Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 5. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  63. tölublað  106. árgangur  VILL LÍFEYRIS- SJÓÐINA Í INNVIÐINA PÁLL ÓSKAR Í ROCKY HORROR BJÖRK KEMUR FRAM MEÐ SJÖ FLAUTULEIKURUM SÖNGLEIKUR Í BORGARLEIKHÚSINU 80 TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI 12. APRÍL 86VIÐSKIPTAMOGGINN Góð reynsla hefur fengist af aðgerðaþjarkanum sem tekinn var í notkun á Landspítala – háskólasjúkahúsi í janúar 2015. Hinn 6. mars var búið að nota hann í 475 skurðaðgerðum. Sjúklingar sem gangast undir aðgerð með hjálp þjarkans dvelja skemur á spítalanum en þeir sem gengust undir opnar aðgerðir við svipuðum meinum áður en þjarkinn kom. Blæð- ing í aðgerð minnkaði og sýkingum í skurðsári, legudögum og endurinnlögnum fækkaði með notkun þjarkans frá því þegar gerðar voru opnar aðgerðir. »36-38 Hátt í 500 aðgerðir með aðgerðaþjarka á þremur árum Morgunblaðið/Eggert  Á yfistandandi þingi, 148. löggjaf- arþinginu, hafa alþingismenn lagt fram alls 283 fyrirspurnir. Einn þingmaður hefur algjöra sér- stöðu, Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata. Hann hefur lagt fram 72 fyrirspurnir, eða fjórðung allra fyrirspurna. Sá sem næstur kemur hefur lagt fram 17 fyrirspurnir. Þegar fyrirspurnir Björns Levís Gunnarssonar á yfirstandandi þingi eru skoðaðar kennir margra grasa. Margar þeirra eru raðfyrir- spurnir, þ.e. þær eru lagðar fyrir alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Í þingsköpum eru engar takmark- anir á því hve margar fyrirspurnir einstakir þingmenn geta lagt fram. »20 Einn þingmaður með 72 fyrirspurnir MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Loka þurfti fæðingardeild og nokkr- um hjúkrunarrýmum á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ í gær vegna vatnsleka, sem Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir að rekja megi til mannlegra mistaka verktaka. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að taka húsnæðið aftur í notkun en það verður skoðað í dag. Verið er að endurnýja þakjárn á hluta húsnæðisins og var frágangur- inn ekki nógu góður sem olli því að töluvert regnvatn lak inn í húsnæðið í gær. Tryggingaaðilar mættu á svæð- ið síðdegis og tóku út mögulegt tjón. „Í augnablikinu er þetta rými ekki brúklegt en það verður bara skoðað betur í fyrramálið,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Ég held að ég geti nú bara sagt það beint út að það var ekki stað- ið að þessu eins og hefði átt að gera. Það var búið að rífa og opna ákveðna Vatnsleki á fæðingardeild  Mistök verktaka ollu því að regnvatn lak inn á fæðingardeild og hjúkrunarrými HSS í Reykjanesbæ  Sjúklingar fluttir til og svæðum lokað  Staðan metin í dag hluti sem er nú kannski ekki skyn- samlegt að standa að eins og gert var á þessu landsvæði, alveg sama hvern- ig spáir. Svo er viðkvæm starfsemi undir, það er ekki eins og þetta sé bara einhver geymsla,“ segir Hall- dór. Vatnslekinn hafði ekki teljandi áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Engin fæðing var fram undan og þeir sjúklingar sem lágu inni í hvíldar- og endurhæfingarrýmum voru fluttir yfir á legudeild sjúkrahússins. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lokun Ekki var hægt að halda starfseminni uppi að fullu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.