Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 30.11.2017, Blaðsíða 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2017 Hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar fer fram í kvöld kl. 20 í safninu. Barnakór Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar kemur fram í upphafi dagskrár, undir stjórn Birtu Rósar Sigurjónsdóttur og við undirleik Jónínu Einarsdóttur. Kórinn syngur nokkur falleg lög fyrir gesti áður en rithöfundar lesa upp úr bókum sínum. Hallgrímur Helgason les úr nýj- ustu bók sinni, ljóðabókinni Fiskur af himni en í henni fjallar hann m.a. um atburði í lífi sínu og fjölskyldu sinnar á árstímabili. Jón Kalman Stefánsson les úr nýjustu bók sinni, Sögu Ástu sem fjallar um ást í ólík- um myndum, íslenska sveit, skáld- skap og menntunarþrá og hjónin Jón Gnarr og Jóga Gnarr lesa úr bókinni Þúsund kossar sem Jón skrifaði með Jógu. Bókin fjallar um erfiða lífsreynslu Jógu þegar hún fór ung utan sem au pair. Boðið verður upp á kaffi og kon- fekt á Bókakonfekti. Áritun Jóga og Jón Gnarr við áritun bók- arinnar Þúsund kossar í byrjun mánaðar. Barnakór, bóklestur, kaffi og konfekt Unglingsstúlkan Ragnheið-ur flytur í smábæ á Ís-landi eftir að hafa upp-lifað skelfilegt andlegt og líkamlegt einelti og útskúfun í Bandaríkjunum þar sem hún var bú- sett. Hún er vör um sig eftir þá reynslu og á erfitt með að trúa því þegar Hekla, sem er á svipuðu reki, sækist eftir vináttu hennar og kem- ur henni síðan í kynni við fleiri krakka í bænum. Samskipti krakk- anna þróast á ófyrirséðan hátt og skyndilega er Ragnheiður kom- in hinum megin við borðið og þarf að taka ákvörðun um hvort hún ætlar að feta í fót- spor kvalara sinna úr bandaríska skólanum eða taka öðruvísi á málum. Sagan hefst að sumarlagi og Heklu leiðist lífið, bestu vinkonur hennar í útlöndum og hún hefur fátt við að vera. Hún tekur því komu nýju stelpunnar, Ragnheiðar, fegins hendi og fyrst í stað leikur allt í lyndi. Ástin spilar að sjálfsögðu inn í – en ekki hvað – þetta eru jú ung- lingar í 9. og 10. bekk. Þegar Hekla verður vitni að atviki, sem hún túlk- ar sem einelti gegn bróður sínum, fer í gang ófyrirséð atburðarás sem hún missir fljótlega stjórn á. Einelti er gríðarlega flókið fyr- irbæri og á sér ótal birtingarmyndir og Elísa fer býsna vel með þetta vandmeðfarna efni. Hún lýsir því hvernig smávægileg atvik geta orðið að einhverju risastóru sem enginn veit hvernig byrjaði, en þannig eru oft rætur eineltis. „Af litlum neista verður oft mikið bál, “ söng Pálmi Gunnarsson hérna um árið (fyrir hundrað árum eða svo ...) og það er það sem gerist í þessari bók. Hún lýsir því líka vel hvernig Hekla, sem er vinsælasta stelpan í skólanum, hálfgerð býflugnadrottning, áttar sig engan veginn á því að allt sem hún gerir og segir hefur miklu meira vægi en það sem aðrir gera vegna þess hversu vinsæl hún er og aðrir vilja vera eins og hún. Elísa forðast að mála hlutina svarta eða hvíta, enda er lífið aldrei þannig og heldur ekki í flóknum samskiptum unglingsáranna. Krakkarnir eru hvorki góðir né vondir, heldur bara fólk sem tekur misgáfulegar ákvarðanir en að lok- um snýst besta ákvörðunin um að standa með sjálfum sér. Er ekki allt í lagi með þig? fékk nýverið Íslensku barnabókaverð- launin 2017 og er vel að þeim komin. Sagan rennur vel áfram og þó að við- fangsefnið sé vissulega alvarlegt er sagan bráðskemmtileg og fyndin, skrifuð af innsæi og næmni og það er vissulega fengur í nýjum höfundi eins og Elísu sem skrifar af svona miklum metnaði fyrir unglinga. Morgunblaðið/Hanna Verðlaunahafi Elísa Jóhannsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 17. október síðastliðinn fyrir bók sína Er ekki allt í lagi með þig? sem hlýtur jákvæða rýni. Flott og fersk unglingabók Barna- og unglingabækur Er ekki allt í lagi með þig? bbbmn Eftir Elísu Jóhannsdóttur. Vaka-Helgafell 2017. 315 blaðsíður ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Teiknarinn Hugleikur Dagsson mætir í Gallery Port í dag kl. 15 með penna og skissubók og teiknar myndir eftir pöntunum til kl. 20. Verður það í eina skiptið fyrir jól sem Hugleikur býður aðdáendum sínum upp á það. Í galleríinu stendur nú yfir sýn- ing á verkum 12 myndlistarmanna sem Hugleikur hafði samband við og bað um að vinna út frá teikn- ingum sínum. Hver listamaður valdi sér eina mynd eftir Hugleik og hafði frjálsar hendur til þess að „betrumbæta“ hana eftir eigin höfði, eins og því er lýst í tilkynn- ingu en sýningin ber titilinn Ábreiður. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Árni Jón Gunnarsson, Bobby Breiðholt, Frið- rik Sólnes, Halldór Baldursson, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Inga Birgisdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir, Pétur Antonsson, Rán Flygenring, Sigrún Eldjárn, Þorri Hringsson og Þrándur Þórarins- son. Auk verka þessara listamanna má á sýningunni sjá verk úr nýút- kominni brandarabók Hugleiks, Er þetta frétt? Hugleikur teiknar eftir pöntunum Óviðjafnanlegur Hugleikur Dagsson. Danska tónskáldið Bent Sørensen hlýtur Grawemeyer- verðlaunin fyrir árið 2018 sem veitt eru fyrir tónsmíðar og eru ein þau virtustu í heimi samtímatónlistar. Að verðlaununum stendur Háskólinn í Louisville í Kentucky og fylgja þeim peningaverðlaun, 100.000 Bandaríkjadal- ir sem eru jafnvirði um 10,4 milljóna króna. Verkum Sørensen hefur verið líkt við málverk Georges Seurat en verðlaunin hlýtur hann fyrir verkið L’Isola della Città. Í frétt New York Times segir um verk Sorensen að þau séu full af lágstemmdri dramatík og flöktandi stefj- um sem skapi draugalega heima sundrunar og melankólíu. Af öðrum verk- um hans má nefna The Weeping White Room, The Deserted Churchyards og This Night of No Moon. Sørensen hlýtur Grawemeyer-verðlaun Bent Sørensen Morgunblaðið/Stella Andrea SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8SÝND KL. 10 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 5.30 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 5.30, 8 Í GÓÐU FORMI HEIMA Í STOFU Æfingatæki fyrir þol- og styrktarþjálfun, sem auðvelt er að nota heima í stofu. Kíktu á úrvalið í verslun okkar eða á fastus.is ICQC 2018-20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.