30. nóvember 2017, klukkan 15. Það er alltaf sárt að kveðja, en sorgin gleymir víst engum. Kær vinkona, hún Sussa, eins og pabbi hennar nefndi hana, er lát- in. Sennilega höfum við Sussa verið um tíu ára gamlar, þegar við kynntumst. Við áttum heima í Smáíbúða- hverfinu. Sussa var skarpgreind og skemmtileg, einstaklega barn- góð og þolinmóð barnagæla/ kona. Hún fór eftir áralanga bar- áttu við Alzheimer-sjúkdóminn. Saumaklúbbur, gönguklúbb- ur, badminton og ekki síst ferða- lög voru sameiginleg áhugamál. Sussa og Árni voru oftast nefnd í sömu setningunni. Árni, maður Sussu, reyndist henni ein- staklega vel í veikindum hennar. Sár er söknuður hans og Þór- eyjar Óskar, Heiðars og dóttur þeirra, Guðrúnar Árnýjar. Við Steini sendum allri fjöl- skyldu Sussu samúðarkveðjur og þökkum fyrir liðna tíð. Minning- arnar ylja. Kveðja frá okkur og fjölskyld- um okkar. Kristín (Stína Tryggva) og Þorsteinn (Steini). Ég kynntist Guðrúnu Berg- mann, Sussu, árið 1963 þegar hún ásamt Árna, æskuvini eig- inmanns míns, kom að vitja ný- fædds frumburðar okkar hjóna. Smám saman urðum við góðar vinkonur og vináttuböndin styrktust ennþá meira þegar við ásamt nokkrum góðum vinkon- um stofnuðum saumaklúbb sem var haldinn reglulega í mörg ár. Á milli þess fórum við oft saman í bíó og spiluðum og skemmtum okkur saman og hittumst reglu- lega yfir kaffibolla og spjölluð- um. Upp úr 1970 fórum við að fara saman í bústaðarferðir á sumrin ásamt fleiri fjölskyldum sem eru fjársjóður minninga, ekki síst vegna Sussu sem aldrei skorti orð og var lífleg í góðra vina hópi. Og þegar Spánarferðirnar fóru að verða vinsælar fórum við gjarnan saman fjögur í skemmti- legar hjónaferðir á nýjar slóðir. Einn hængur var þó á, að Sussa og Árni, þráðu að eignast barn, sem tók mörg ár og tók á þau, en betur fer lánaðist það loks árið 1980 þegar augasteinn- inn þeirra, Þórey Ósk, kom í heiminn. Það var mikil ham- ingja. Þegar Þórey Ósk óx og dafn- aði og líka okkar yngsti sonur, Guðmundur Gauti voru fleiri ferðalög plönuð og fórum við öll saman í tvær eftirminnilegar sumarferðir þar sem við ókum um og skoðuðum Evrópu. Eftir aldamótin, þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu, lá fyrir að við myndum fara saman í ennþá fleiri ferðalög. Áttum við sérstaklega ánægjuleg sumur saman á Ísafirði, ýmist í tjald- vagni eða húsum Ísfirðinga- félagsins á æskuslóðum eigin- manna okkar. Á svipuðum tíma tók sauma- klúbburinn upp þráðinn og við stofnuðum vetrargönguklúbb og nú fengu eiginmennirnir að vera með. Sussa gekk með okkur á meðan heilsan leyfði og það var góður tími. Fyrir sjö árum fór að bera á sjúkdómi hjá henni sem engin lækning er við og nú er Sussa er farin ein í ferðalagið. Ég mun ylja mér við margar góðar minn- ingar. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem útaf ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. (Steinn Steinarr) Ég, Kristján og fjölskylda vottum Árna, Þóreyju Ósk og ykkur öllum okkar innilegustu samúð. Takk fyrir samfylgdina og vináttuna, elsku vinkona. Þín Elísabet. Guðrún Bergmann Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS SKAFTASON, lést á HSN, Blönduósi, föstudaginn 17. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Börn og fjölskylda hins látna Okkar ástkæra HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalbraut 20, Reykjavík, lést á heimili sínu 22. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. desember klukkan 13. Greta Jónsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Okkar kæra SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR bóndi á Þingskálum, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 20. nóvember. Útförin fer fram frá Keldnakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 2. desember klukkan 14. Aðstandendur Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.