Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 1

Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 5. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  63. tölublað  106. árgangur  VILL LÍFEYRIS- SJÓÐINA Í INNVIÐINA PÁLL ÓSKAR Í ROCKY HORROR BJÖRK KEMUR FRAM MEÐ SJÖ FLAUTULEIKURUM SÖNGLEIKUR Í BORGARLEIKHÚSINU 80 TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI 12. APRÍL 86VIÐSKIPTAMOGGINN Góð reynsla hefur fengist af aðgerðaþjarkanum sem tekinn var í notkun á Landspítala – háskólasjúkahúsi í janúar 2015. Hinn 6. mars var búið að nota hann í 475 skurðaðgerðum. Sjúklingar sem gangast undir aðgerð með hjálp þjarkans dvelja skemur á spítalanum en þeir sem gengust undir opnar aðgerðir við svipuðum meinum áður en þjarkinn kom. Blæð- ing í aðgerð minnkaði og sýkingum í skurðsári, legudögum og endurinnlögnum fækkaði með notkun þjarkans frá því þegar gerðar voru opnar aðgerðir. »36-38 Hátt í 500 aðgerðir með aðgerðaþjarka á þremur árum Morgunblaðið/Eggert  Á yfistandandi þingi, 148. löggjaf- arþinginu, hafa alþingismenn lagt fram alls 283 fyrirspurnir. Einn þingmaður hefur algjöra sér- stöðu, Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata. Hann hefur lagt fram 72 fyrirspurnir, eða fjórðung allra fyrirspurna. Sá sem næstur kemur hefur lagt fram 17 fyrirspurnir. Þegar fyrirspurnir Björns Levís Gunnarssonar á yfirstandandi þingi eru skoðaðar kennir margra grasa. Margar þeirra eru raðfyrir- spurnir, þ.e. þær eru lagðar fyrir alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Í þingsköpum eru engar takmark- anir á því hve margar fyrirspurnir einstakir þingmenn geta lagt fram. »20 Einn þingmaður með 72 fyrirspurnir MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Loka þurfti fæðingardeild og nokkr- um hjúkrunarrýmum á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ í gær vegna vatnsleka, sem Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir að rekja megi til mannlegra mistaka verktaka. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að taka húsnæðið aftur í notkun en það verður skoðað í dag. Verið er að endurnýja þakjárn á hluta húsnæðisins og var frágangur- inn ekki nógu góður sem olli því að töluvert regnvatn lak inn í húsnæðið í gær. Tryggingaaðilar mættu á svæð- ið síðdegis og tóku út mögulegt tjón. „Í augnablikinu er þetta rými ekki brúklegt en það verður bara skoðað betur í fyrramálið,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Ég held að ég geti nú bara sagt það beint út að það var ekki stað- ið að þessu eins og hefði átt að gera. Það var búið að rífa og opna ákveðna Vatnsleki á fæðingardeild  Mistök verktaka ollu því að regnvatn lak inn á fæðingardeild og hjúkrunarrými HSS í Reykjanesbæ  Sjúklingar fluttir til og svæðum lokað  Staðan metin í dag hluti sem er nú kannski ekki skyn- samlegt að standa að eins og gert var á þessu landsvæði, alveg sama hvern- ig spáir. Svo er viðkvæm starfsemi undir, það er ekki eins og þetta sé bara einhver geymsla,“ segir Hall- dór. Vatnslekinn hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Engin fæðing var fram undan og þeir sjúklingar sem lágu inni í hvíldar- og endurhæfingarrýmum voru fluttir yfir á legudeild sjúkrahússins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lokun Ekki var hægt að halda starfseminni uppi að fullu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.