Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 „Hin nýja stétt“ Samansöfnuð áhrif ákvarðana vinstri stjórnar, sem gaf framsal kvótans frjálst 1990, aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 á vegum Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks, einkavæðingar Bún- aðarbanka og Landsbanka 2003 á vegum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og víðtæk framkvæmd þeirra hugmynda sem fram komu í Leiftursókn gegn verðbólgu 1979, eru þau að í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr upplifir þessi fámenna þjóð stöðu sína þannig að hér búi tvær þjóðir – önnur og fámennari búi við forréttindi umfram hina sem er fjölmennari, en á kostnað þeirrar síðarnefndu. Það er erfiðara en áður fyrir „ráðandi öfl“ að sætta fjöldann við hlutskipti sitt. Nú eru komnir til sögunnar sam- skiptamiðlar sem gera það að verk- um að almennir borgarar eiga auðveldara með að koma skoðunum sínum á framfæri. Og um leið eru meiri líkur á því að samstaða takist á milli þeirra, sem aldrei létu til sín heyra. Richard Nixon, Bandaríkjaforseti, gaf þeim nafn og kallaði þá „hinn þögla meiri- hluta“. Sá hópur fólks getur nú tjáð sig daglega með milligöngu Face- book og Twitter. Jafnhliða hafa áhrif hefðbundinna fjölmiðla minnkað. Dagblöð eru mun minna lesin en áður og áhorf á hefð- bundnar sjónvarpsstöðvar er minna en það var. Það er líka hægt að finna myndefni á netinu, þannig að fólk er ekki bundið við að sitja yfir línulegri dagskrá sjónvarps á tilteknum tím- um. Við þetta bætist að Donald Trump hefur sýnt með tísti sínu að valdamenn geta haft beinan aðgang að almennum borgurum og þurfa ekki lengur á milligöngu hinna hefð- bundnu fjölmiðla að halda. Áhrifum tísts Bandaríkjaforseta, sem þannig nær beint til milljóna manna dag hvern, má að sumu leyti líkja við áhrif útvarps í árdaga. Í þýzkum heimildarmyndum um Jos- eph Göbbels, áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, kemur fram að hann hafi talið sig geta náð beint og milli- liðalaust til fólks í Þýzkalandi í gegn- um útvarp og hagnýtti sér það óspart og til hinztu stundar. Jafnframt hefur aðgengi al- mennra borgara að upplýsingum stóraukizt og er miklu auðveldara en áður var. Þess vegna er erfiðara að hafa uppi ranga upplýsingagjöf eða blekkjandi málflutning. Einhverjir kunna að draga þessa staðhæfingu í efa í ljósi vaxandi umræðna um eins konar falsfréttir og áhrif þeirra. Kannski er veruleikinn sá að annars vegar sé erfiðara að dreifa röngum upplýsingum en hins vegar sé meiri áherzla lögð á að gera það og nýrri samskiptatækni beitt til þess. Áhrifin eru engu að síður þau að þótt áður hafi kannski verið hægt að sýna fram á að sumir nytu forrétt- inda umfram aðra voru samansöfnuð áhrif þess á samfélagið alls ekki jafnmikil og nú. Þegar talað er um forréttindi í þessu samhengi er ekki bara verið að tala um efnaleg forréttindi heldur líka um þjóðfélagslega stöðu. Í raun hefur orðið til á Íslandi, eins og í ná- lægum löndum, eins konar pólitísk yfirstétt eða „elíta“ sem hægt er að finna í öllum flokkum. Hún finnur til innbyrðis tengsla þegar henni finnst sameiginlegum hagsmunum ógnað. Kannski mætti kalla þennan hóp „hina nýju stétt“ með tilvísun í bók Milovan Djilas, sem á sínum tíma var varaforseti Júgóslavíu í tíð Titos. Bókin er lýsing á ráðandi stéttum embættismanna og starfsmanna kommúnistaflokka á þeim tíma. Það er ekki endilega mikill eðlismunur á þeim og elítum Vesturlanda nú á dögum. Auðvitað hafa alltaf verið til „yf- irstéttir“ í einhverri mynd í öllum samfélögum en óþolið gagnvart þeim er margfalt meira en áður. Mismunandi skilningur manna á enska orðinu „pópúlismi“ er lýsandi dæmi um það sem um er að ræða. Talsmenn háskólasamfélagsins og fjölmiðlamenn tala gjarnan um „pópúlisma“ sem öfgastefnu til hægri og vinstri en þó aðallega til hægri og er þá átt við þessa hópa bæði hér og annars staðar. Annarrar skoðunar er heims- kunnur fræðimaður á sviði þjóð- félagsfræða, Francis Fukuyama, sem í grein í Foreign Affairs, sem er eitt þekktasta tímarit í heimi um al- þjóðamál, lýsir sínum skilningi á pópúlisma með þessum orðum: Pópúlismi er merkimiði, sem póli- tísk yfirstétt (elíta) setur á stefnu- mál sem almennir borgarar styðja en hún er á móti. Það er hægt að færa sterk rök fyr- ir því að skiptingin í stjórnmálum á Íslandi sé ekki lengur á milli hægri og vinstri eða á milli einstakra flokka heldur sé hún á milli þeirra fámennu samfélagshópa sem eru inni í valdahringnum og saman- standa af stjórnmálamönnum, emb- ættismönnum, sérfræðingum innan háskólasamfélagsins og vissum hóp- um í viðskipta- og atvinnulífi og jafn- vel í fjölmiðlun. Utan við þann hring stendur þorri þjóðarinnar. Þeir sem eru inni í valdahringnum notfæra sér aðstöðu sína út í yztu æsar. Nýleg dæmi um það eru launaákvarðanir Kjararáðs, sem snúa að fámennum hópi æðstu emb- ættismanna, þingmönnum og ráð- herrum og eldri dæmi eru eftir- launaréttindi opinberra starfsmanna og þingmanna og ráðherra. Í öllum tilvikum er byggt á lögum, sem Al- þingi hefur sett. Upphaflega eru drög að lögunum samin í ráðu- neytum þar sem sömu æðstu emb- ættismenn og ráðherrar koma við sögu og þeir setja inn í lagadrögin forsendur, sem Kjararáð á að byggja á ákvarðanir um launakjör höfundanna sjálfra. Þessi lög eru svo samþykkt á Alþingi af þingmönnum sem eiga sömu hagsmuna að gæta vegna þess að Kjararáð ákveður líka launakjör þeirra svo og ráðherra. Kjararáð útskýrir svo ákvarðanir sínar með því að því beri að úr- skurða á þennan veg vegna þess að lögin gefi fyrirmæli um það. Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lýsti fyrirhuguðum bónusgreiðslum til starfsmanna þrotabús Kaupþings sem „sjálftöku“ sumarið 2016. En hvaða orð á að nota yfir það fyrir- komulag, sem hér er lýst? Á sama tíma og Kjararáð ákveður að greiða embættismönnum launa- hækkanir marga mánuði aftur í tím- ann leggja stjórnmálamenn sig fram um að útskýra að það sé ekki hægt að greiða öldruðum og öryrkjum miklu minni hækkanir aftur í tím- ann, þótt heildarupphæðin hefði vissulega verið hærri í krónum talið í síðara tilvikinu af því að þar koma margfalt fleiri einstaklingar við sögu. En hér hljóta meginreglur að ráða för. Á sama tíma og þrengt var að heil- brigðiskerfinu í fjárframlögum á ár- unum fyrir hrun var eytt yfir þús- und milljónum króna í vonlausa baráttu Íslands fyrir því að fá full- trúa í Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna vegna þess að nokkrir embætt- ismenn í utanríkisráðuneytinu og einhverjir stjórnmálamenn höfðu sameiginlega komizt að þeirri nið- urstöðu að Ísland hefði mikið fram að færa til lausnar deilumálum í heiminum. Það var og er að sjálf- sögðu fáránlegt mat á stöðu Íslands. Svo fámenn þjóð, sem hefur engan her og enga peninga sem máli skipta getur ekki haft slík áhrif og það er heldur ekki eftirsóknarvert. Sér- staða okkar í kalda stríðinu að þessu leyti vegna legu landsins var und- antekning en ekki regla. Fyrrnefnda kostnaðartölu er ekki hægt að finna í ríkisbókhaldinu en hana hefur bók- arhöfundur eftir einum utanrík- isráðherra þeirra tíma sem sagði að talan í opinberum gögnum væri lægri vegna þess að kostnaðarliðir hefðu verið færðir á aðra bókhalds- lykla ef þess var nokkur kostur. Tal- an átti reyndar eftir að hækka um- talsvert frá því að þessar upplýsingar voru veittar. „Hin nýja stétt“ hafði ekki bara áhuga á að reyna fyrir sér í alþjóða- málum á hinum pólitíska vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna heldur hafði hún uppi tilburði til að flækja Ísland inn í vopnuð átök í Afganistan eða skildi ekki hvað hún var að gera. Svohljóðandi bréf barst til Íslands frá Afganistan og lýsir störfum „ís- lenzku friðargæzlunnar“ í þessu fjarlæga landi: Sæl öllsömul. Jæja, þá er best að við segjum að- eins frá störfum okkar hérna í Afg- anistan. Hingað til hefur þetta allt verið ósköp mikið leyndarmál og ekki mátt fréttast hversu mikil her- mennska felst í starfinu núna miðað við önnur friðargæslustörf hingað til. Nú vitum við að ráðherra er bú- inn að fá ýtarlega skýrslu um hvað það er, sem við erum að gera hérna, hversu mikil áhættan er og hann gaf grænt á að samt yrði haldið áfram. Við erum að vinna sem MOT teymi (Military observation team) hjá ISAF (International security assistance forces). Það þýðir að við erum að ferðast um fjölda þorpa hérna norður af Malmana og hitta lögreglustjórana, governors og al- menning og reynum að veiða upp úr þeim upplýsingar um ástandið á staðnum. Við gerum síðan ýtarlega skýrslu eftir hverja ferð sem leyni- þjónustan hérna (NATO) fær. Ferðirnar eru ýmist 2–5 dagar og þá gistum við úti í náttúrunni. Hing- að til höfum við ekki verið að tjalda heldur bara sofið undir berum himni og notið þess að horfa á ótrúlegan stjörnuhimin, með nokkrum stjörnu- hröpum á klukkustund. Við þurfum að skipta með okkur vöktum frá því að myrkvar um kl. 19.00 og þar til birtir um kl. 07.00. Við reynum alltaf að kampa á sem hæstum stöðum til að hafa útsýni og geta varist vel ef eitthvað gerist. Við erum útbúnir með öfluga hita- myndavél þar sem við sjáum alla hreyfingu í nokkurra km fjarlægð, hver maður er með nætursjónauka, glock skambyssu, MP5 vélbyssu og AG 3 sjálfvirkan 308 herriffil. Hann er með sympoint, laser miði og infra- rauðu ljósi fyrir nætursjónaukann, sem þýðir að við getum brugðist mjög vel við verstu aðstæðum, sem við getum lent í óháð birtuskil- yrðum. Þar að auki er ein MG5 vél- byssa á 3 fæti með 200 skota belti, sem við setjum upp á náttstað. Þegar við erum ekki í ferðum er- um við settir á bakvakt sem ORF quick response force. Það þýðir að ef eitthvað kemur upp þurfum við að bregðast við því. Við höfum þurft að fara og hjálpa norsku MOT teymi sem velti bílnum sínum og við færð- um þeim nýjan og tókum hinn heim í staðinn og tvisvar sinnum höfum við þurft að fara að kvöldlagi og keyra um almyrkvaða Malmana borg vegna skothvella sem heyrðust og leita að byssumönnum. Hér rétt fyr- ir norðan okkur í Shirin-Tagap er þorp, þar hafa brotist út læti und- anfarið og menn skutu milli húsa. Þar sem MOT teymið, sem á þetta svæði, er búið að vera í fríi þá höfum við alltaf verið sendir þangað til að sýna okkur og að aðstoða lögregluna að verja stöðina, þar sem 2 flokkar í þorpinu voru að berjast sín í milli. Undanfarna 10 daga hefur verið frekar mikil ólga á svæðinu, búið að skjóta á UN bíl og þar sluppu allir með algjörum ólíkindum. Síðan var skotið á hjálparstofnunarbíl og þá dó einn og tveir særðust og þetta er að gerast á þeim leiðum sem við þurf- um að fara til að heimsækja okkar svæði. Það versta af þessu öllu er þó að í gær var skotið á brezkt ISAF Mot teymi í Masar-e-sarif sem er líka hérna í Norður-Afganistan. Einn þeirra lést og 4 særðust. Þetta var Pakistani, sem sat fyrir þeim og sem betur fer náðist hann strax. Okkur fannst ekki stætt á öðru en að segja frá út á hvað þetta gengur hérna, svo ef menn eru að sækja um þá vita þeir nákvæmlega hvað það er sem þeir munu starfa við. Vinsamlega hafið þetta innan stöðvar. Með Kjara baráttu kveðju. Þetta gerðist á árinu 2005. Hinn 20. júlí það ár voru fjórir sérútbúnir jeppar sendir frá Íslandi til Noregs og friðargæzluliðar frá Íslandi fylgdu í kjölfarið skömmu síðar. Um var að ræða tvo 8–9 manna hópa, sem störfuðu í svonefndum „hreyf- anlegum athugunarsveitum“. Í frétt- um Morgunblaðsins 21. júlí 2005 er sagt frá því að þeir muni bera á sér til sjálfsvarnar skammbyssu og 9 mm vélbyssu. Hinn 16. nóvember 2005 tilkynnti Geir H. Haarde utanríkisráðherra að þeir yrðu kallaðir heim frá norð- urhluta Afganistan vegna aukinnar spennu og átaka á svæðinu. Stein- grímur J. Sigfússon hafði frum- kvæði að umræðum um málið á Al- þingi nokkrum dögum síðar, hinn 23. nóvember, og Össur Skarphéðinsson fylgdi í kjölfarið. Steingrímur taldi erfitt að komast að annarri niður- stöðu en þeirri að í starfi friðar- gæzlumannanna hefði verið vísir að her. Geir H. Haarde svaraði og sagði að þeir sinntu eingöngu borg- aralegum verkefnum, þótt þeir bæru tignarheiti og klæddust einkenn- isbúningum. Í Morgunblaðinu 21. júlí 2005 kemur fram að áætlaður kostnaður við jeppasveitirnar í Afganistan verði 300–350 milljónir króna. Sam- tals má ætla að einn og hálfur millj- arður og rúmlega það hafi verið sett- ur í tilraun til að koma fulltrúa Íslands í Öryggisráðið og í vopnaðar jeppasveitir í Afganistan. Og þá er ekki óeðlilegt að almenn- ir borgarar spyrji: Til hvers? Margfalt óþol gagnvart yfirstéttum Í bókinni Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar – Byltingin sem aldrei varð fer Styrmir Gunnarsson í gegnum afdrifaríkan kafla í sögu Sjálfstæðisflokksins og íslensku þjóðarinnar. Hann styðst við upplýsingar úr innsta hring – meðal annars einkabréf og samtöl. Morgunblaðið/RAX Forrétindi Að mati Styrmis Gunnarssonar er erfiðara en áður fyrir ráðandi öfl að sætta fjöldann við hlutskipti sitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.