Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 60
60 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Ný heimasíða og glæsileg ný netverslun Nú getur þú verslað á progastro.is hvenær sem er Kíktu á netverslunina og skoðaðu glæsilegt vöruúrval Sigurlaug Margrét Guðmundsdóttir, eigandi verslunarinnar FrúSigurlaug, á 50 ára afmæli í dag. Frú Sigurlaug er sérvöruversl-un með sundföt, náttfatnað, sloppa, undirföt, strandfatnað og fleira. Hún var opnuð árið 2010 og er til húsa í Mjóddinni. „Við erum búin að stækka verslunina í tvígang, byrjuðum í 25 fer- metrum og erum núna í 160 fermetrum. Við leggjum mikla áherslu á gott úrval af því sem við seljum, t.a.m. eigum við endalaust úrval af náttfötum og náttkjólum. Þótt við séum í Mjóddinni kemur fólk, bæði konur og karlar, alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu og líka af lands- byggðinni. Verslunin er í göngugötunni beint fyrir neðan Læknasetrið í Mjódd og margir koma við hjá okkur á leið til læknis.“ Frú Sigurlaug er einnig komin með netverslun, en hún var opnuð í byrjun ársins. Maður Sigurlaugar er Pétur Hjaltested og dætur þeirra eru Laufey 22 ára og Unnur 18 ára. Þau ætla að skella sér út til Austurríkis um ára- mótin á skíði. „Það er orðinn fastur liður hjá okkur, þar sem ég verð á skíðum en þau á snjóbrettum. Fyrir utan að ferðast þá hef ég mikinn áhuga á stjörnuspeki, það vita þeir sem þekkja mig vel.“ Sigurlaug er bæði lærður úrsmiður og viðskiptafræðingur. „Ég byrj- aði í úrsmíðinni 17 ára og vann við það þar til ég varð þrítug og fór þá í viðskiptafræðinám. Ég hef starfað í verslun frá því að ég var 16 ára svo það má segja að það sé í blóðinu og mér finnst gott að vera minn eigin herra.“ Sigurlaug var ekki búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera í dag í til- efni afmælisins þegar blaðamaður ræddi við hana, en hún ætlar að halda stóra veislu á laugardaginn. Fjölskyldan Unnur, Laufey, Sigurlaug (Magga) og Pétur, brosmild, brún og hamingjusöm í sumarfríinu á Sardiníu í fyrrasumar. Bogmaður með tungl í sporðdreka Sigurlaug Margrét Guðmundsd. er fimmtug I nga Jóhanna Halldórsdóttir fæddist á Krossi í Mjóafirði 30.11. 1927 en ólst upp í Nes- kaupstað. Inga var í Barnaskóla Neskaupstaðar: „Við krakkarnir lék- um okkur mikið úti, í parís, við að sippa, fórum í langbolta og fleiri barnaleiki. Pabbi var með kindur og hænsni og ég hafði gaman af því að snúast með honum í þessum búskap. Auk þess hjálpaði maður svo til við hey- skapinn í sveitinni.“ Inga flutti til Vesmannaeyja haust- ið 1943 og bjó þar í Háagarði hjá móðurbróðir sínum og föðursystur sinni, þeim heiðurshjónum, Ingigerði Jóhannsdóttur og Þorsteini Þ. Víg- lundssyni skólastjóra. Hún lærði kjólasaum hjá Kristínu í Merkissteini í þrjá vetur, vann tvö sumur í fiski en þriðja sumarið var hún í kaupavinnu í Þykkvabænum ásamt Jónu Ólafs- dóttur, vinkonu sinni: „Við Jóna spör- uðu svo sumarhýruna til þess að fara á sníðanámskeið í Reykjavík.“ Inga vann á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, starfaði við saumaskap, vann í Þvottahúsinu í nokkur ár, var með prjónastofu heima þar sem var kraftmikil starfsemi og vann síðast við ræstingar í Gagnfræðaskólanum. Stóran hluta ævinnar var hún þó fyrst og fremst húsmóðir á barn- mörgu heimili. Fjölskylda Eiginmaður Ingu var Hjörleifur Guðnason, f. 5.6. 1925, d. 13.6. 2007, múrarameistari. Foreldrar hans voru Halldóra Grímsdóttir húsfreyja og Guðni Sigmundsson verkamaður. Fósturforeldrar Hjörleifs voru Guð- rún Grímsdóttir og Guðjón Jónsson. Börn Ingu og Hjörleifs eru 1) Lilja Dóra, f. 7.10. 1947, húsmóðir, eig- inmaður hennar var Steinar Benja- mínsson, f. 11.2. 1944, d. 18.8. 1998, en núverandi eiginmaður er Grétar Þorleifsson, fyrrv. verkalýðsleiðtogi og eru börn Lilju og Steinars Hjör- leifur Hreiðar, f. 1969, fulltrúi í skipa- afgreiðslu Eimskips, kvæntur Katr- ínu Brynjarsdóttur deildarstjóra, Benjamín, f. 1973, húðflúrari og á hann þrjú börn og tvö stjúpbörn, Guðlaugur Ingi, f. 1977, lagerstjóri, í sambúð með Unni Lindu Karlsdóttur Inga Jóhanna Halldórsdóttir, húsfr. og saumak. í Eyjum – 90 ára Fjölskyldan Inga Jóhanna og Hjörleifur með barnahópnum sínum. Myndin er tekin í byrjun tíunda áratugarins. Inga á 85 afkomendur Fimm ættliðir Afmælisbarnið, Inga, með Ölbu Lunu í kjöltunni, Inga Björg, Árný Björg og Guðmunda. Stærri-Árskógur, Dalvík- urbyggð Bassi Bói Guð- mundsson fæddist 30. des- ember 2016 kl. 21.35. Hann var 47 cm að lengd og vó 2.426 g. Foreldrar hans eru Freydís Inga Bóasdóttir og Guðmundur Geir Jónsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.